Vikið úr stjórn fjallaleiðsögumanna eftir slysið Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2024 12:52 Ís hrundi úr vegg vatnsrásar í Breiðamerkurjökli þar sem ferðaþjónustufyrirtæki var með 23 manna hóp ferðamanna á sunnudag. Einn lést og annar slasaðist. Vísir/Vilhelm Öðrum eiganda fyrirtækisins sem var með hópinn sem lenti í mannskæðu slysi á Breiðamerkurjökli var vikið úr stjórn Félags fjallaleiðsögumanna daginn eftir slysið. Honum var einnig vikið frá störfum sem leiðbeinandi hjá félaginu. Fyrirtækið Ice Pic Journeys skipulagði ferðina á Breiðamerkurjökul þar sem bandarískur karlmaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau á sunnudag. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Annar eigandanna, Mike Reid, var ritari Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins sem var birt í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að vísa Reid úr stjórn á fundi sem var haldinn „í ljósi atburðanna“ á mánudag. Honum hafi einnig verið vísað frá störfum sem leiðbeinandi. Upplýsingar um Reid og Ryan Newburn, eigendur Ice Pic Journeys, og starfsmenn fyrirtækisins höfðu verið fjarlægðar af vefsíðu þess í gær. Þær höfðu verið aðgengilegar svo seint sem á mánudag. Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður og talsmaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir við Vísi að stjórnin hafi ákveðið að vísa Reid úr stjórn til þess að halda sjálfstæði hennar nú þegar hún þurfi að vinna úr verkefnum eftir slysið. Reid hafi unnið af heilindum fyrir félagið og ákvörðun stjórnarinnar sé ekki áfellisdómur hennar yfir honum vegna slyssins. Hann hafi aflað sér mikillar menntunar og þekkingar á fjallaleiðsögn. „Við erum að reyna að einbeita okkur að verkefninu sem er framundan sem er að halda áfram að efla þekkingu og fagmennsku. Við sáum okkur það ekki fært þar sem hann er innvinklaður inn í þessar rannsóknir og líka í raun og veru til þess að gefa honum það rými sem hann þarf á að halda í augnablikinu til þess að leysa úr sínum málum.“ Upplýsingar um eigendur og starfsfólk fjarlægðar Slysið átti sér stað í vatnsrás eða svelg í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa markaðssett staðinn sem „Kristalbláa íshellinn“ þrátt fyrir að ekki sé um eiginlegan íshelli að ræða. Íshellar myndast af völdum leysingavatns og eru almennt ekki aðgengilegir fyrir leysingu sem lýkur síðla hausts. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafa engu að síður selt íshellaferðir á sumrin. Slíkar ferðir hafa verið áfram til sölu hjá ferðasölum eftir slysið. Ice Pic Journeys virðist hafa verið leiðandi í þessum sumarjökulferðum. Áður en upplýsingarnar voru fjarlægðar af heimasíðu fyrirtækisins kom þar fram að Reid hafi fundist leiðinlegt að það væru ekki íshellaferðir allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Hann hefði því grafið ofan í jökulinn á stað sem hafði verið valinn með tilliti til öryggis. Þannig hefði hann getað komið ferðamönnum gegnum þykkt íslagið og inn í sumaríshelli. „Sumar þýðir ekki að það séu ekki íshellar á Íslandi. Þvert á móti. Við erum eitt fárra fyrirtækja sem leitar sífellt uppi nýtilkomna hella og gerum út skoðunarferðir utan vetrartímabilsins þar sem fyllsta öryggis er gætt,“ sagði á heimasíðu Ice Pic Journeys áður en textinn var fjarlægður. Ekki náðist í Reid við vinnslu þessarar fréttar. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira
Fyrirtækið Ice Pic Journeys skipulagði ferðina á Breiðamerkurjökul þar sem bandarískur karlmaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau á sunnudag. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Annar eigandanna, Mike Reid, var ritari Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins sem var birt í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að vísa Reid úr stjórn á fundi sem var haldinn „í ljósi atburðanna“ á mánudag. Honum hafi einnig verið vísað frá störfum sem leiðbeinandi. Upplýsingar um Reid og Ryan Newburn, eigendur Ice Pic Journeys, og starfsmenn fyrirtækisins höfðu verið fjarlægðar af vefsíðu þess í gær. Þær höfðu verið aðgengilegar svo seint sem á mánudag. Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður og talsmaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir við Vísi að stjórnin hafi ákveðið að vísa Reid úr stjórn til þess að halda sjálfstæði hennar nú þegar hún þurfi að vinna úr verkefnum eftir slysið. Reid hafi unnið af heilindum fyrir félagið og ákvörðun stjórnarinnar sé ekki áfellisdómur hennar yfir honum vegna slyssins. Hann hafi aflað sér mikillar menntunar og þekkingar á fjallaleiðsögn. „Við erum að reyna að einbeita okkur að verkefninu sem er framundan sem er að halda áfram að efla þekkingu og fagmennsku. Við sáum okkur það ekki fært þar sem hann er innvinklaður inn í þessar rannsóknir og líka í raun og veru til þess að gefa honum það rými sem hann þarf á að halda í augnablikinu til þess að leysa úr sínum málum.“ Upplýsingar um eigendur og starfsfólk fjarlægðar Slysið átti sér stað í vatnsrás eða svelg í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa markaðssett staðinn sem „Kristalbláa íshellinn“ þrátt fyrir að ekki sé um eiginlegan íshelli að ræða. Íshellar myndast af völdum leysingavatns og eru almennt ekki aðgengilegir fyrir leysingu sem lýkur síðla hausts. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafa engu að síður selt íshellaferðir á sumrin. Slíkar ferðir hafa verið áfram til sölu hjá ferðasölum eftir slysið. Ice Pic Journeys virðist hafa verið leiðandi í þessum sumarjökulferðum. Áður en upplýsingarnar voru fjarlægðar af heimasíðu fyrirtækisins kom þar fram að Reid hafi fundist leiðinlegt að það væru ekki íshellaferðir allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Hann hefði því grafið ofan í jökulinn á stað sem hafði verið valinn með tilliti til öryggis. Þannig hefði hann getað komið ferðamönnum gegnum þykkt íslagið og inn í sumaríshelli. „Sumar þýðir ekki að það séu ekki íshellar á Íslandi. Þvert á móti. Við erum eitt fárra fyrirtækja sem leitar sífellt uppi nýtilkomna hella og gerum út skoðunarferðir utan vetrartímabilsins þar sem fyllsta öryggis er gætt,“ sagði á heimasíðu Ice Pic Journeys áður en textinn var fjarlægður. Ekki náðist í Reid við vinnslu þessarar fréttar.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira