Veita fjölskyldunni alla viðeigandi aðstoð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 13:43 Frá björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul. Vísir/Vilhelm Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi veitir fjölskyldu karlmannsins sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn alla viðeigandi ræðisaðstoð. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sendiráðinu. Bandarískur karlmaður lést þegar ísveggur á Breiðamerkurjökli hrundi á hann. Kona hans varð einnig fyrir ísfargi og slasaðist alvarlega. Þau voru hluti af hópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Fyrirtækið hefur starfað fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. Ingólfur Abrahim Shahin, stjórnarformaður og stór hluthafi Guide to Iceland, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Í skriflegu svari bandaríska sendiráðsins við fyrirspurn fréttastofu vegna slyssins segir: „Í neyðartilvikum sem þessum veitir utanríkisráðuneytið fjölskyldu bandaríska ríkisborgarans alla viðeigandi ræðisaðstoð. Af virðingu við friðhelgi fjölskyldunnar munum við ekki tjá okkur frekar um málið að svo stöddu.“ Slys á Breiðamerkurjökli Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir að reyndir leiðsögumenn hefðu ekki farið í íshellinn Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56 Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. 28. ágúst 2024 10:51 „Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Bandarískur karlmaður lést þegar ísveggur á Breiðamerkurjökli hrundi á hann. Kona hans varð einnig fyrir ísfargi og slasaðist alvarlega. Þau voru hluti af hópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Fyrirtækið hefur starfað fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. Ingólfur Abrahim Shahin, stjórnarformaður og stór hluthafi Guide to Iceland, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Í skriflegu svari bandaríska sendiráðsins við fyrirspurn fréttastofu vegna slyssins segir: „Í neyðartilvikum sem þessum veitir utanríkisráðuneytið fjölskyldu bandaríska ríkisborgarans alla viðeigandi ræðisaðstoð. Af virðingu við friðhelgi fjölskyldunnar munum við ekki tjá okkur frekar um málið að svo stöddu.“
Slys á Breiðamerkurjökli Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir að reyndir leiðsögumenn hefðu ekki farið í íshellinn Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56 Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. 28. ágúst 2024 10:51 „Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Segir að reyndir leiðsögumenn hefðu ekki farið í íshellinn Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56
Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. 28. ágúst 2024 10:51
„Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36