Lárus baunar á Hareide: Erfitt að lesa í skilaboðin úr norska garðskálanum Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 22:30 Lárus Orri Sigurðsson er sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í útsendingum frá leikjum íslenska landsliðsins, og því með það hlutverk að vega og meta störf Åge Hareide. Samsett/Getty/Stöð 2 Sport Ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, varðandi Aron Einar Gunnarsson, hittu ekki beinlínis í mark í Þorpinu á Akureyri. Hareide tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Það gerði Norðmaðurinn venju samkvæmt í gegnum tölvu, á Teams-fjölmiðlafundi, en gagnrýnt hefur verið að Hareide skuli ekki mæta til landsins til að halda fjölmiðlafundi. Hareide valdi meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, aftur í landsliðið en var einnig spurður út í stöðu félaga Gylfa á miðju íslenska liðsins til fjölda ára, Aron Einar, sem er í dag leikmaður uppeldisfélags síns Þórs. „Við höfum verið í sambandi og það er ánægjulegt að heyra að hann sé að styrkjast eftir erfið meiðsli,“ sagði Hareide en bætti við: „Það er aftur á móti alveg ljóst að Aron verður að spila í sterkari deild ef hann ætlar sér að komast í landsliðið. Hann verður ekki valinn á meðan hann spilar með Þór.“ Við þessi orð staldrar sérfræðingurinn Lárus Orri Sigurðsson, Þórsari og fyrrverandi landsliðsmaður, sem skrifar á Twitter: „Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl.“ Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl— Lárus Sigurðsson (@larussig) August 28, 2024 Það er nefnilega svo að Hareide fann pláss í landsliðshópi sínum fyrir Aron Einar haustið 2023, þegar Aron hafði ekki spilað fótbolta í marga mánuði, en hann var þá enn leikmaður Al-Arabi í Katar. Aron var þá valinn í landsliðsverkefni bæði í október og svo aftur í nóvember, og er nú kominn með 103 A-landsleiki. Hann er ásamt Birki Má Sævarssyni í 3.-4. sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands frá upphafi, einum leik á eftir Rúnari Kristinssyni og tíu á eftir þeim leikjahæsta í sögunni, Birki Bjarnasyni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Sjá meira
Hareide tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Það gerði Norðmaðurinn venju samkvæmt í gegnum tölvu, á Teams-fjölmiðlafundi, en gagnrýnt hefur verið að Hareide skuli ekki mæta til landsins til að halda fjölmiðlafundi. Hareide valdi meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, aftur í landsliðið en var einnig spurður út í stöðu félaga Gylfa á miðju íslenska liðsins til fjölda ára, Aron Einar, sem er í dag leikmaður uppeldisfélags síns Þórs. „Við höfum verið í sambandi og það er ánægjulegt að heyra að hann sé að styrkjast eftir erfið meiðsli,“ sagði Hareide en bætti við: „Það er aftur á móti alveg ljóst að Aron verður að spila í sterkari deild ef hann ætlar sér að komast í landsliðið. Hann verður ekki valinn á meðan hann spilar með Þór.“ Við þessi orð staldrar sérfræðingurinn Lárus Orri Sigurðsson, Þórsari og fyrrverandi landsliðsmaður, sem skrifar á Twitter: „Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl.“ Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl— Lárus Sigurðsson (@larussig) August 28, 2024 Það er nefnilega svo að Hareide fann pláss í landsliðshópi sínum fyrir Aron Einar haustið 2023, þegar Aron hafði ekki spilað fótbolta í marga mánuði, en hann var þá enn leikmaður Al-Arabi í Katar. Aron var þá valinn í landsliðsverkefni bæði í október og svo aftur í nóvember, og er nú kominn með 103 A-landsleiki. Hann er ásamt Birki Má Sævarssyni í 3.-4. sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands frá upphafi, einum leik á eftir Rúnari Kristinssyni og tíu á eftir þeim leikjahæsta í sögunni, Birki Bjarnasyni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Sjá meira
Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51