Arnar gefur engan slaka: „Það er bara ekki í boði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2024 12:01 Arnar Gunnlaugsson segir fara vel um menn í Andorra. vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hugsar ekkert um leik helgarinnar við Val þegar kemur að liðsvali fyrir Evrópuleik kvöldsins við Santa Coloma í Andorra. Víkingar leiða einvígið 5-0. Víkingar njóta sín vel í fjallaloftinu á Pýreneafjallskaganum. Þeir höfðu rými til að mæta fyrr út en venjulega og nýttu sér það, ekki síst til að venjast þynnra lofti en menn eru vanir í flatlendi Reykjavíkur. „Þetta er bara mjög gott. Við tókum aðeins öðruvísi ferð en áður. Við flugum til Barcelona á mánudeginum og gistum þar eina nótt og vorum komnir snemma til Andorra. Einmitt bara út af aðeins öðruvísi aðstæðum, að menn þyrftu að venjast því að vera svona hátt uppi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við íþróttadeild Vísis. „Við höfum náð tveimur æfingum líka, við höfum venjulega bara náð einni æfingu fyrir þessa leiki erlendis. Við erum búnir að leggja aðeins meira í þessa ferð enda kannski aðeins meira undir,“ bætir hann við. Fríið kærkomið Það hafi komið sér vel að fá frí um helgina. Víkingur átti að mæta KR í Bestu deild karla en þeim leik frestað vegna mikilvægis Evrópueinvígisins. Víkingar eru nú aðeins leik kvöldsins frá sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. „Það var mjög gott. Við náðum fínni æfingu heima á sunnudeginum og gefur mönnum aðeins tækifæri til að hlaða batteríin fyrir þessa næstu lotu. Það núna náttúrulega Valsleikur á sunnudaginn en eftir það kemur fín hvíld í landsleikjahléinu. Við erum að hugsa þetta í ákveðnum lotum þessa stundina,“ segir Arnar. Ætlar ekki að hvíla menn Aðeins tvær umferðir eru eftir af Bestu deild karla fyrir skiptingu deildarkeppninnar í tvennt. Víkingur á að vísu þrjá leiki eftir vegna áðurnefndrar frestunar KR-leiksins, og baráttan er hörð við Breiðablik um efsta sæti deildarinnar. Víkingur á stórleik við Val á mánudaginn kemur en Arnar segir þann leik ekki vera í hans huga við liðsvalið í kvöld. „Nei. Þetta er alveg gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld. Það eru auðvitað einhverjar 99,9 prósent líkur á að við séum komnir áfram. En þetta skiptir miklu máli upp á seeding, stigasöfnun og þess háttar í Evrópukeppninni til að tryggja okkur betri stað á næsta ári, vonandi,“ segir Arnar. „Líka bara til að halda skriðþunganum gangandi. Þú vilt ekki fara inn í Valsleikinn með súrt bragð í munni hafandi sýnt lélega frammistöðu og þess háttar. Það er líka bara mikilvægt hvernig leikmenn og starfslið koma fram fyrir hönd klúbbsins. Við höfum sett ákveðin staðal síðustu fimm ár sem við viljum halda í,“ bætir Arnar við. Hálfkák ekki í boði Menn mæta sem sagt ekki til leiks hugsandi um að halda fengnum hlut? Verandi 5-0 yfir í einvíginu. „Ég man ekki alveg hvort maður hefur verið í þessari stöðu áður sem leikmaður. En auðvitað ferðu kannski ekki af sama krafti í tæklingar og ferð mögulega í aðgerðir með einhverju hálfkáki. En það er bara ekki í boði í kvöld,“ „Við verðum að stíga á bensíngjöfina. Ég hef talað oft um það að útileikir eru bara allt annað dæmi. Þeir eru 5-0 undir og munu reyna að ná marki á fyrsta korterinu, vera aggressívir. Við þurfum að jafnast á við það og vera klókir í öllum okkar aðgerðum,“ segir Arnar. Leikur Santa Coloma og Víkings hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli Kjartansson mun hita upp fyrir leikinn ásamt sérfræðingum frá klukkan 17:30. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Víkingar njóta sín vel í fjallaloftinu á Pýreneafjallskaganum. Þeir höfðu rými til að mæta fyrr út en venjulega og nýttu sér það, ekki síst til að venjast þynnra lofti en menn eru vanir í flatlendi Reykjavíkur. „Þetta er bara mjög gott. Við tókum aðeins öðruvísi ferð en áður. Við flugum til Barcelona á mánudeginum og gistum þar eina nótt og vorum komnir snemma til Andorra. Einmitt bara út af aðeins öðruvísi aðstæðum, að menn þyrftu að venjast því að vera svona hátt uppi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við íþróttadeild Vísis. „Við höfum náð tveimur æfingum líka, við höfum venjulega bara náð einni æfingu fyrir þessa leiki erlendis. Við erum búnir að leggja aðeins meira í þessa ferð enda kannski aðeins meira undir,“ bætir hann við. Fríið kærkomið Það hafi komið sér vel að fá frí um helgina. Víkingur átti að mæta KR í Bestu deild karla en þeim leik frestað vegna mikilvægis Evrópueinvígisins. Víkingar eru nú aðeins leik kvöldsins frá sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. „Það var mjög gott. Við náðum fínni æfingu heima á sunnudeginum og gefur mönnum aðeins tækifæri til að hlaða batteríin fyrir þessa næstu lotu. Það núna náttúrulega Valsleikur á sunnudaginn en eftir það kemur fín hvíld í landsleikjahléinu. Við erum að hugsa þetta í ákveðnum lotum þessa stundina,“ segir Arnar. Ætlar ekki að hvíla menn Aðeins tvær umferðir eru eftir af Bestu deild karla fyrir skiptingu deildarkeppninnar í tvennt. Víkingur á að vísu þrjá leiki eftir vegna áðurnefndrar frestunar KR-leiksins, og baráttan er hörð við Breiðablik um efsta sæti deildarinnar. Víkingur á stórleik við Val á mánudaginn kemur en Arnar segir þann leik ekki vera í hans huga við liðsvalið í kvöld. „Nei. Þetta er alveg gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld. Það eru auðvitað einhverjar 99,9 prósent líkur á að við séum komnir áfram. En þetta skiptir miklu máli upp á seeding, stigasöfnun og þess háttar í Evrópukeppninni til að tryggja okkur betri stað á næsta ári, vonandi,“ segir Arnar. „Líka bara til að halda skriðþunganum gangandi. Þú vilt ekki fara inn í Valsleikinn með súrt bragð í munni hafandi sýnt lélega frammistöðu og þess háttar. Það er líka bara mikilvægt hvernig leikmenn og starfslið koma fram fyrir hönd klúbbsins. Við höfum sett ákveðin staðal síðustu fimm ár sem við viljum halda í,“ bætir Arnar við. Hálfkák ekki í boði Menn mæta sem sagt ekki til leiks hugsandi um að halda fengnum hlut? Verandi 5-0 yfir í einvíginu. „Ég man ekki alveg hvort maður hefur verið í þessari stöðu áður sem leikmaður. En auðvitað ferðu kannski ekki af sama krafti í tæklingar og ferð mögulega í aðgerðir með einhverju hálfkáki. En það er bara ekki í boði í kvöld,“ „Við verðum að stíga á bensíngjöfina. Ég hef talað oft um það að útileikir eru bara allt annað dæmi. Þeir eru 5-0 undir og munu reyna að ná marki á fyrsta korterinu, vera aggressívir. Við þurfum að jafnast á við það og vera klókir í öllum okkar aðgerðum,“ segir Arnar. Leikur Santa Coloma og Víkings hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli Kjartansson mun hita upp fyrir leikinn ásamt sérfræðingum frá klukkan 17:30.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira