Ekki einu sinni götusópararnir finna símann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2024 15:05 Sandra með símann sem hvarf henni sjónum í tökum í gær. Skemmtikrafturinn, framleiðandinn og leikarinn Sandra Barilli glataði símanum sínum við tökur á sjónvarpsþáttunum IceGuys í gær. Hún var í miðjum tökum með Herra Hnetusmjör og hafði í andartak lagt símann frá sér ofan á þaki bíls sem svo óheppilega vildi til að keyrði í burtu. „Ég hef enn ekki fundið hann. Hann er horfinn, hann hvarf og meira að segja götusóparar Reykjavíkur fundu hann ekki, þannig ég hef ekki hugmynd um hvar hann er,“ segir Sandra hlæjandi í samtali við Vísi. Hún hefur húmor fyrir óhappinu sem átti sér stað á Laufásvegi í gær. Þar var Sandra enn og aftur í landsþekktu hlutverki sínu sem umboðsmaðurinn Mollý í annarri seríu um strákabandið IceGuys sem nú er í bígerð. Ása Dýradóttir bassaleikari í Mammút og vinkona Söndru auglýsti eftir símanum í íbúahópi Miðborgarinnar. „Sæl öll, aðal konan mín setti síma á þak bíls á meðan hún var eitthvað að athafna sig kl 16:30 í gær á Laufásvegi fyrir neðan Söngskólann í Reykjavík, og bíllinn keyrði burt eins og bílar gera,“ skrifar Ása í færslunni. Þar kemur fram að líklegast hafi verið um ljósgráan smábíl að ræða, þó það sé ekki alveg víst. Síminn er iPhone, af gerðinni XS Max og er í fjólubláu hulstri. „Það er agalegt að fá ekki stöðug skilaboð frá henni yfir daginn, við leitum allra leiða til að finna blessaðan símann. Ef einhver hefur rekist á gripinn, endilega sendið mér skilaboð.“ „Ég var í tökum með Herra Hnetusmjör og ákvað að leggja hann frá mér ofan á bíl sem ég gerði síðast fyrir fimmtán árum,“ segir Sandra hlæjandi. „Ég hugsa bara að hann hafi verið að fara frá mér til þess að deyja, eins og köttur. Hann þorði ekki að gera það fyrir framan mig.“ Bíó og sjónvarp Grín og gaman Reykjavík Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
„Ég hef enn ekki fundið hann. Hann er horfinn, hann hvarf og meira að segja götusóparar Reykjavíkur fundu hann ekki, þannig ég hef ekki hugmynd um hvar hann er,“ segir Sandra hlæjandi í samtali við Vísi. Hún hefur húmor fyrir óhappinu sem átti sér stað á Laufásvegi í gær. Þar var Sandra enn og aftur í landsþekktu hlutverki sínu sem umboðsmaðurinn Mollý í annarri seríu um strákabandið IceGuys sem nú er í bígerð. Ása Dýradóttir bassaleikari í Mammút og vinkona Söndru auglýsti eftir símanum í íbúahópi Miðborgarinnar. „Sæl öll, aðal konan mín setti síma á þak bíls á meðan hún var eitthvað að athafna sig kl 16:30 í gær á Laufásvegi fyrir neðan Söngskólann í Reykjavík, og bíllinn keyrði burt eins og bílar gera,“ skrifar Ása í færslunni. Þar kemur fram að líklegast hafi verið um ljósgráan smábíl að ræða, þó það sé ekki alveg víst. Síminn er iPhone, af gerðinni XS Max og er í fjólubláu hulstri. „Það er agalegt að fá ekki stöðug skilaboð frá henni yfir daginn, við leitum allra leiða til að finna blessaðan símann. Ef einhver hefur rekist á gripinn, endilega sendið mér skilaboð.“ „Ég var í tökum með Herra Hnetusmjör og ákvað að leggja hann frá mér ofan á bíl sem ég gerði síðast fyrir fimmtán árum,“ segir Sandra hlæjandi. „Ég hugsa bara að hann hafi verið að fara frá mér til þess að deyja, eins og köttur. Hann þorði ekki að gera það fyrir framan mig.“
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Reykjavík Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira