Tíu ár síðan gaus í Holuhrauni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2024 15:13 Frá eldgosinu í Holuhrauni í nóvember 2014. Vísir/Egill Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst í Holuhrauni. Eldgosið stóð í tæplega hálft ár en frá þeim rann mesta hraun frá Skaftáreldum seint á átjándu öld. Flatarmálið þess er meira en Þingvallavatns. Mikil skjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst 2014. Til að byrja með var skjálftavirknin mest innan öskjunnar í fjallinu. Síðan tók virknin að færast til norðausturs, yfir Dyngjujökul og í átt að Holuhrauni. Jafnframt mældist stöðugur skjálftaórói innan Bárðarbunguöskjunnar. Mörg hundruð skjálftar voru skráðir á hverjum sólarhring, sá stærsti 5,7 stig, en hann átti sér stað 26. ágúst. Talið er að bergkvika hafi streymt úr kvikuhólfi undir Bárðarbungu og út í sprungusveim sem leiddi hana um 40 km leið að Holuhrauni. Fyrsta gosið þann 29. ágúst varð lítið hraungos sem stóð í nokkra klukkutíma en var forboði meiri tíðinda. Aðfaranótt 31. ágúst hófst öllu stærra gos sem náði hámarki á fyrsta degi en gaus kröftulega næstu vikur og mánuði. Hægja fór á gosinu í janúar 2015 og var goslokum lýst yfir þann 28. febrúar það ár. Gosið í Holuhrauni er með stærri hraungosum sem orðið hafa hérlendis á sögulegum tíma. Um mánaðamótin september-október 2014 var það farið að nálgast 50 km² að flatarmáli. Þá var það sambærilegt við Tröllahraun á Tungnáröræfum en það rann á árabilinu 1862-4 og er ættað frá goskerfi Bárðarbungu. Í fyrstu viku október náði Holuhraun Tröllahrauni að stærð og var þar með orðið mesta hraun landsins frá því Skaftáreldahraun rann. Þann 1. desember var flatarmálið komið yfir 75 km² og þann 1. febrúar 2015 var það 85 km². Í töflunni hér að neðan eru talin 12 víðáttumestu hraun sem runnið hafa frá landnámstíð og flatarmál þeirra. Þar sést að Holuhraun er í 5. sæti en er töluvert langt frá því að komast í eitt af toppsætunum. Flatarmál hrauna af vef Wikipedia þar sem fjallað er um Holuhraun.Wikipedia Meðalþykkt hraunsins er um 16 m. Þykktin er yfir 20 m á stórum svæðum og næst gígunum er hún yfir 40 metrar. Flatarmálið er 85 km² og rúmmál hraunsins þar af leiðandi 1,36 km³. Um tíma var rætt að hraunið fengi nafnið Nornahraun því í upphafi gossins bar talsvert á nornahári umhverfis gosstöðvarnar sem myndast hafði í kvikustrókunum. Örnafnanefnd og sveitarstjórn Skútustaðahrepps komst svo að þeirri niðurstöðu að nafnið Holuhraun skyldi haldast. Eldgos og jarðhræringar Tímamót Bárðarbunga Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Nýja gossprungan: Ótrúlegt sjónarspil í Holuhrauni Þórhallur Jónsson, ljósmyndari, flaug ásamt Arngrími Jóhannssyni yfir eldgosið í Holuhrauni laust fyrir hádegi í dag og náði Þórhallur þessum frábæru myndum af nýju sprungunni. 5. september 2014 15:50 Mögnuð myndbönd frá eldgosinu í Holuhrauni Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd. 4. september 2014 13:47 Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bretar hafa áhyggjur af flugumferð og Danir segja gosið ekki mjög öflugt. 29. ágúst 2014 10:57 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Mikil skjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst 2014. Til að byrja með var skjálftavirknin mest innan öskjunnar í fjallinu. Síðan tók virknin að færast til norðausturs, yfir Dyngjujökul og í átt að Holuhrauni. Jafnframt mældist stöðugur skjálftaórói innan Bárðarbunguöskjunnar. Mörg hundruð skjálftar voru skráðir á hverjum sólarhring, sá stærsti 5,7 stig, en hann átti sér stað 26. ágúst. Talið er að bergkvika hafi streymt úr kvikuhólfi undir Bárðarbungu og út í sprungusveim sem leiddi hana um 40 km leið að Holuhrauni. Fyrsta gosið þann 29. ágúst varð lítið hraungos sem stóð í nokkra klukkutíma en var forboði meiri tíðinda. Aðfaranótt 31. ágúst hófst öllu stærra gos sem náði hámarki á fyrsta degi en gaus kröftulega næstu vikur og mánuði. Hægja fór á gosinu í janúar 2015 og var goslokum lýst yfir þann 28. febrúar það ár. Gosið í Holuhrauni er með stærri hraungosum sem orðið hafa hérlendis á sögulegum tíma. Um mánaðamótin september-október 2014 var það farið að nálgast 50 km² að flatarmáli. Þá var það sambærilegt við Tröllahraun á Tungnáröræfum en það rann á árabilinu 1862-4 og er ættað frá goskerfi Bárðarbungu. Í fyrstu viku október náði Holuhraun Tröllahrauni að stærð og var þar með orðið mesta hraun landsins frá því Skaftáreldahraun rann. Þann 1. desember var flatarmálið komið yfir 75 km² og þann 1. febrúar 2015 var það 85 km². Í töflunni hér að neðan eru talin 12 víðáttumestu hraun sem runnið hafa frá landnámstíð og flatarmál þeirra. Þar sést að Holuhraun er í 5. sæti en er töluvert langt frá því að komast í eitt af toppsætunum. Flatarmál hrauna af vef Wikipedia þar sem fjallað er um Holuhraun.Wikipedia Meðalþykkt hraunsins er um 16 m. Þykktin er yfir 20 m á stórum svæðum og næst gígunum er hún yfir 40 metrar. Flatarmálið er 85 km² og rúmmál hraunsins þar af leiðandi 1,36 km³. Um tíma var rætt að hraunið fengi nafnið Nornahraun því í upphafi gossins bar talsvert á nornahári umhverfis gosstöðvarnar sem myndast hafði í kvikustrókunum. Örnafnanefnd og sveitarstjórn Skútustaðahrepps komst svo að þeirri niðurstöðu að nafnið Holuhraun skyldi haldast.
Eldgos og jarðhræringar Tímamót Bárðarbunga Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Nýja gossprungan: Ótrúlegt sjónarspil í Holuhrauni Þórhallur Jónsson, ljósmyndari, flaug ásamt Arngrími Jóhannssyni yfir eldgosið í Holuhrauni laust fyrir hádegi í dag og náði Þórhallur þessum frábæru myndum af nýju sprungunni. 5. september 2014 15:50 Mögnuð myndbönd frá eldgosinu í Holuhrauni Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd. 4. september 2014 13:47 Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bretar hafa áhyggjur af flugumferð og Danir segja gosið ekki mjög öflugt. 29. ágúst 2014 10:57 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Nýja gossprungan: Ótrúlegt sjónarspil í Holuhrauni Þórhallur Jónsson, ljósmyndari, flaug ásamt Arngrími Jóhannssyni yfir eldgosið í Holuhrauni laust fyrir hádegi í dag og náði Þórhallur þessum frábæru myndum af nýju sprungunni. 5. september 2014 15:50
Mögnuð myndbönd frá eldgosinu í Holuhrauni Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd. 4. september 2014 13:47
Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bretar hafa áhyggjur af flugumferð og Danir segja gosið ekki mjög öflugt. 29. ágúst 2014 10:57
Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28