Lýðheilsuhugsjónin Willum Þór Þórsson skrifar 30. ágúst 2024 07:32 Varhugaverð þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri í sölu og afhendingu áfengis hér á landi í formi netsölu. Um einkasölufyrirkomulag með áfengi á smásölustigi gilda lög. Markmið þeirra er að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist m.a. á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks. Fyrr í sumar sendi undirritaður bréf, til fjármála- og efnahagsráðherra sem fer með framkvæmd laga um verslun með áfengi og tóbak (afrit á dómsmálaráðherra), til þess að vekja máls á markmiðsákvæðum laganna, stefnu ríkisstjórnarinnar og þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Ásamt því að koma áfram ákalli félagasamtaka, heilbrigðisstétta og breiðfylkingu foreldrasamtaka um aðgerðir í þágu lýðheilsu. Íslenska forvarnarmódelið Síðustu áratugi hefur hér á landi verið unnið öflugt forvarnarstarf á sviði áfengis og tóbaksforvarna sem kallað er íslenska módelið. Meginmarkmið íslenska forvarnarmódelsins er að ná að virkja allt samfélagið í baráttunni gegn vímuefnum með samvinnu og verndandi þáttum. Okkur tókst, í samvinnu fjölmargra aðila sem starfa í nærumhverfi barna og með þátttöku ungmenna, foreldra og forráðamanna, að byggja undir fjölmarga verndandi þætti í umhverfi ungmenna sem rannsóknir sýna að hafi jákvæð og verndandi áhrif og draga þannig úr áhættuhegðun. Árangur okkar í áfengis-, vímuefna- og reykingaforvörnum ungmenna hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og þar er aðgangsstýring sterkasta vopnið. Þennan árangur megum við ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Íslenska forvarnarmódelið er ekki tímabundið átaksverkefni eða afmörkuð aðgerð heldur er það samofið samfélaginu og þeim viðhorfum sem við höfum tileinkað okkur. Íslensku samfélagi hefur, umfram flestar aðrar þjóðir, tekist að viðhalda einkasölufyrirkomulagi ríkisins á áfengi og hefur það sett okkur í öfundsverða stöðu. Fyrirkomulagið byggir á augljósum lýðheilsu- og samfélagsrökum sem felast í að takmarka aðgengi og draga þannig úr skaða af völdum neyslu áfengis. Í lögfræðiáliti sem unnið var að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra kemur skýrt fram að það fyrirkomulag netverslana sem þróast hefur hér á landi síðustu misseri sé í andstöðu við lög. Ákall samfélagsins Ákall samfélagsins um viðbrögð stjórnvalda er skýrt. Áskoranir hafa borist stjórnvöldum frá fjölmörgum fagfélögum og samtökum sem hafa látið þetta mikilvæga mál sig varða. Nú síðast hafa á annan tug félaga innan heilbrigðisstétta á Íslandi skorað á ríkisstjórnina að skera úr um lögmæti netsölu, fylgja eftir markmiðum gildandi laga um einkasölu ÁTVR á áfengi og hvika ekki frá gildandi lýðheilsustefnu til ársins 2030. Læknafélag Íslands hefur sent frá sér áskorun til alþingismanna um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka skaða af áfengisneyslu og tekur fram að þar sé stýring á aðgengi að áfengi sterkasta vopnið. Í áskorun félagsins er einnig tekið fram að aukið aðgengi að áfengi, eins og netverslun og heimsending, sé til þess fallið að valda enn meiri skaða í samfélaginu. Þá hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorað á bæði Alþingi að standa vörð um lýðheilsustefnu og heilbrigðisstefnu til 2030 og hvatt ríkisstjórnina til að halda sig við lýðheilsumarkmið stjórnarsáttmálans og standa þannig með heilsu og velferð þjóðarinnar. Sömu sögu er að segja af Félagi lýðheilsufræðinga sem hvetur alla alþingismenn til að standa vörð um lýðheilsu. Breiðfylking foreldrasamtaka hefur barist ötullega fyrir því að brugðist verði við þessari þróun og hafa jafnframt skorað á alþingismenn að standa vörð um einkasölu ríkisins á áfengi. Verjum góðan árangur Það verða alltaf sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar að leggja aukna áherslu á lýðheilsu og forvarnir. Rannsóknir á sviði lýðheilsumála hafa sýnt að takmarkanir á aðgengi að áfengi eru meðal öflugustu forvarnaraðgerða sem við eigum og hefur verið staðfest að þær hafa áhrif til að draga úr neyslu áfengis. Verjum þann góða árangur sem við höfum náð og viðhöldum því einkasölufyrirkomulagi sem reynst hefur vel. Brýnt er að herða framkvæmd gildandi reglna með það að markmiði að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað varðandi aðgengi að áfengi. Sama hvernig á það er litið, þá hlýtur lýðheilsa þjóðarinnar að vega mun þyngra en verslunarfrelsi og markaðsvæðing EES á áfengissölu. Höfundur er heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Willum Þór Þórsson Verslun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Varhugaverð þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri í sölu og afhendingu áfengis hér á landi í formi netsölu. Um einkasölufyrirkomulag með áfengi á smásölustigi gilda lög. Markmið þeirra er að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist m.a. á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks. Fyrr í sumar sendi undirritaður bréf, til fjármála- og efnahagsráðherra sem fer með framkvæmd laga um verslun með áfengi og tóbak (afrit á dómsmálaráðherra), til þess að vekja máls á markmiðsákvæðum laganna, stefnu ríkisstjórnarinnar og þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Ásamt því að koma áfram ákalli félagasamtaka, heilbrigðisstétta og breiðfylkingu foreldrasamtaka um aðgerðir í þágu lýðheilsu. Íslenska forvarnarmódelið Síðustu áratugi hefur hér á landi verið unnið öflugt forvarnarstarf á sviði áfengis og tóbaksforvarna sem kallað er íslenska módelið. Meginmarkmið íslenska forvarnarmódelsins er að ná að virkja allt samfélagið í baráttunni gegn vímuefnum með samvinnu og verndandi þáttum. Okkur tókst, í samvinnu fjölmargra aðila sem starfa í nærumhverfi barna og með þátttöku ungmenna, foreldra og forráðamanna, að byggja undir fjölmarga verndandi þætti í umhverfi ungmenna sem rannsóknir sýna að hafi jákvæð og verndandi áhrif og draga þannig úr áhættuhegðun. Árangur okkar í áfengis-, vímuefna- og reykingaforvörnum ungmenna hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og þar er aðgangsstýring sterkasta vopnið. Þennan árangur megum við ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Íslenska forvarnarmódelið er ekki tímabundið átaksverkefni eða afmörkuð aðgerð heldur er það samofið samfélaginu og þeim viðhorfum sem við höfum tileinkað okkur. Íslensku samfélagi hefur, umfram flestar aðrar þjóðir, tekist að viðhalda einkasölufyrirkomulagi ríkisins á áfengi og hefur það sett okkur í öfundsverða stöðu. Fyrirkomulagið byggir á augljósum lýðheilsu- og samfélagsrökum sem felast í að takmarka aðgengi og draga þannig úr skaða af völdum neyslu áfengis. Í lögfræðiáliti sem unnið var að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra kemur skýrt fram að það fyrirkomulag netverslana sem þróast hefur hér á landi síðustu misseri sé í andstöðu við lög. Ákall samfélagsins Ákall samfélagsins um viðbrögð stjórnvalda er skýrt. Áskoranir hafa borist stjórnvöldum frá fjölmörgum fagfélögum og samtökum sem hafa látið þetta mikilvæga mál sig varða. Nú síðast hafa á annan tug félaga innan heilbrigðisstétta á Íslandi skorað á ríkisstjórnina að skera úr um lögmæti netsölu, fylgja eftir markmiðum gildandi laga um einkasölu ÁTVR á áfengi og hvika ekki frá gildandi lýðheilsustefnu til ársins 2030. Læknafélag Íslands hefur sent frá sér áskorun til alþingismanna um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka skaða af áfengisneyslu og tekur fram að þar sé stýring á aðgengi að áfengi sterkasta vopnið. Í áskorun félagsins er einnig tekið fram að aukið aðgengi að áfengi, eins og netverslun og heimsending, sé til þess fallið að valda enn meiri skaða í samfélaginu. Þá hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorað á bæði Alþingi að standa vörð um lýðheilsustefnu og heilbrigðisstefnu til 2030 og hvatt ríkisstjórnina til að halda sig við lýðheilsumarkmið stjórnarsáttmálans og standa þannig með heilsu og velferð þjóðarinnar. Sömu sögu er að segja af Félagi lýðheilsufræðinga sem hvetur alla alþingismenn til að standa vörð um lýðheilsu. Breiðfylking foreldrasamtaka hefur barist ötullega fyrir því að brugðist verði við þessari þróun og hafa jafnframt skorað á alþingismenn að standa vörð um einkasölu ríkisins á áfengi. Verjum góðan árangur Það verða alltaf sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar að leggja aukna áherslu á lýðheilsu og forvarnir. Rannsóknir á sviði lýðheilsumála hafa sýnt að takmarkanir á aðgengi að áfengi eru meðal öflugustu forvarnaraðgerða sem við eigum og hefur verið staðfest að þær hafa áhrif til að draga úr neyslu áfengis. Verjum þann góða árangur sem við höfum náð og viðhöldum því einkasölufyrirkomulagi sem reynst hefur vel. Brýnt er að herða framkvæmd gildandi reglna með það að markmiði að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað varðandi aðgengi að áfengi. Sama hvernig á það er litið, þá hlýtur lýðheilsa þjóðarinnar að vega mun þyngra en verslunarfrelsi og markaðsvæðing EES á áfengissölu. Höfundur er heilbrigðisráðherra
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun