Arnar um komandi Evrópuleiki Víkinga: „Mjög spennuþrunginn dráttur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2024 23:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er spenntur fyrir komandi verkefnum. Vísir/Diego Í dag varð ljóst hvaða liðum Víkingur mætir í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeirra bíður ferðalag víða um álfuna. Breytt fyrirkomulag er á Sambandsdeildinni þetta árið líkt og í öðrum keppnum á vegum UEFA, knattspyrnusambands Evrópu. Riðlakeppnin er á brott og nú verður spilað í einni stórri deildarkeppni. Það munu hins vegar ekki allir spila við alla heldur mun hvert lið spila sex leiki við sex mismunandi mótherja, einn úr hverjum styrkleikaflokki. Þrír leikjanna fara fram á heimavelli og þrír að heiman. Kári Árnason. yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, var fulltrúi liðsins á drætti dagsins en tvö fyrrum félög hans bíða Víkinga. Djurgården frá Svíþjóð og Omonia Nicosia frá Kýpur. Víkingur á þrjá heimaleiki í deildarkeppninni. Djurgården er á leið hingað til lands sem og Cercle Brugge frá Belgíu sem og lið Borac frá Bosníu. Útileikirnir eru hins vegar á víð og dreif um Evrópu. Víkingar heimsækja LASK frá Linz í Austurríki, þá fer það einnig suður til Kýpur að spila við fyrrum lið Kára og að lokum er það lið Noah frá Armeníu en Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu í dag. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stórliðin sem þeir vildu í Chelsea eða Fiorentina þá lítur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, á björtu hliðarnar á þessu öllu saman. „Þetta var mjög spennuþrunginn dráttur, tók meir á en að þjálfa leik í Evrópu. Var hrikalega spennandi. Fljótt á litið er þetta nokkuð sexí – ekki nafnalega séð – en sexí að því leyti að við teljum okkur eiga möguleika á að fá einhver stig í þessari keppni. Snýst þetta ekki um það?“ „Að fá Belgana heim í allskonar aðstæðum er bara gaman. Djurgården, liðið hans Kára og LASK er ekki mest sexí liðið úr efst potti en klárlega það lið sem við eigum mesta möguleika á móti úr þeim potti. Held að allir Víkingar geti verið ánægður með þetta,“ sagði Arnar að lokum en viðtalið sem og frétt Stöðvar 2 um dráttinn má sjá hér að ofan. Allir leikir Víkings í Sambandsdeildinni verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. Fótbolti Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Sjá meira
Breytt fyrirkomulag er á Sambandsdeildinni þetta árið líkt og í öðrum keppnum á vegum UEFA, knattspyrnusambands Evrópu. Riðlakeppnin er á brott og nú verður spilað í einni stórri deildarkeppni. Það munu hins vegar ekki allir spila við alla heldur mun hvert lið spila sex leiki við sex mismunandi mótherja, einn úr hverjum styrkleikaflokki. Þrír leikjanna fara fram á heimavelli og þrír að heiman. Kári Árnason. yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, var fulltrúi liðsins á drætti dagsins en tvö fyrrum félög hans bíða Víkinga. Djurgården frá Svíþjóð og Omonia Nicosia frá Kýpur. Víkingur á þrjá heimaleiki í deildarkeppninni. Djurgården er á leið hingað til lands sem og Cercle Brugge frá Belgíu sem og lið Borac frá Bosníu. Útileikirnir eru hins vegar á víð og dreif um Evrópu. Víkingar heimsækja LASK frá Linz í Austurríki, þá fer það einnig suður til Kýpur að spila við fyrrum lið Kára og að lokum er það lið Noah frá Armeníu en Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu í dag. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stórliðin sem þeir vildu í Chelsea eða Fiorentina þá lítur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, á björtu hliðarnar á þessu öllu saman. „Þetta var mjög spennuþrunginn dráttur, tók meir á en að þjálfa leik í Evrópu. Var hrikalega spennandi. Fljótt á litið er þetta nokkuð sexí – ekki nafnalega séð – en sexí að því leyti að við teljum okkur eiga möguleika á að fá einhver stig í þessari keppni. Snýst þetta ekki um það?“ „Að fá Belgana heim í allskonar aðstæðum er bara gaman. Djurgården, liðið hans Kára og LASK er ekki mest sexí liðið úr efst potti en klárlega það lið sem við eigum mesta möguleika á móti úr þeim potti. Held að allir Víkingar geti verið ánægður með þetta,“ sagði Arnar að lokum en viðtalið sem og frétt Stöðvar 2 um dráttinn má sjá hér að ofan. Allir leikir Víkings í Sambandsdeildinni verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Sjá meira