Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 23:13 Aðgerðarsinnar sem berjast gegn þungunarrofi voru ekki par sáttir þegar Trump virtist gefa í skyn að hann ætlaði að greiða atkvæði með tillögu um að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í Flórída. Hann hefur nú tekið af allan vafa um það. AP/Charlie Neibergall Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér. Repúblikanar í Flórída samþykkti ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum eftir að hæstiréttur landsins afnam rétt kvenna til þess fyrir tveimur árum. Þungunarrof þar er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu. Trump skipaði þrjá af sex hæstaréttardómurum sem kusu með því að afnema réttinn og hefur hreykt sér af því. Kjósendur í Flórída greiða atkvæði um breytingartillögu við stjórnarskrá ríkisins sem lögfesti rétt kvenna til þungunarrofs og felldi bannið úr gildi samhliða forseta- og þingkosningunum í nóvember. Afstaða Trump, sem er búsettur í Flórída, til tillögunnar var nokkuð óljós eftir að hann virtist gefa til kynna að hann ætlaði að greiða atkvæði með henni í gær. Það reitti stuðningsmenn hans úr röðum harðra andstæðinga þungunarrofs til reiði. Í viðtali við Fox-fréttastöðina í dag að sagði Trump að hann teldi sex vikna bannið í Flórída ganga of langt. Á móti nefndi hann að hann teldi demókrata of ofstækisfulla og fór enn með lygar um að þeir vildu leyfa „þungunarrof“ jafnvel eftir að barn er komið í heiminn. „Af þeirri ástæðu ætla ég að greiða atkvæði á móti,“ sagði Trump. Valið skýrt Í yfirlýsingu sem Kamala Harris, forsetaefni demókrata, sendi frá sér sagði hún að Trump hefði gert afstöðu sína til þungunarrofs morgunljósa og að hann ætlaði sér að styðja öfgafull boð og bönn. Næst ætluðu hann og repúblikanar að þrengja að aðgangi að getnaðarvörnum og frjósemismeðferðum. Valið í kosningunum væri skýrt. „Ég treysti konum til þess að taka sínar eigin ákvarðanir um heilsu sína og ég tel að ríkisvaldið ætti aldrei að koma upp á milli konu og læknis hennar,“ sagði Harris. Donald Trump Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Sjá meira
Repúblikanar í Flórída samþykkti ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum eftir að hæstiréttur landsins afnam rétt kvenna til þess fyrir tveimur árum. Þungunarrof þar er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu. Trump skipaði þrjá af sex hæstaréttardómurum sem kusu með því að afnema réttinn og hefur hreykt sér af því. Kjósendur í Flórída greiða atkvæði um breytingartillögu við stjórnarskrá ríkisins sem lögfesti rétt kvenna til þungunarrofs og felldi bannið úr gildi samhliða forseta- og þingkosningunum í nóvember. Afstaða Trump, sem er búsettur í Flórída, til tillögunnar var nokkuð óljós eftir að hann virtist gefa til kynna að hann ætlaði að greiða atkvæði með henni í gær. Það reitti stuðningsmenn hans úr röðum harðra andstæðinga þungunarrofs til reiði. Í viðtali við Fox-fréttastöðina í dag að sagði Trump að hann teldi sex vikna bannið í Flórída ganga of langt. Á móti nefndi hann að hann teldi demókrata of ofstækisfulla og fór enn með lygar um að þeir vildu leyfa „þungunarrof“ jafnvel eftir að barn er komið í heiminn. „Af þeirri ástæðu ætla ég að greiða atkvæði á móti,“ sagði Trump. Valið skýrt Í yfirlýsingu sem Kamala Harris, forsetaefni demókrata, sendi frá sér sagði hún að Trump hefði gert afstöðu sína til þungunarrofs morgunljósa og að hann ætlaði sér að styðja öfgafull boð og bönn. Næst ætluðu hann og repúblikanar að þrengja að aðgangi að getnaðarvörnum og frjósemismeðferðum. Valið í kosningunum væri skýrt. „Ég treysti konum til þess að taka sínar eigin ákvarðanir um heilsu sína og ég tel að ríkisvaldið ætti aldrei að koma upp á milli konu og læknis hennar,“ sagði Harris.
Donald Trump Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Sjá meira