Uppgjörið: Valur - Spacva Vinkovci 34-25 | Valsmenn með annan fótinn í Evrópudeildina Þorsteinn Hjálmsson skrifar 31. ágúst 2024 19:05 Frá leiknum í dag. Vísir/Lýður Heide Valur fer með níu marka forystu út til Króatíu eftir fyrri umspilsleik liðsins gegn RK Bjelin Spacva Vinkovci um laust sæti í Evrópudeildinni í handbolta í vetur. Lokatölur 34-25. Valsmenn hófu leikinn þó hræðilega og var staðan 0-6 eftir níu mínútna leik og á þeim kafla hafði liðið til að mynda tapað boltanum nokkrum sinnum og klúðrað tveimur vítum. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og kom fyrsta mark Vals strax í kjölfarið. Það var hart barist í leiknum í dag.Vísir/Lýður Heide Heimamönnum tókst hægt og bítandi að saxa á forystu Króatana, en aðeins tveggja marka munur var á liðunum á 25. mínútu í stöðunni 10-12. Gestirnir náðu þó að fara með þriggja marka forystu inn í hálfleikinn, staðan 13-16 í hálfleik. Heimamenn stigu bensínið í botn við upphafsflaut síðari hálfleiksins og voru komnir yfir eftir aðeins fimm mínútur, staðan 19-18. Leikmenn Vals keyrðu hreinlega hraðan í leiknum upp úr öllu valdi og réðu gestirnir ekki við eitt né neitt í þessu aðstæðum sem Valsmenn höfðu myndað. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var munurinn orðinn sjö mörk. Ísak Gústafsson við það að skora fyrir Valsmenn í dag.Vísir/Lýður Heide Valsmenn slökuðu full mikið á á lokakaflanum og buðu gestunum í raun að fara með betri stöðu heim heldur en þeir áttu skilið. Valsarar náðu þó á endanum að bæta örlítið í og lauk leiknum með níu marka sigri. Atvik leiksins Leikhlé Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, eftir aðeins níu mínútur kveikti í Valsliðinu. Allt annað lið kom til leiks þá eftir herfilegar upphafsmínútur. Stjörnur og skúrkar Nýr fyrirliði Vals, Róbert Aron Hostert, kom mjög öflugur inn í vörn Vals í síðari hálfleik og var uppspretta nokkurra hraðaupphlaupa og auðveldra marka hjá heimamönnum. Björgvin Páll Gústavsson átti svo algjöran stórleik í síðari hálfleik og lokaði markinu á löngum köflum, 16 varðir boltar í leiknum hjá landsliðsmarkverðinum. Kristófer Máni Jónasson í hraðaupphlaupi.Vísir/Lýður Heide Annars átti allt lið Vals frábæran seinni hálfleik eftir vonbrigða byrjun á leiknum. Dómarar Litháenska dómaraparið átti góðan leik í dag. Létu ekki gabba sig í brottvísanir á Valsarar þegar gestirnir beittu leikrænum tilburðum hvort sem það var í vörn eða sókn. Stemning og umgjörð Frábær umgjörð hjá Val. Blái dúkurinn á gólfinu, allar stúkur dregnar út, flottar veitingar í föstu- sem og í vökvaformi. Evrópubikarinn til sýnis þegar maður gekk inn í salinn og allt tipp topp. Hins vegar var mæting Valsara ekki tipp topp. Afsakanir stuðningsmanna Vals fyrir því að styðja ekki betur við mörg hver lið sín er á þrotum. Um var að ræða fyrsta heimaleik karlaliðs Vals í handbolta síðan liðið sigraði Olympiacos í úrslitum Evrópubikarsins í vor og átti liðið skilið meiri áhuga og stuðning. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, taldi þessa dræmu mætingu hafa haft áhrif á frammistöðu liðsins í upphafi leiks til að mynda. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Það hafði smá áhrif að það voru engin læti“ Valur vann stórsigur á RK Bjelin Spacva Vinkovci að Hlíðarenda í kvöld í fyrri umspilsleik liðanna um laust sæti í Evrópudeildinni í handbolta í vetur. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari var ekki ánægður með mætingu stuðningsmanna Vals. 31. ágúst 2024 19:46
Valur fer með níu marka forystu út til Króatíu eftir fyrri umspilsleik liðsins gegn RK Bjelin Spacva Vinkovci um laust sæti í Evrópudeildinni í handbolta í vetur. Lokatölur 34-25. Valsmenn hófu leikinn þó hræðilega og var staðan 0-6 eftir níu mínútna leik og á þeim kafla hafði liðið til að mynda tapað boltanum nokkrum sinnum og klúðrað tveimur vítum. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og kom fyrsta mark Vals strax í kjölfarið. Það var hart barist í leiknum í dag.Vísir/Lýður Heide Heimamönnum tókst hægt og bítandi að saxa á forystu Króatana, en aðeins tveggja marka munur var á liðunum á 25. mínútu í stöðunni 10-12. Gestirnir náðu þó að fara með þriggja marka forystu inn í hálfleikinn, staðan 13-16 í hálfleik. Heimamenn stigu bensínið í botn við upphafsflaut síðari hálfleiksins og voru komnir yfir eftir aðeins fimm mínútur, staðan 19-18. Leikmenn Vals keyrðu hreinlega hraðan í leiknum upp úr öllu valdi og réðu gestirnir ekki við eitt né neitt í þessu aðstæðum sem Valsmenn höfðu myndað. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var munurinn orðinn sjö mörk. Ísak Gústafsson við það að skora fyrir Valsmenn í dag.Vísir/Lýður Heide Valsmenn slökuðu full mikið á á lokakaflanum og buðu gestunum í raun að fara með betri stöðu heim heldur en þeir áttu skilið. Valsarar náðu þó á endanum að bæta örlítið í og lauk leiknum með níu marka sigri. Atvik leiksins Leikhlé Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, eftir aðeins níu mínútur kveikti í Valsliðinu. Allt annað lið kom til leiks þá eftir herfilegar upphafsmínútur. Stjörnur og skúrkar Nýr fyrirliði Vals, Róbert Aron Hostert, kom mjög öflugur inn í vörn Vals í síðari hálfleik og var uppspretta nokkurra hraðaupphlaupa og auðveldra marka hjá heimamönnum. Björgvin Páll Gústavsson átti svo algjöran stórleik í síðari hálfleik og lokaði markinu á löngum köflum, 16 varðir boltar í leiknum hjá landsliðsmarkverðinum. Kristófer Máni Jónasson í hraðaupphlaupi.Vísir/Lýður Heide Annars átti allt lið Vals frábæran seinni hálfleik eftir vonbrigða byrjun á leiknum. Dómarar Litháenska dómaraparið átti góðan leik í dag. Létu ekki gabba sig í brottvísanir á Valsarar þegar gestirnir beittu leikrænum tilburðum hvort sem það var í vörn eða sókn. Stemning og umgjörð Frábær umgjörð hjá Val. Blái dúkurinn á gólfinu, allar stúkur dregnar út, flottar veitingar í föstu- sem og í vökvaformi. Evrópubikarinn til sýnis þegar maður gekk inn í salinn og allt tipp topp. Hins vegar var mæting Valsara ekki tipp topp. Afsakanir stuðningsmanna Vals fyrir því að styðja ekki betur við mörg hver lið sín er á þrotum. Um var að ræða fyrsta heimaleik karlaliðs Vals í handbolta síðan liðið sigraði Olympiacos í úrslitum Evrópubikarsins í vor og átti liðið skilið meiri áhuga og stuðning. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, taldi þessa dræmu mætingu hafa haft áhrif á frammistöðu liðsins í upphafi leiks til að mynda.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Það hafði smá áhrif að það voru engin læti“ Valur vann stórsigur á RK Bjelin Spacva Vinkovci að Hlíðarenda í kvöld í fyrri umspilsleik liðanna um laust sæti í Evrópudeildinni í handbolta í vetur. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari var ekki ánægður með mætingu stuðningsmanna Vals. 31. ágúst 2024 19:46
„Það hafði smá áhrif að það voru engin læti“ Valur vann stórsigur á RK Bjelin Spacva Vinkovci að Hlíðarenda í kvöld í fyrri umspilsleik liðanna um laust sæti í Evrópudeildinni í handbolta í vetur. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari var ekki ánægður með mætingu stuðningsmanna Vals. 31. ágúst 2024 19:46
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti