Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Kristján Már Unnarsson skrifar 1. september 2024 23:00 Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyri: „Akureyringarnir halda svolítið fast í það að hér sé vagga flugsins.“ Egill Aðalsteinsson Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. Það er óumdeilt að fyrsta flugið var í Vatnsmýrinni í Reykjavík og þar sýnir formaður Íslenska flugsögufélagsins okkur minnisvarða sem á stendur: Fyrsta flug á Íslandi 3. 9. 1919. Fyrsta flugvél Íslendinga flaug úr í Vatnsmýrinni í Reykjavík árið 1919. Hún var af gerðinni Avro 504.Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn,” segir Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, í fréttum Stöðvar 2. Og það er vitað nokkurn veginn hvar flugvélin hóf sig fyrst til flugs í Vatnsmýrinni. Sigurjón segir að með ljósmyndum sem teknar voru á fyrstu dögum flugsins sé nokkurn veginn hægt að festa staðsetninguna. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins: „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn.”Egill Aðalsteinsson Þessi fyrsta tilraun Íslendinga til flugs reyndist heldur endasleppt. Ári eftir stofnun þessa fyrsta Flugfélags Íslands var það komið í þrot. Næsta tilraun var einnig gerð í Reykjavík; með stofnun Flugfélags Íslands númer tvö árið 1928. En það fór á sama veg. Það fór líka á hausinn. En þá var röðin komin að Norðlendingum. Við Strandgötuna á Akureyri stendur minnisvarði í fjöruborðinu sem Flugleiðir gáfu árið 1987 í tilefni af hálfrar aldar sögu samfellds atvinnuflugs á Íslandi og er ákveðin viðurkenning á stórmerkum þætti Akureyringa í flugsögunni. Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands.Egill Aðalsteinsson Agnar Kofoed Hansen, nýkominn frá Danmörku úr flugnámi, átti frumkvæðið. „Hann kemur til manna í Reykjavík en fær engar undirtektir. Menn voru búnir að brenna sig tvisvar á því að setja peninga í flugfélag þar. Hann kemur til Akureyrar og fær góðar viðtökur hjá kaupfélagsstjóranum Vilhjálmi Þór,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Flugfélag Akureyrar var stofnað árið 1937, það keypti flugvélina TF-ÖRN og byggði flugskýli yfir hana við Hafnarstræti á Akureyri. „Þetta verður síðan Flugfélag Íslands, sem sameinast svo Loftleiðum 1973 og verður Flugleiðir og er í dag Icelandair,“ segir Hörður. TF-ÖRN, fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar, af gerðinni WACO YKS-7. Hún telst jafnframt fyrsta flugvél Icelandair.Minjasafn Akureyrar/Flugsafn Íslands En er þá hægt að segja að vagga atvinnuflugsins sé á Akureyri? „Agnar Kofoed Hansen segir sjálfur við vígslu Akureyrarflugvallar að hér sé vagga flugsins. Hann hafði auðvitað ekki gleymt því hvaðan fjármunirnir höfðu komið til þess að endurreisa flugið á Íslandi 1937,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. „Þannig að Akureyringarnir halda svolítið fast í það að hér sé vagga flugsins. En ég vil einhvern veginn bara horfa svolítið á það að vagga flugsins er á mörgum stöðum. Ef þú ætlar að hafa vöggu flugsins bara á einum stað þá flýgurðu bara í hringi,“ segir Steinunn María. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar um Flugþjóðina, sem hefst á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld klukkan 19:10, verður fjallað um bernskuár flugsins á Íslandi. Hér er kynningarstikla Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Söfn Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Það er óumdeilt að fyrsta flugið var í Vatnsmýrinni í Reykjavík og þar sýnir formaður Íslenska flugsögufélagsins okkur minnisvarða sem á stendur: Fyrsta flug á Íslandi 3. 9. 1919. Fyrsta flugvél Íslendinga flaug úr í Vatnsmýrinni í Reykjavík árið 1919. Hún var af gerðinni Avro 504.Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn,” segir Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, í fréttum Stöðvar 2. Og það er vitað nokkurn veginn hvar flugvélin hóf sig fyrst til flugs í Vatnsmýrinni. Sigurjón segir að með ljósmyndum sem teknar voru á fyrstu dögum flugsins sé nokkurn veginn hægt að festa staðsetninguna. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins: „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn.”Egill Aðalsteinsson Þessi fyrsta tilraun Íslendinga til flugs reyndist heldur endasleppt. Ári eftir stofnun þessa fyrsta Flugfélags Íslands var það komið í þrot. Næsta tilraun var einnig gerð í Reykjavík; með stofnun Flugfélags Íslands númer tvö árið 1928. En það fór á sama veg. Það fór líka á hausinn. En þá var röðin komin að Norðlendingum. Við Strandgötuna á Akureyri stendur minnisvarði í fjöruborðinu sem Flugleiðir gáfu árið 1987 í tilefni af hálfrar aldar sögu samfellds atvinnuflugs á Íslandi og er ákveðin viðurkenning á stórmerkum þætti Akureyringa í flugsögunni. Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands.Egill Aðalsteinsson Agnar Kofoed Hansen, nýkominn frá Danmörku úr flugnámi, átti frumkvæðið. „Hann kemur til manna í Reykjavík en fær engar undirtektir. Menn voru búnir að brenna sig tvisvar á því að setja peninga í flugfélag þar. Hann kemur til Akureyrar og fær góðar viðtökur hjá kaupfélagsstjóranum Vilhjálmi Þór,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Flugfélag Akureyrar var stofnað árið 1937, það keypti flugvélina TF-ÖRN og byggði flugskýli yfir hana við Hafnarstræti á Akureyri. „Þetta verður síðan Flugfélag Íslands, sem sameinast svo Loftleiðum 1973 og verður Flugleiðir og er í dag Icelandair,“ segir Hörður. TF-ÖRN, fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar, af gerðinni WACO YKS-7. Hún telst jafnframt fyrsta flugvél Icelandair.Minjasafn Akureyrar/Flugsafn Íslands En er þá hægt að segja að vagga atvinnuflugsins sé á Akureyri? „Agnar Kofoed Hansen segir sjálfur við vígslu Akureyrarflugvallar að hér sé vagga flugsins. Hann hafði auðvitað ekki gleymt því hvaðan fjármunirnir höfðu komið til þess að endurreisa flugið á Íslandi 1937,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. „Þannig að Akureyringarnir halda svolítið fast í það að hér sé vagga flugsins. En ég vil einhvern veginn bara horfa svolítið á það að vagga flugsins er á mörgum stöðum. Ef þú ætlar að hafa vöggu flugsins bara á einum stað þá flýgurðu bara í hringi,“ segir Steinunn María. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar um Flugþjóðina, sem hefst á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld klukkan 19:10, verður fjallað um bernskuár flugsins á Íslandi. Hér er kynningarstikla Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Söfn Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44