Hvetur Íslendinga til að minnast Sarkic sem var í fríi með íslenskri konu Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 11:03 Matija Sarkic í síðasta landsleik sínum fyrir Svartfjallaland, þar sem hann var maður leiksins í tapi gegn Belgum. Getty/Alex Gottschalk Svartfellingar mæta Íslendingum á Laugardalsvelli á föstudaginn í sínum fyrsta leik eftir andlát markvarðar liðsins, Matija Sarkic, sem lést í júní 26 ára að aldri. Leikurinn á föstudag er í fyrstu umferð Þjóðadeildar karla í fótbolta og kom íslenska liðið saman til æfinga í Reykjavík í gær. Gestirnir frá Svartfjallalandi eru svo væntanlegir en þeir verða án Sarkic sem hafði verið besti maður liðsins í síðasta landsleik sem hann spilaði, 2-0 tapi gegn stórliði Belga 5. júní. Tíu dögum eftir þann leik lést Sarkic en hann var þá í sumarfríi með kærustu sinni Phoebe, gömlum liðsfélaga úr Aston Villa, Oscar Borg (fyrrverandi leikmanni Stjörnunnar og Hauka), og íslenskri kærustu Borgs, Þórhildi Björgvinsdóttur, í bænum Budva í Svartfjallalandi. Fjölskyldu hans var tjáð að hann hefði fengið skyndilega hjartabilun. Blaðamaðurinn Vladimir Novak skrifar grein um svartfellska liðið í Morgunblaðinu í dag og hvetur þar Knattspyrnusamband Íslands til þess að minnast Sarkic. „Á heimaleiknum gegn Wales næsta mánudag verður einnar mínútu þögn, eða einnar mínútu klapp, til heiðurs Matija Sarkic. Ég þekki ekki reglur UEFA um slíkt en það yrði fallega gert af Knattspyrnusambandi Íslands ef það hefði mínútu þögn til heiðurs Matija Sarkic á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið,“ skrifar Novak. Leikmenn Wolves og Chelsea heiðruðu minningu Matija Sarkic fyrir leik sinn í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, en Sarkic var á sínum tíma leikmaður Wolves.Getty/Malcolm Couzens Sarkic var leikmaður Millwall á Englandi þegar hann lést, en hafði áður verið á mála hjá bæði Wolves og Aston Villa og farið víða um England sem lánsmaður. Hans var því víða minnst á leikvöngum á Englandi þegar leiktíðin þar hófst í ágúst. Jovetic enn stærsta stjarna liðsins Novak bendir á að nokkra leikmenn vanti í svartfellska hópinn vegna meiðsla og að óvissa ríki um miðvörðinn þekkta Stefan Savic, sem lengi lék í vörn Atlético Madrid, en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hann er nú orðinn leikmaður Trabzonspor í Tyrklandi. Stærsta stjarna Svartfjallalands sé hins vegar enn Stevan Jovetic, sem verður 35 ára í haust. Hann er án félags eftir að hafa síðast leikið með Olympiacos, en lék áður með liðum á borð við Fiorentina, Manchester City, Inter og Monaco. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Leikurinn á föstudag er í fyrstu umferð Þjóðadeildar karla í fótbolta og kom íslenska liðið saman til æfinga í Reykjavík í gær. Gestirnir frá Svartfjallalandi eru svo væntanlegir en þeir verða án Sarkic sem hafði verið besti maður liðsins í síðasta landsleik sem hann spilaði, 2-0 tapi gegn stórliði Belga 5. júní. Tíu dögum eftir þann leik lést Sarkic en hann var þá í sumarfríi með kærustu sinni Phoebe, gömlum liðsfélaga úr Aston Villa, Oscar Borg (fyrrverandi leikmanni Stjörnunnar og Hauka), og íslenskri kærustu Borgs, Þórhildi Björgvinsdóttur, í bænum Budva í Svartfjallalandi. Fjölskyldu hans var tjáð að hann hefði fengið skyndilega hjartabilun. Blaðamaðurinn Vladimir Novak skrifar grein um svartfellska liðið í Morgunblaðinu í dag og hvetur þar Knattspyrnusamband Íslands til þess að minnast Sarkic. „Á heimaleiknum gegn Wales næsta mánudag verður einnar mínútu þögn, eða einnar mínútu klapp, til heiðurs Matija Sarkic. Ég þekki ekki reglur UEFA um slíkt en það yrði fallega gert af Knattspyrnusambandi Íslands ef það hefði mínútu þögn til heiðurs Matija Sarkic á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið,“ skrifar Novak. Leikmenn Wolves og Chelsea heiðruðu minningu Matija Sarkic fyrir leik sinn í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, en Sarkic var á sínum tíma leikmaður Wolves.Getty/Malcolm Couzens Sarkic var leikmaður Millwall á Englandi þegar hann lést, en hafði áður verið á mála hjá bæði Wolves og Aston Villa og farið víða um England sem lánsmaður. Hans var því víða minnst á leikvöngum á Englandi þegar leiktíðin þar hófst í ágúst. Jovetic enn stærsta stjarna liðsins Novak bendir á að nokkra leikmenn vanti í svartfellska hópinn vegna meiðsla og að óvissa ríki um miðvörðinn þekkta Stefan Savic, sem lengi lék í vörn Atlético Madrid, en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hann er nú orðinn leikmaður Trabzonspor í Tyrklandi. Stærsta stjarna Svartfjallalands sé hins vegar enn Stevan Jovetic, sem verður 35 ára í haust. Hann er án félags eftir að hafa síðast leikið með Olympiacos, en lék áður með liðum á borð við Fiorentina, Manchester City, Inter og Monaco.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira