Málið runnið undan rifjum „afdankaðrar ríkisstofnunar“ Árni Sæberg skrifar 3. september 2024 16:54 Arnar Sigurðsson er eigandi Sante. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn netverslunarinnar Sante, sem höndlar með áfengi, hafa engar áhyggjur af því að mál tveggja áfengisnetverslanna séu komin á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Greint var frá því dag að mál tveggja áfengisnetverslana væru komin á borð ákærusviðs, eftir að hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu í rúm fjögur ár. Mál þriggja annarra eru enn til rannsóknar. Sante, sem var meðal þeirra fyrstu til að hefja netsölu með áfengi, er á meðal þeirra fimm netverslana sem eru til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvort mál Sante sé meðal þeirra tveggja sem eru komin á næsta stig. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, segir í samtali við fréttastofu að í raun sé ekki neitt nýtt að frétta af málinu. Frá einu skrifborði á annað „Hér er einfaldlega um að ræða að rannsóknin er að færast af einu skrifborði yfir á annað og við getum auðvitað ekki láð lögreglunni yfir að þurfa að klóra sér í hausnum yfir þessum málatilbúnaði sem á uppruna hjá afdankaðri ríkisstofnun sem er að verða undir í samkeppni við aðila sem bjóða betri verð, betri vörur og betri þjónustu.“ Þá segir hann að starfsemi Sante byggi á beinni lagaheimild og því sé þetta í eðli sínu ekki áhyggjuefni. „Að auki má beinlínis fullyrða að netverslun er ekki bara verslunarmáti framtíðar heldur er hún í raun beinlínis lýðheilsumál.“ Önnur netverslunin hljóti að vera ÁTVR Þegar Arnar talar um „afdankaða ríkisstofnun“ vísar hann til Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sem hefur, allavega í orði, einkarétt á smásölu áfengi hér á landi. Fyrir rétt rúmum fjórum árum kærði ÁTVR Sante til lögreglu fyrir meint brot á áfengislögum, með því að selja áfengi hér á landi í gegnum netverslun í eigu erlends félags. Arnar segir að svo hljóti að vera að önnur netverslunin sem ákærusvið íhugar að ákæra sé sú sem rekin er af ÁTVR, enda sé hún rekin án lagaheimildar. Á vef ÁTVR er hægt að raða vörum í körfu, greiða í greiðslugátt og sækja vörurnar í hvaða verslun ÁTVR sem vill. Arnar veit þó ekki með vissu hverjar verslunirnar eru og Vísi er ekki kunnugt um það heldur. „Þessu til viðbótar má svo minna á að ÁTVR er svo eini aðilinn hér á landi sem selur áfengi til unglinga og viðurkennir á hverju ári í ársreikningi sínum,“ segir Arnar. Bera fullt traust til lögreglunnar Arnar segir að forsvarsmenn Sante beri fullt traust til lögreglunnar, sem hafi sýnt að þar á bæ skilji menn hvað felst í þrískiptingu ríkisvaldsins. „Nokkuð sem ráðherrar Framsóknarflokksins virðast ekki hafa lært í sínum stjórnmálaskóla.“ Þar vísar hann til erindis Sigurðar Inga Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til lögreglu um netsölu með áfengi. Í erindu var bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. Loks segir Arnar að forsvarsmenn Sante skilji að lögreglan hafi þurft að forgangsraða málum með þeim afleiðingum að rannsókn máls Sante tók fjögur ár. Leiðrétting: Upphaflega var fullyrt að mál Sante væri annað málið, sem komið er á borð ákærusviðs, fyrir misskilning. Það liggur ekki fyrir að svo stöddu um hvaða netverslanir ræðir. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við þetta. Netverslun með áfengi Verslun Áfengi og tóbak Rekstur hins opinbera Lögreglumál Tengdar fréttir Netverslun með áfengi lýðheilsumál Vínkaupmaður fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna á innlenda netsölu á áfengi. Slík verslun sé nútímaleg, í anda lýðheilsu og gefi meiri möguleika til að miðla upplýsingum til kaupandans. Netverslun þýði ekki að ÁTVR verði lokað. 20. september 2019 06:45 Krefjast þess að ráðherra dragi fyrirmæli sín til lögreglu til baka Eigendur netverslunarinnar Sante.is hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við „óeðlileg afskipti ráðherra af lögreglurannsókn.“ Í bréfinu er þess krafist að fyrirmæli ráðherrans til lögreglunnar verði dregin til baka og að ráðuneytið fjarlægi bréfið sem hann sendi lögreglunni af opinberum vefsvæðum. 21. ágúst 2024 18:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Greint var frá því dag að mál tveggja áfengisnetverslana væru komin á borð ákærusviðs, eftir að hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu í rúm fjögur ár. Mál þriggja annarra eru enn til rannsóknar. Sante, sem var meðal þeirra fyrstu til að hefja netsölu með áfengi, er á meðal þeirra fimm netverslana sem eru til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvort mál Sante sé meðal þeirra tveggja sem eru komin á næsta stig. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, segir í samtali við fréttastofu að í raun sé ekki neitt nýtt að frétta af málinu. Frá einu skrifborði á annað „Hér er einfaldlega um að ræða að rannsóknin er að færast af einu skrifborði yfir á annað og við getum auðvitað ekki láð lögreglunni yfir að þurfa að klóra sér í hausnum yfir þessum málatilbúnaði sem á uppruna hjá afdankaðri ríkisstofnun sem er að verða undir í samkeppni við aðila sem bjóða betri verð, betri vörur og betri þjónustu.“ Þá segir hann að starfsemi Sante byggi á beinni lagaheimild og því sé þetta í eðli sínu ekki áhyggjuefni. „Að auki má beinlínis fullyrða að netverslun er ekki bara verslunarmáti framtíðar heldur er hún í raun beinlínis lýðheilsumál.“ Önnur netverslunin hljóti að vera ÁTVR Þegar Arnar talar um „afdankaða ríkisstofnun“ vísar hann til Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sem hefur, allavega í orði, einkarétt á smásölu áfengi hér á landi. Fyrir rétt rúmum fjórum árum kærði ÁTVR Sante til lögreglu fyrir meint brot á áfengislögum, með því að selja áfengi hér á landi í gegnum netverslun í eigu erlends félags. Arnar segir að svo hljóti að vera að önnur netverslunin sem ákærusvið íhugar að ákæra sé sú sem rekin er af ÁTVR, enda sé hún rekin án lagaheimildar. Á vef ÁTVR er hægt að raða vörum í körfu, greiða í greiðslugátt og sækja vörurnar í hvaða verslun ÁTVR sem vill. Arnar veit þó ekki með vissu hverjar verslunirnar eru og Vísi er ekki kunnugt um það heldur. „Þessu til viðbótar má svo minna á að ÁTVR er svo eini aðilinn hér á landi sem selur áfengi til unglinga og viðurkennir á hverju ári í ársreikningi sínum,“ segir Arnar. Bera fullt traust til lögreglunnar Arnar segir að forsvarsmenn Sante beri fullt traust til lögreglunnar, sem hafi sýnt að þar á bæ skilji menn hvað felst í þrískiptingu ríkisvaldsins. „Nokkuð sem ráðherrar Framsóknarflokksins virðast ekki hafa lært í sínum stjórnmálaskóla.“ Þar vísar hann til erindis Sigurðar Inga Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til lögreglu um netsölu með áfengi. Í erindu var bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. Loks segir Arnar að forsvarsmenn Sante skilji að lögreglan hafi þurft að forgangsraða málum með þeim afleiðingum að rannsókn máls Sante tók fjögur ár. Leiðrétting: Upphaflega var fullyrt að mál Sante væri annað málið, sem komið er á borð ákærusviðs, fyrir misskilning. Það liggur ekki fyrir að svo stöddu um hvaða netverslanir ræðir. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við þetta.
Netverslun með áfengi Verslun Áfengi og tóbak Rekstur hins opinbera Lögreglumál Tengdar fréttir Netverslun með áfengi lýðheilsumál Vínkaupmaður fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna á innlenda netsölu á áfengi. Slík verslun sé nútímaleg, í anda lýðheilsu og gefi meiri möguleika til að miðla upplýsingum til kaupandans. Netverslun þýði ekki að ÁTVR verði lokað. 20. september 2019 06:45 Krefjast þess að ráðherra dragi fyrirmæli sín til lögreglu til baka Eigendur netverslunarinnar Sante.is hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við „óeðlileg afskipti ráðherra af lögreglurannsókn.“ Í bréfinu er þess krafist að fyrirmæli ráðherrans til lögreglunnar verði dregin til baka og að ráðuneytið fjarlægi bréfið sem hann sendi lögreglunni af opinberum vefsvæðum. 21. ágúst 2024 18:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Netverslun með áfengi lýðheilsumál Vínkaupmaður fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna á innlenda netsölu á áfengi. Slík verslun sé nútímaleg, í anda lýðheilsu og gefi meiri möguleika til að miðla upplýsingum til kaupandans. Netverslun þýði ekki að ÁTVR verði lokað. 20. september 2019 06:45
Krefjast þess að ráðherra dragi fyrirmæli sín til lögreglu til baka Eigendur netverslunarinnar Sante.is hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við „óeðlileg afskipti ráðherra af lögreglurannsókn.“ Í bréfinu er þess krafist að fyrirmæli ráðherrans til lögreglunnar verði dregin til baka og að ráðuneytið fjarlægi bréfið sem hann sendi lögreglunni af opinberum vefsvæðum. 21. ágúst 2024 18:00