Pælingar eldri kylfings á Spáni ekki efstar á vandræðalista flokksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2024 12:47 Friðjón segir flokkinn hafa um annað að hugsa en hugðarefni hálfáttræðs Íslendings sem njóti lífsins á Spáni en bölvi Evrópusamstarfi og hlusti ekki á yngri konur. Vísir/vilhelm Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Bolla Kristinssonar í hádegisfréttum Bylgjunnar birtingarmynd vanda í Sjálfstæðisflokknum. Eldri karlar sem trúi ekki á yngri konur. Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Hann segir mikinn áhuga á hugmynd hans en þar eigi að smala saman þá sem hafi kosið flokkinn áratugum saman. Einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli. Friðjón staldrar við ummæli Bolla um nýútskrifuðu stúlkurnar. „Hér er birtingarmynd ákveðins vanda sem við í Sjálfstæðisflokknum þurfum að eiga við. Það er aðeins of mikið til af eldri mönnum sem hafa ekki áttað sig á því að konur á fertugsaldri með góða menntun, mikla reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu geti nokkurn skapaðan hlut,“ segir Friðjón. Meðal kvenna sem passa í það box má nefna ráðherrana Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur. „Þeir sakna mest þess tíma þegar þeir voru ungir menn og fannst sjálfsagt að hæfileikalausir vinum þeirra væri lyft langt umfram efni og gáfur.“ Hann segir Bolla í seinni tíð helst hafa stundað hatramman áróður gegn EES samstarfinu af golfvelli á Suður-Spáni. „Hvar hann ílengist í skjóli EES-samstarfsins. Það er margt sem flokkurinn þarf að huga að, í stöðunni sem hann er. En að sinna hugðarefnum hálf-áttræðs kylfings á Suður-Spáni er ekki efst á þeim lista.“ Sýður upp úr Fleiri eru hugsi yfir orðum Bolla. Fólk utan flokksins sem tekur ríkan þátt í samfélagsumræðu á Facebook. Þeirra á meðal er Egill Helgason fjölmiðlamaður. „Nú virðist allt vera að sjóða upp úr í Sjálfstæðisflokknum, en þessi ummæli eru varla til framdráttar uppreisnarmönnum í flokknum. Kannski þó einhverjir sem fíla þau?“ spyr Egill. „Við erum að fara inn í mjög skrítinn pólitískan vetur þar sem kjósendur virðast ætla að veita núverandi ríkisstjórn og flokkunum sem hana skipa ráðningu.“ Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill stingur líka niður penna. „Æ það er nú svolítið áhugavert að krúttleg karlremba á áttræðisaldri hafi áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna í pólitík. Ég get eiginlega ekki annað en velt því fyrir mér hvernig blessaður Bollinn hefur orku í þetta DD flipp sitt þar sem dágóður tími hlýtur nú að fara hjá honum í að halda hárinu á sér svona svörtu,“ segir Hödd. Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Tengdar fréttir Flokkurinn þurfi ekki „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ Sjálfstæðismaður segir stofnun nýs framboðs tengdu flokknum vera mikilvægt til að sækja þá kjósendur sem hafa yfirgefið flokkinn síðustu ár undir núverandi forystu. Einungis þeir sem hafa áorkað eitthvað í lífinu fengju sæti á lista framboðsins. 4. september 2024 11:52 „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn þurfa að leita í ræturnar. Óánægju kjósenda megi meðal annars rekja til þess að flokkurinn hafi þurft að lúffa í ýmsum málaflokkum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. 3. september 2024 12:36 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Vildarpunktarnir eru runnir út Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? 2. september 2024 08:03 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Hann segir mikinn áhuga á hugmynd hans en þar eigi að smala saman þá sem hafi kosið flokkinn áratugum saman. Einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli. Friðjón staldrar við ummæli Bolla um nýútskrifuðu stúlkurnar. „Hér er birtingarmynd ákveðins vanda sem við í Sjálfstæðisflokknum þurfum að eiga við. Það er aðeins of mikið til af eldri mönnum sem hafa ekki áttað sig á því að konur á fertugsaldri með góða menntun, mikla reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu geti nokkurn skapaðan hlut,“ segir Friðjón. Meðal kvenna sem passa í það box má nefna ráðherrana Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur. „Þeir sakna mest þess tíma þegar þeir voru ungir menn og fannst sjálfsagt að hæfileikalausir vinum þeirra væri lyft langt umfram efni og gáfur.“ Hann segir Bolla í seinni tíð helst hafa stundað hatramman áróður gegn EES samstarfinu af golfvelli á Suður-Spáni. „Hvar hann ílengist í skjóli EES-samstarfsins. Það er margt sem flokkurinn þarf að huga að, í stöðunni sem hann er. En að sinna hugðarefnum hálf-áttræðs kylfings á Suður-Spáni er ekki efst á þeim lista.“ Sýður upp úr Fleiri eru hugsi yfir orðum Bolla. Fólk utan flokksins sem tekur ríkan þátt í samfélagsumræðu á Facebook. Þeirra á meðal er Egill Helgason fjölmiðlamaður. „Nú virðist allt vera að sjóða upp úr í Sjálfstæðisflokknum, en þessi ummæli eru varla til framdráttar uppreisnarmönnum í flokknum. Kannski þó einhverjir sem fíla þau?“ spyr Egill. „Við erum að fara inn í mjög skrítinn pólitískan vetur þar sem kjósendur virðast ætla að veita núverandi ríkisstjórn og flokkunum sem hana skipa ráðningu.“ Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill stingur líka niður penna. „Æ það er nú svolítið áhugavert að krúttleg karlremba á áttræðisaldri hafi áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna í pólitík. Ég get eiginlega ekki annað en velt því fyrir mér hvernig blessaður Bollinn hefur orku í þetta DD flipp sitt þar sem dágóður tími hlýtur nú að fara hjá honum í að halda hárinu á sér svona svörtu,“ segir Hödd.
Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Tengdar fréttir Flokkurinn þurfi ekki „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ Sjálfstæðismaður segir stofnun nýs framboðs tengdu flokknum vera mikilvægt til að sækja þá kjósendur sem hafa yfirgefið flokkinn síðustu ár undir núverandi forystu. Einungis þeir sem hafa áorkað eitthvað í lífinu fengju sæti á lista framboðsins. 4. september 2024 11:52 „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn þurfa að leita í ræturnar. Óánægju kjósenda megi meðal annars rekja til þess að flokkurinn hafi þurft að lúffa í ýmsum málaflokkum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. 3. september 2024 12:36 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Vildarpunktarnir eru runnir út Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? 2. september 2024 08:03 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Flokkurinn þurfi ekki „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ Sjálfstæðismaður segir stofnun nýs framboðs tengdu flokknum vera mikilvægt til að sækja þá kjósendur sem hafa yfirgefið flokkinn síðustu ár undir núverandi forystu. Einungis þeir sem hafa áorkað eitthvað í lífinu fengju sæti á lista framboðsins. 4. september 2024 11:52
„Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn þurfa að leita í ræturnar. Óánægju kjósenda megi meðal annars rekja til þess að flokkurinn hafi þurft að lúffa í ýmsum málaflokkum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. 3. september 2024 12:36
Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21
Vildarpunktarnir eru runnir út Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? 2. september 2024 08:03