„Fengu frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2024 20:44 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, segir að aðeins eitt stig gegn bikarmeisturum Vals á útivelli í opnunarleik Olís-deildar karla í kvöld hafi verið vonbrigði. „Já, ég get alveg tekið undir það. Þetta eru vonbrigði. Við vorum í bílstjórasætinu í sextíu mínútur og með leikinn svolítið í okkar höndum,“ sagði Magnús í viðtali við Vísi í leikslok. „Við vorum með góða stjórn á leiknum og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir höfðu góða stjórn á leiknum en svo kemur þarna augnablik í seinni hálfleik þar sem við dettum aðeins úr því sem við viljum gera og hleypum þeim þannig inn í leikinn aftur. En ég er mjög sáttur með drengina og kraftinn sem þeir komu með. Ég er mjög ánægður með mína drengi.“ Eyjamenn náðu mest fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en Magnús segist hreinlega ekki vita hvað vantaði upp á til að klára leikinn. „Það er góð spurning, í fljótu bragði hef ég engin svör hvað það varðar. Það sem mér dettur fyrs í hug er kaflinn sem við förum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik og hleypum þeim bara inn í leikinn.“ „Við fáum líka tvær óþarfa brottvísanir og það er erfitt og dýrt að vera manni færri á móti liði eins og Val. Þeir eru mjög vel skipulagðir og það er erfitt. Ég hefði kannski viljað sjá okkur gera aðeins betur varnarlega varðandi þessar brottvísanir. Það er eiginlega bara það.“ „Hræðilegt víti hjá Kára“ Alls fóru fimm víti í súginn í leiknum, en Valsmenn misnotuðu þrjú vítaköst og Eyjamenn tvö. Magnús segir að mögulega hafi verið smá haustbragur á liðunum og bætir við að Kári Kristján viti vel upp á sig sökina. „Þetta var náttúrulega bara hræðilegt víti hjá Kára. Hann veit það manna best að hann á að skila þessu í netið á þessum tímapunkti í leiknum. Ég þarf ekkert að segja honum það.“ „Haustbragur og ekki haustbragur. Ég veit það ekki. Mér fannst bæði lið koma bara nokkuð vel spilandi til leiks og ég myndi segja að bæði lið mæti bara nokkuð klár til leiks eftir sumarfrí.“ Að lokum var Magnús svo spurður út í það klúður að þeir Petar Jokanovic og Marino Gabrieri hafi ekki getað tekið þátt í leiknum sökum þess að það gleymdist einfaldlega að staðfesta félagsskiptin á heimasíðu HSÍ. „Þú verður eiginlega bara að taka símtalið upp á skrifstofu ÍBV og fá þetta á hreint. Þú lætur mig svo vita hvað kemur út úr því.“ „Þeir fengu að fljóta frítt með og frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað neitt,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
„Já, ég get alveg tekið undir það. Þetta eru vonbrigði. Við vorum í bílstjórasætinu í sextíu mínútur og með leikinn svolítið í okkar höndum,“ sagði Magnús í viðtali við Vísi í leikslok. „Við vorum með góða stjórn á leiknum og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir höfðu góða stjórn á leiknum en svo kemur þarna augnablik í seinni hálfleik þar sem við dettum aðeins úr því sem við viljum gera og hleypum þeim þannig inn í leikinn aftur. En ég er mjög sáttur með drengina og kraftinn sem þeir komu með. Ég er mjög ánægður með mína drengi.“ Eyjamenn náðu mest fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en Magnús segist hreinlega ekki vita hvað vantaði upp á til að klára leikinn. „Það er góð spurning, í fljótu bragði hef ég engin svör hvað það varðar. Það sem mér dettur fyrs í hug er kaflinn sem við förum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik og hleypum þeim bara inn í leikinn.“ „Við fáum líka tvær óþarfa brottvísanir og það er erfitt og dýrt að vera manni færri á móti liði eins og Val. Þeir eru mjög vel skipulagðir og það er erfitt. Ég hefði kannski viljað sjá okkur gera aðeins betur varnarlega varðandi þessar brottvísanir. Það er eiginlega bara það.“ „Hræðilegt víti hjá Kára“ Alls fóru fimm víti í súginn í leiknum, en Valsmenn misnotuðu þrjú vítaköst og Eyjamenn tvö. Magnús segir að mögulega hafi verið smá haustbragur á liðunum og bætir við að Kári Kristján viti vel upp á sig sökina. „Þetta var náttúrulega bara hræðilegt víti hjá Kára. Hann veit það manna best að hann á að skila þessu í netið á þessum tímapunkti í leiknum. Ég þarf ekkert að segja honum það.“ „Haustbragur og ekki haustbragur. Ég veit það ekki. Mér fannst bæði lið koma bara nokkuð vel spilandi til leiks og ég myndi segja að bæði lið mæti bara nokkuð klár til leiks eftir sumarfrí.“ Að lokum var Magnús svo spurður út í það klúður að þeir Petar Jokanovic og Marino Gabrieri hafi ekki getað tekið þátt í leiknum sökum þess að það gleymdist einfaldlega að staðfesta félagsskiptin á heimasíðu HSÍ. „Þú verður eiginlega bara að taka símtalið upp á skrifstofu ÍBV og fá þetta á hreint. Þú lætur mig svo vita hvað kemur út úr því.“ „Þeir fengu að fljóta frítt með og frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað neitt,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira