„Þurfum að þora að sýna að við eigum að vera betra liðið“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 09:31 Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu. Getty/Malcolm Couzens Willum Þór Willumsson hefur stimplað sig vel inn með Birmingham á Englandi og mætir fullur sjálfstrausts í leikina við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni í fótbolta. Leikur Íslands og Svartfjallalands er á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45, og leikurinn við Tyrkland á mánudag, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Þetta eru tveir flottir leikir og við byrjum á heimavelli, sem er mjög gaman. Það er kominn smátími síðan við spiluðum síðast [á Laugardalsvelli] og það er alltaf gaman að spila hér. Þetta er mjög spennandi,“ segir Willum sem ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í gær. „Við viljum byrja sterkt, byrja á þremur stigum. Við byrjum heima og eigum flotta möguleika á að byrja þetta vel. Síðan er það Tyrkland úti, sem verður erfiður leikur, en ég tel að við eigum fína möguleika þar líka,“ segir Willum en viðtal Stefáns Árna Pálssonar við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Willum klár í slagin við Svartfellinga En hvað þarf íslenska liðið að gera gegn Svartfellingum, eina liði riðilsins sem er fyrir neðan Íslands á heimslista FIFA (Ísland er í 71. sæti og Svartfjallaland í 73. sæti)? „Við þurfum bara að spila okkar leik og þora að sýna að við eigum að vera betra liðið. Þora að spila, og þá held ég að við ættum að vera sigurstranglegri.“ Willum var keyptur til enska C-deildarfélagsins Birmingham í sumar, fyrir fjórar milljónir evra, frá hollenska félaginu Go Ahead Eagles. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Við erum búnir að vinna þrjá leiki í röð og ég er svona búinn að festa mig aðeins inni í liðinu. Ég kem því á fínu „rönni“ og líður vel. Ég lenti í smámeiðslum rétt fyrir fyrsta leik í deildinni en síðan er ég búinn að ná fjórum leikjum í röð og spilaði tvo níutíu mínútna leiki í síðustu viku, svo ég er í mjög góðu standi.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30 Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. 4. september 2024 20:32 „Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. 4. september 2024 08:02 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands er á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45, og leikurinn við Tyrkland á mánudag, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Þetta eru tveir flottir leikir og við byrjum á heimavelli, sem er mjög gaman. Það er kominn smátími síðan við spiluðum síðast [á Laugardalsvelli] og það er alltaf gaman að spila hér. Þetta er mjög spennandi,“ segir Willum sem ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í gær. „Við viljum byrja sterkt, byrja á þremur stigum. Við byrjum heima og eigum flotta möguleika á að byrja þetta vel. Síðan er það Tyrkland úti, sem verður erfiður leikur, en ég tel að við eigum fína möguleika þar líka,“ segir Willum en viðtal Stefáns Árna Pálssonar við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Willum klár í slagin við Svartfellinga En hvað þarf íslenska liðið að gera gegn Svartfellingum, eina liði riðilsins sem er fyrir neðan Íslands á heimslista FIFA (Ísland er í 71. sæti og Svartfjallaland í 73. sæti)? „Við þurfum bara að spila okkar leik og þora að sýna að við eigum að vera betra liðið. Þora að spila, og þá held ég að við ættum að vera sigurstranglegri.“ Willum var keyptur til enska C-deildarfélagsins Birmingham í sumar, fyrir fjórar milljónir evra, frá hollenska félaginu Go Ahead Eagles. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Við erum búnir að vinna þrjá leiki í röð og ég er svona búinn að festa mig aðeins inni í liðinu. Ég kem því á fínu „rönni“ og líður vel. Ég lenti í smámeiðslum rétt fyrir fyrsta leik í deildinni en síðan er ég búinn að ná fjórum leikjum í röð og spilaði tvo níutíu mínútna leiki í síðustu viku, svo ég er í mjög góðu standi.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30 Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. 4. september 2024 20:32 „Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. 4. september 2024 08:02 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Sjá meira
Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30
Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02
Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. 4. september 2024 20:32
„Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. 4. september 2024 08:02