Það versta er að bíða og gera ekki neitt 5. september 2024 10:02 Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurnir til Reykjavíkurborgar og skóla og frístundaráðs hvort verið sé að bíða eftir hvaða skref ráðherra barnamála taki í lestrarkennslumálum eða hvort sviðið ætli að leggja fram sínar hugmyndir um t.d. hvernig hægt er að styðja börn enn frekar í lestrarnámi með það að markmiði að auka lesskilning? Niðurstöður um slakan árangur liggja fyrir og hafa gert það lengi. Óttast er að næsta mæling sýni enn slakari niðurstöðu. Það versta, að mati Flokks fólksins, er að bíða og gera ekkert. Fyrir liggur að Mennta- og barnamálaráðherra hefur ekki enn kynnt aðgerðaáætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunarinnar, níu mánuðum eftir að þær voru birtar. Niðurstöður voru sláandi en 40% fimmtán ára nemenda á Íslandi búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Í samanburði við aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við kemur Ísland illa út. Óttast má að næsta útkoma verði enn verri. Eini samræmdi mælikvarðinn sem er í notkun núna er lesfimipróf sem sýnir fram á sífellt verri lestrarfærni barna. Samræmdi mælikvarðinn, samræmd próf, var lagður af 2019 og hefur ekkert annað komið í staðinn.Skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum árin 2017 til 2021 hefur heldur ekki litið dagsins ljós. Rúm tvö ár eru liðin frá því hann lofaði að skila skýrslunni fyrir árslok 2022. Lögum samkvæmt átti að leggja skýrsluna fram í byrjun þess sama árs. Er skóla- frístundasvið að bíða eftir ráðherra í þessum málum. Bið er slæm í þessum málum. Hér má engan tíma missa. Börn þurfa að búa yfir vissri lesfimi til að geta lesið texta og skilið hann, haft lesskilning. Lesfimi byggist upp fyrstu 2 árin í skóla. Hafi börn ekki náð nægjanlegri færni til að skilja texta og muna það sem þau lesa í 3ja bekk næst hún sjaldnast að mati fjölmargra sérfræðinga. Fyrsta lesfimiprófið er lagt fyrir í janúar í 1 bekk. Þá strax eru komnar vísbendingar. Dæmi eru um börn sem lesa aðeins 6 orð á mínútu í fyrsta lesfimiprófinu. Þessi börn hafa ekki náð grunnfærni og við því þarf að bregðast. Mistök voru að hætta með samræmdu prófin án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Afleiðingar eru alvarlegar. Með þessu er Flokkur fólksins ekki að segja að samræmdu prófin væru gallalaus en þau voru eina samræmda mælitækið. Framhaldsskólar einblíndu nánast eingöngu á ,,einkunnir” sem er vissulega ekki nógu breiður mælikvarði á getu barns eða sanngjarn. Samræmt mat er nauðsynleg forsenda þess að við getum tekið ábyrgð á útkomu kennslunnar. Við ættum að horfa meira til Svíþjóðar í þessum efnum en þar er samræmt skyldumat í 1. bekk og í Danmörk er samræmt námsmat gert nærri árlega. Kveikjum neistann er alvöru mælikvarði Umfram allt eigum við að taka upp verkefnið Kveikjum neistann í Reykjavík. Það hefur allt að bera til að koma okkur aftur á rétta braut í þessum málum. Kveikjum neistann er rannsóknar og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja tekur þátt í og hefur verið í gangi með nemendum í bráðum tvö ár. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt. Kennt er eftir hljóðaaðferðinni, eftirfylgni er góð og einstakir þjálfunartímar þar sem öll börnin fá réttar áskoranir. Frábær árangur hefur hlotist af verkefninu í Vestmannaeyjum. Óþarfi er að finna upp hjólið þegar við erum nú þegar með tæki sem virkar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur og er einnig kennari og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál PISA-könnun Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurnir til Reykjavíkurborgar og skóla og frístundaráðs hvort verið sé að bíða eftir hvaða skref ráðherra barnamála taki í lestrarkennslumálum eða hvort sviðið ætli að leggja fram sínar hugmyndir um t.d. hvernig hægt er að styðja börn enn frekar í lestrarnámi með það að markmiði að auka lesskilning? Niðurstöður um slakan árangur liggja fyrir og hafa gert það lengi. Óttast er að næsta mæling sýni enn slakari niðurstöðu. Það versta, að mati Flokks fólksins, er að bíða og gera ekkert. Fyrir liggur að Mennta- og barnamálaráðherra hefur ekki enn kynnt aðgerðaáætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunarinnar, níu mánuðum eftir að þær voru birtar. Niðurstöður voru sláandi en 40% fimmtán ára nemenda á Íslandi búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Í samanburði við aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við kemur Ísland illa út. Óttast má að næsta útkoma verði enn verri. Eini samræmdi mælikvarðinn sem er í notkun núna er lesfimipróf sem sýnir fram á sífellt verri lestrarfærni barna. Samræmdi mælikvarðinn, samræmd próf, var lagður af 2019 og hefur ekkert annað komið í staðinn.Skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum árin 2017 til 2021 hefur heldur ekki litið dagsins ljós. Rúm tvö ár eru liðin frá því hann lofaði að skila skýrslunni fyrir árslok 2022. Lögum samkvæmt átti að leggja skýrsluna fram í byrjun þess sama árs. Er skóla- frístundasvið að bíða eftir ráðherra í þessum málum. Bið er slæm í þessum málum. Hér má engan tíma missa. Börn þurfa að búa yfir vissri lesfimi til að geta lesið texta og skilið hann, haft lesskilning. Lesfimi byggist upp fyrstu 2 árin í skóla. Hafi börn ekki náð nægjanlegri færni til að skilja texta og muna það sem þau lesa í 3ja bekk næst hún sjaldnast að mati fjölmargra sérfræðinga. Fyrsta lesfimiprófið er lagt fyrir í janúar í 1 bekk. Þá strax eru komnar vísbendingar. Dæmi eru um börn sem lesa aðeins 6 orð á mínútu í fyrsta lesfimiprófinu. Þessi börn hafa ekki náð grunnfærni og við því þarf að bregðast. Mistök voru að hætta með samræmdu prófin án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Afleiðingar eru alvarlegar. Með þessu er Flokkur fólksins ekki að segja að samræmdu prófin væru gallalaus en þau voru eina samræmda mælitækið. Framhaldsskólar einblíndu nánast eingöngu á ,,einkunnir” sem er vissulega ekki nógu breiður mælikvarði á getu barns eða sanngjarn. Samræmt mat er nauðsynleg forsenda þess að við getum tekið ábyrgð á útkomu kennslunnar. Við ættum að horfa meira til Svíþjóðar í þessum efnum en þar er samræmt skyldumat í 1. bekk og í Danmörk er samræmt námsmat gert nærri árlega. Kveikjum neistann er alvöru mælikvarði Umfram allt eigum við að taka upp verkefnið Kveikjum neistann í Reykjavík. Það hefur allt að bera til að koma okkur aftur á rétta braut í þessum málum. Kveikjum neistann er rannsóknar og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja tekur þátt í og hefur verið í gangi með nemendum í bráðum tvö ár. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt. Kennt er eftir hljóðaaðferðinni, eftirfylgni er góð og einstakir þjálfunartímar þar sem öll börnin fá réttar áskoranir. Frábær árangur hefur hlotist af verkefninu í Vestmannaeyjum. Óþarfi er að finna upp hjólið þegar við erum nú þegar með tæki sem virkar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur og er einnig kennari og sálfræðingur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun