Innlent

Gasmengun berst yfir höfuð­borgar­svæðið í kvöld

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Áframhaldandi suðvestanátt er í kortunum.
Áframhaldandi suðvestanátt er í kortunum. Vísir/vilhelm

Gasmengun mun berast yfir höfuðborgarsvæðið í kvöld og á morgun frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröð. Vegna ríkjandi suðvestanáttar berst gosmengunin til norðausturs og suðvestanátt er í kortunum næstu daga.

Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir þó í samtali við fréttastofu að gasmengun komi ekki til með að fara yfir hættumörk. Staðan sé góð núna og slæm loftgæði mælist hvergi á mælum Umhverfisstofnunnar.

Hú segir að sökum þess hve mikið hafi dregið úr krafti yfirstandandi eldgoss í Sundhnúksgígaröðinni fari mengunin sem berst frá því samhliða dvínandi.

Hún segir jafnframt fínustu loftgæði á höfuðborgarsvæðinu eins og er og að ekki líti út fyrir að þau versni mikið þó að vindurinn blási gosmengun yfir borgina.

Mælingar á loftgæðum eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar. Spár um gasmengun má svo sjá á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×