Hnífstungumaður talinn sakhæfur og fer fyrir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2024 21:12 Samkvæmt heimildum fréttastofu átti árásin sér stað á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli karlmanns á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps í Vesturbæ Reykjavíkur í vetur á að hefjast á mánudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar. Hann er talinn sakhæfur. Árásarmaðurinn réðst á karlmann á þrítugsaldri úti á götu og veitti honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfararnótt 20. janúar. Saksóknari segir rannsóknargögn bera með sér að árásin hafi verið algjörlega að ástæðulausu og tilviljun ein hafi ráðið því á hvern maðurinn réðst. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi allt frá því hann var handtekinn í ljósi alvarleika brotsins sem hann er ákærður fyrir en við því getur legið allt að lífstíðarfangelsi. Landsréttur staðfesti'á föstudag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu gæsluvarðhaldsins til 23. september. Í honum var það talið geta valdið almennum samfélagslegum óróa yrði maðurinn látinn laus á þessu stigi. Aðalmeðferð í málinu á að hefjast mánudaginn 9. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að matsmenn telji manninn sakhæfan. Lagði til manns sem reyndi að hjálpa Fórnarlamb árásarinnar hefur lýst atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu manninum athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist maðurinn stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við manninn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Árásarmaðurinn kannaðist óljóst við að hafa hitt einhvern og hafa lent í útistöðum við hann. Hann sagði lögreglu aftur á móti að hann teldi að ráðist hefði verið á hann og honum veitt stungusár á hendi. Hann kannaðist við að hafa hitt parið en sagði það hafa „atast“ í sér. Hann myndi ekki eftir að hafa verið þar sem árásin átti sér stað. Á heimili mannsins fannst engu að síður blóðugur hnífur sem hann kannaðist við að hafa haft á sér um nóttuna. Þá fannst blóð úr árásarmanninum, skófar sem passaði við skóna sem hann var handtekinn í og sími hans á staðnum þar sem vitni lýstu því að árásin hefði farið fram. Á fatnaði brotaþola fannst jafnframt blóð úr árásarmanninum auk hans eigins. Dómsmál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Árásarmaðurinn réðst á karlmann á þrítugsaldri úti á götu og veitti honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfararnótt 20. janúar. Saksóknari segir rannsóknargögn bera með sér að árásin hafi verið algjörlega að ástæðulausu og tilviljun ein hafi ráðið því á hvern maðurinn réðst. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi allt frá því hann var handtekinn í ljósi alvarleika brotsins sem hann er ákærður fyrir en við því getur legið allt að lífstíðarfangelsi. Landsréttur staðfesti'á föstudag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu gæsluvarðhaldsins til 23. september. Í honum var það talið geta valdið almennum samfélagslegum óróa yrði maðurinn látinn laus á þessu stigi. Aðalmeðferð í málinu á að hefjast mánudaginn 9. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að matsmenn telji manninn sakhæfan. Lagði til manns sem reyndi að hjálpa Fórnarlamb árásarinnar hefur lýst atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu manninum athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist maðurinn stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við manninn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Árásarmaðurinn kannaðist óljóst við að hafa hitt einhvern og hafa lent í útistöðum við hann. Hann sagði lögreglu aftur á móti að hann teldi að ráðist hefði verið á hann og honum veitt stungusár á hendi. Hann kannaðist við að hafa hitt parið en sagði það hafa „atast“ í sér. Hann myndi ekki eftir að hafa verið þar sem árásin átti sér stað. Á heimili mannsins fannst engu að síður blóðugur hnífur sem hann kannaðist við að hafa haft á sér um nóttuna. Þá fannst blóð úr árásarmanninum, skófar sem passaði við skóna sem hann var handtekinn í og sími hans á staðnum þar sem vitni lýstu því að árásin hefði farið fram. Á fatnaði brotaþola fannst jafnframt blóð úr árásarmanninum auk hans eigins.
Dómsmál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira