Amaði ekkert að ferðamönnum sem sendu neyðarboðin Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2024 22:16 Varðskipið Þór var sent norður til Hlöðuvíkur. Myndin er úr safni og tekin við Reykjavíkurhöfn. Vísir/Vilhelm Ekkert amaði að erlendum ferðamanni sem sendi neyðarboð úr neyðarskýli í Hlöðuvík fyrr í dag. Áhöfn varðskips Landhelgisgæslunnar komst í samband við ferðafólkið á tíunda tímanum í kvöld. Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil í dag en óljóst var hver hefði sent það og hvaðan en talið var að það kæmi frá Hlöðuvík eða Hornvík á Hornströndum. Varðskipið Þór, sem var þá statt við Snæfellsnes, var sent að Hlöðuvík og kom þangað á tíunda tímanum í kvöld, að sögn Hlyns Snorrasonar, yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. „Það er búið að ganga úr skugga um að það kom frá erlendum ferðamanni sem var staddur í neyðarskýli í Hlöðuvík og amar ekkert að núna. Þegar Gæslan kemur þarna og nær sambandi þá segir viðkomandi að það þurfi ekki lengur aðstoð,“ segir Hlynur en áhöfn varðskipsins náði stopulu talstöðvarsambandi við þriggja manna hóp í neyðarskýlinu. Lögreglan er að kanna hvers vegna neyðarboðin voru send en lélegt samband er á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að einn úr þriggja manna hópnum hafi sent boðin í dag. Búast megi við að veðurofsinn á Vestfjörðum í morgun hafi valdið ótta og hræðslu en það verði skoðað betur þegar betra samband næst við fólkið. Töluverður viðbúnaður var vegna neyðarkallsins sem var stutt og á ensku, að sögn Hlyns. Aðgerðastjórn almannavarna á Ísafirði var virkjuð. Hlynur segir að undirbúið hafi verið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskip til leitar í fyrramálið ef leit varðskipsins hefði engan árangur borið. Varðskipið verður við Hlöðuvík til morguns vegna aðstæðna. Hlynur segir veðrið þó gengið niður. Þyrla sótti annan ferðamann sem þurfti svo ekki læknisaðstoð í sumar Þetta er í annað skiptið á nokkrum vikum sem Landhelgisgæslan er kölluð út á Vestfjörðum vegna erlendra ferðamanna sem reynast þegar til kastanna kemur ekki í sérstakri hættu. Í júlí sótti þyrla Gæslunnar bandarískan göngumann á Jökulfirði, sunnan við Hornstrandir, sem óskaði eftir aðstoð vegna veikinda og flutti hann til Ísafjarðar. Þegar þangað var komið afþakkaði hann frekari aðstoð og hélt burt á bílaleigubíl sínum. Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum sagði Vísi að hann teldi það hafa verið „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar. Hlynur segir að engar hömlur eða reglur um hvers konar búnað fólk sem fari á Hornstrandir þurfi að hafa með sér. Lítil sem engin fjarskipti séu þar og símar virki ekki. „Þannig að það þarf eitthvað að skoða það,“ segir yfirlögregluþjónninn. Fréttin hefur verið uppfærð. Landhelgisgæslan Hornstrandir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17 Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil í dag en óljóst var hver hefði sent það og hvaðan en talið var að það kæmi frá Hlöðuvík eða Hornvík á Hornströndum. Varðskipið Þór, sem var þá statt við Snæfellsnes, var sent að Hlöðuvík og kom þangað á tíunda tímanum í kvöld, að sögn Hlyns Snorrasonar, yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. „Það er búið að ganga úr skugga um að það kom frá erlendum ferðamanni sem var staddur í neyðarskýli í Hlöðuvík og amar ekkert að núna. Þegar Gæslan kemur þarna og nær sambandi þá segir viðkomandi að það þurfi ekki lengur aðstoð,“ segir Hlynur en áhöfn varðskipsins náði stopulu talstöðvarsambandi við þriggja manna hóp í neyðarskýlinu. Lögreglan er að kanna hvers vegna neyðarboðin voru send en lélegt samband er á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að einn úr þriggja manna hópnum hafi sent boðin í dag. Búast megi við að veðurofsinn á Vestfjörðum í morgun hafi valdið ótta og hræðslu en það verði skoðað betur þegar betra samband næst við fólkið. Töluverður viðbúnaður var vegna neyðarkallsins sem var stutt og á ensku, að sögn Hlyns. Aðgerðastjórn almannavarna á Ísafirði var virkjuð. Hlynur segir að undirbúið hafi verið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskip til leitar í fyrramálið ef leit varðskipsins hefði engan árangur borið. Varðskipið verður við Hlöðuvík til morguns vegna aðstæðna. Hlynur segir veðrið þó gengið niður. Þyrla sótti annan ferðamann sem þurfti svo ekki læknisaðstoð í sumar Þetta er í annað skiptið á nokkrum vikum sem Landhelgisgæslan er kölluð út á Vestfjörðum vegna erlendra ferðamanna sem reynast þegar til kastanna kemur ekki í sérstakri hættu. Í júlí sótti þyrla Gæslunnar bandarískan göngumann á Jökulfirði, sunnan við Hornstrandir, sem óskaði eftir aðstoð vegna veikinda og flutti hann til Ísafjarðar. Þegar þangað var komið afþakkaði hann frekari aðstoð og hélt burt á bílaleigubíl sínum. Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum sagði Vísi að hann teldi það hafa verið „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar. Hlynur segir að engar hömlur eða reglur um hvers konar búnað fólk sem fari á Hornstrandir þurfi að hafa með sér. Lítil sem engin fjarskipti séu þar og símar virki ekki. „Þannig að það þarf eitthvað að skoða það,“ segir yfirlögregluþjónninn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landhelgisgæslan Hornstrandir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17 Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17
Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13