Matmálstímar hafa forvarnargildi Fjalar Freyr Einarsson skrifar 6. september 2024 08:32 Í starfi mínu sem atferlisráðgjafi hef ég kynnst fjölmörgum börnum sem sýna margskonar áhættuhegðun, svo sem ofbeldi, neyslu áfengis og ólöglegra efna. Þessi börn koma frá fjölbreyttum fjölskyldum, bæði efnameiri og efnaminni fjölskyldum, vel menntuðum og minna menntuðum. Það er eitt athyglisvert atriði sem flestar þeirra eiga sameiginlegt, en það er að fjölskyldan hefur sjaldan sjaldan átt sameiginlegar matmálsstundir við kvöldverðarborðið í gegnum tíðina. Það kann að virðast smávægilegt, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það að borða saman sem fjölskylda hefur margþættan ávinning. Þegar börn þurfa að vera komin heim á ákveðnum tíma til að taka þátt í sameiginlegum matmálstíma skapast ákveðin regla og agi í lífi þeirra. Þessi venja kennir börnum að virða reglur og rútínu, sem er mikilvægt í daglegu lífi þeirra. Næring er einnig stór þáttur í þessu samhengi. Börn sem borða reglulega með fjölskyldu sinni eru líklegri til að fá hollari máltíðir, sem stuðlar ekki aðeins að betri líkamlegri heilsu, heldur einnig andlegri vellíðan. Matartíminn er ómetanlegur tími til að styrkja fjölskyldutengsl. Þegar fjölskyldumeðlimir ræða saman um það sem á daga þeirra hefur drifið styrkjast böndin á milli þeirra. Foreldrar fá tækifæri til að kynnast börnum sínum betur, þekkja vonir þeirra og þrár, sigra og vonbrigði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldumáltíðir geta ekki aðeins stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti á milli fjölskyldumeðlima, heldur einnig dregið úr áhættuhegðun meðal unglinga, svo sem áfengis- og vímuefnaneyslu, ofbeldi og slakri frammistöðu í skóla. Fyrir stúlkur virðast þessi verndandi áhrif vera sérstaklega sterk, en fjölskyldumáltíðir hafa verið tengdar við minni líkur á vímuefnanotkun og átröskun hjá þeim. Þessar niðurstöður undirstrika hversu mikilvægur matartíminn er, ekki aðeins sem tími til næringar, heldur einnig sem lykilþáttur í félagslegum og andlegum þroska barna og unglinga. Ennfremur er matartíminn oft eina stund dagsins þar sem fjölskyldan getur verið saman án truflana frá skjánum. Börn (og einnig foreldrar) eru oft mjög bundin við símann, jafnvel í kennslustundum, sem getur haft neikvæð áhrif á samskiptafærni þeirra. Með því að leggja símana til hliðar og einbeita sér að samtalinu við matarborðið er verið að styrkja tengslin innan fjölskyldunnar. Þetta umhverfi hvetur börn til að tjáningar og eykur einnig málskilning, sem stuðlar að auknum málþroska og betri hæfni þeirra til að tjá sig í framtíðinni. Ekki veitir af, þegar alltof stór hluti ungmenna útskrifast úr grunnskóla án þess að hafa nægan málskilning til að skilja textann sem það les eða heyrir. Slík samskipti geta einnig stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti innan fjölskyldunnar, sem er ómetanlegt fyrir velferð barna. Á heildina litið skiptir það máli að fjölskyldan borði saman, ekki aðeins til að efla heilsu og aga, heldur einnig til að styrkja samband og samskipti innan fjölskyldunnar. Með því að gefa þessu rými í daglegu lífi geta foreldrar lagt sitt af mörkum til að draga úr áhættuhegðun barna sinna og byggja upp sterkari og heilbrigðari fjölskyldueiningar. Höfundur er atferlisráðgjafi hjá Sigur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem atferlisráðgjafi hef ég kynnst fjölmörgum börnum sem sýna margskonar áhættuhegðun, svo sem ofbeldi, neyslu áfengis og ólöglegra efna. Þessi börn koma frá fjölbreyttum fjölskyldum, bæði efnameiri og efnaminni fjölskyldum, vel menntuðum og minna menntuðum. Það er eitt athyglisvert atriði sem flestar þeirra eiga sameiginlegt, en það er að fjölskyldan hefur sjaldan sjaldan átt sameiginlegar matmálsstundir við kvöldverðarborðið í gegnum tíðina. Það kann að virðast smávægilegt, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það að borða saman sem fjölskylda hefur margþættan ávinning. Þegar börn þurfa að vera komin heim á ákveðnum tíma til að taka þátt í sameiginlegum matmálstíma skapast ákveðin regla og agi í lífi þeirra. Þessi venja kennir börnum að virða reglur og rútínu, sem er mikilvægt í daglegu lífi þeirra. Næring er einnig stór þáttur í þessu samhengi. Börn sem borða reglulega með fjölskyldu sinni eru líklegri til að fá hollari máltíðir, sem stuðlar ekki aðeins að betri líkamlegri heilsu, heldur einnig andlegri vellíðan. Matartíminn er ómetanlegur tími til að styrkja fjölskyldutengsl. Þegar fjölskyldumeðlimir ræða saman um það sem á daga þeirra hefur drifið styrkjast böndin á milli þeirra. Foreldrar fá tækifæri til að kynnast börnum sínum betur, þekkja vonir þeirra og þrár, sigra og vonbrigði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldumáltíðir geta ekki aðeins stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti á milli fjölskyldumeðlima, heldur einnig dregið úr áhættuhegðun meðal unglinga, svo sem áfengis- og vímuefnaneyslu, ofbeldi og slakri frammistöðu í skóla. Fyrir stúlkur virðast þessi verndandi áhrif vera sérstaklega sterk, en fjölskyldumáltíðir hafa verið tengdar við minni líkur á vímuefnanotkun og átröskun hjá þeim. Þessar niðurstöður undirstrika hversu mikilvægur matartíminn er, ekki aðeins sem tími til næringar, heldur einnig sem lykilþáttur í félagslegum og andlegum þroska barna og unglinga. Ennfremur er matartíminn oft eina stund dagsins þar sem fjölskyldan getur verið saman án truflana frá skjánum. Börn (og einnig foreldrar) eru oft mjög bundin við símann, jafnvel í kennslustundum, sem getur haft neikvæð áhrif á samskiptafærni þeirra. Með því að leggja símana til hliðar og einbeita sér að samtalinu við matarborðið er verið að styrkja tengslin innan fjölskyldunnar. Þetta umhverfi hvetur börn til að tjáningar og eykur einnig málskilning, sem stuðlar að auknum málþroska og betri hæfni þeirra til að tjá sig í framtíðinni. Ekki veitir af, þegar alltof stór hluti ungmenna útskrifast úr grunnskóla án þess að hafa nægan málskilning til að skilja textann sem það les eða heyrir. Slík samskipti geta einnig stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti innan fjölskyldunnar, sem er ómetanlegt fyrir velferð barna. Á heildina litið skiptir það máli að fjölskyldan borði saman, ekki aðeins til að efla heilsu og aga, heldur einnig til að styrkja samband og samskipti innan fjölskyldunnar. Með því að gefa þessu rými í daglegu lífi geta foreldrar lagt sitt af mörkum til að draga úr áhættuhegðun barna sinna og byggja upp sterkari og heilbrigðari fjölskyldueiningar. Höfundur er atferlisráðgjafi hjá Sigur.is.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun