„Meiðsli alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 14:32 Åge Hareide er spenntur fyrir nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Getty/Alex Nicodim Åge Hareide, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að mögulega hafi leikjaálag hjá Lille valdið meiðslum Hákonar Arnar Haraldssonar sem ekki verður til taks í Þjóðadeildinni nú í haust. Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld, með leik við Svartfjallaland klukkan 18:45, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Undirbúningurinn hefur verið hefðbundinn og gengið vel. Við reynum að byggja ofan á því sem við gerðum í júní [í leikjunum við England og Holland]. Þjóðadeildin er mikilvæg og getur komið okkur í góða stöðu til að eiga varaleið ef við komumst ekki í gegnum undankeppni HM, líkt og í mars. Við verðum að nýta okkur það,“ sagði Hareide. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Åge Hareide ræddi um leik kvöldsins Hann þarf hins vegar að finna lausnir við því að tvo lykilmenn skuli vanta í íslenska liðið. Hákon er meiddur og Sverrir Ingi Ingason einnig. „Meiðsli eru alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir, því við höfum ekki sömu breidd og stóru þjóðirnar. En við erum með góðan hóp, góða leikmenn, og á meðan að við vinnum áfram með það sama og áður þá er þetta ekkert nýtt fyrir þeim. Hópurinn býr að því að leikmenn þekkja hvern annan mjög vel og það er mikill styrkleiki fyrir Ísland,“ sagði Hareide. Leikjaálag hjá Lille kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum Þó að maður komi í manns stað þá er Hákon eini Íslendingurinn hjá félagsliði í Meistaradeild Evrópu í vetur og meiðsli hans mikil vonbrigði: „Það er leitt fyrir Hákon, íslenska landsliðið og Lille, því hann er mjög góður leikmaður og hefur verið að spila alla leiki fyrir Lille. Það er kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum. Það er alltaf sorglegt að missa góða leikmenn en við vonum að þeir sem koma í staðinn láti ljós sitt skína. Við komumst vonandi í gegnum þetta og náum góðum úrslitum,“ sagði Hareide en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld, með leik við Svartfjallaland klukkan 18:45, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Undirbúningurinn hefur verið hefðbundinn og gengið vel. Við reynum að byggja ofan á því sem við gerðum í júní [í leikjunum við England og Holland]. Þjóðadeildin er mikilvæg og getur komið okkur í góða stöðu til að eiga varaleið ef við komumst ekki í gegnum undankeppni HM, líkt og í mars. Við verðum að nýta okkur það,“ sagði Hareide. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Åge Hareide ræddi um leik kvöldsins Hann þarf hins vegar að finna lausnir við því að tvo lykilmenn skuli vanta í íslenska liðið. Hákon er meiddur og Sverrir Ingi Ingason einnig. „Meiðsli eru alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir, því við höfum ekki sömu breidd og stóru þjóðirnar. En við erum með góðan hóp, góða leikmenn, og á meðan að við vinnum áfram með það sama og áður þá er þetta ekkert nýtt fyrir þeim. Hópurinn býr að því að leikmenn þekkja hvern annan mjög vel og það er mikill styrkleiki fyrir Ísland,“ sagði Hareide. Leikjaálag hjá Lille kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum Þó að maður komi í manns stað þá er Hákon eini Íslendingurinn hjá félagsliði í Meistaradeild Evrópu í vetur og meiðsli hans mikil vonbrigði: „Það er leitt fyrir Hákon, íslenska landsliðið og Lille, því hann er mjög góður leikmaður og hefur verið að spila alla leiki fyrir Lille. Það er kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum. Það er alltaf sorglegt að missa góða leikmenn en við vonum að þeir sem koma í staðinn láti ljós sitt skína. Við komumst vonandi í gegnum þetta og náum góðum úrslitum,“ sagði Hareide en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira