Er allt í baklás? Þú getur meira en þú heldur... Guðlaugur Birgisson skrifar 8. september 2024 14:02 Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Nú ber hann upp á daginn í dag, sunnudaginn 8.september. Heimssamband sjúkraþjálfara WCPT stendur að deginum og notum við sjúkraþjálfarar daginn til þess að vekja athygli á okkar störfum sem spanna vítt svið. Í ár er dagurinn tileinkaður umfjöllun um mjóbaksverki og öflugt starf sjúkraþjálfara hvað varðar forvarnir, greiningu og meðferð þeirra. Verkir í mjóbaki eru helsta ástæða færniskerðingar í heiminum í dag. Árið 2020 upplifðu 619 milljón manns í heiminum mjóbaksverki eða 1 af hverjum 13jarðarbúum. Þetta er 60% aukning frá árinu 1990. Áætlað er að 843 milljónir alls mannkyns muni glíma við mjóbaksverki árið 2050. Talið er að 90% allra tilfella séu óskilgreind, þ.e. ekki hægt að rekja beint til skaða á tilteknum taugum, liðum, vöðvum, liðböndum eða alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma. Hvað varðar lengd einkenna þá eru góðu fréttirnar þær að minnihluti þeirra sem upplifir verki í mjóbaki þróar með sér langvarandi einkenni (hefur verki í meira en 3 mánuði). Langvarandi verkjaupplifun er oft á tíðum samspil líkamlegs og andlegs álags í daglegu lífi sem og fyrri áfallasögu. Sjúkraþjálfarar eru í lykilhlutverki þegar kemur að forvörnum, greiningu og meðferð mjóbaksverkja. Með sértækum æfingum, fræðslu og ráðleggingum er varða líkamlegt álag og lífsstíl má fyrirbyggja mjóbakseinkenni og ennfremur auka lífsgæði þeirra sem glíma við langtíma verki. Í gegnum sérhæfða meðferð við langvinnum mjóbaksverjum gera sjúkraþjálfarar fólki kleift að vera virkara í daglegu lífi og öðlast betri stjórn á langvarandi einkennum. Heimssamband sjúkraþjálfara lét fyrir stuttu útbúa veggspjöld og upplýsingablöð með ýmsum fróðleik um mjóbaksverki í tilefni alþjóðlegs dags sjúkraþjálfara. Félag sjúkraþjálfara hefur nú látið þýða þessa útgáfu og má sjá afraksturinn á slóðinni: https://www.sjukrathjalfun.is/um-felagid/utgafa/frettir/althjodadagur-sjukrathjalfunar-er-8.-september. Endilega kíkið á það. Í lokin langar mig að óska öllum sjúkraþjálfurum á Íslandi til hamingju með alþjóðlega daginn í dag! Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Nú ber hann upp á daginn í dag, sunnudaginn 8.september. Heimssamband sjúkraþjálfara WCPT stendur að deginum og notum við sjúkraþjálfarar daginn til þess að vekja athygli á okkar störfum sem spanna vítt svið. Í ár er dagurinn tileinkaður umfjöllun um mjóbaksverki og öflugt starf sjúkraþjálfara hvað varðar forvarnir, greiningu og meðferð þeirra. Verkir í mjóbaki eru helsta ástæða færniskerðingar í heiminum í dag. Árið 2020 upplifðu 619 milljón manns í heiminum mjóbaksverki eða 1 af hverjum 13jarðarbúum. Þetta er 60% aukning frá árinu 1990. Áætlað er að 843 milljónir alls mannkyns muni glíma við mjóbaksverki árið 2050. Talið er að 90% allra tilfella séu óskilgreind, þ.e. ekki hægt að rekja beint til skaða á tilteknum taugum, liðum, vöðvum, liðböndum eða alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma. Hvað varðar lengd einkenna þá eru góðu fréttirnar þær að minnihluti þeirra sem upplifir verki í mjóbaki þróar með sér langvarandi einkenni (hefur verki í meira en 3 mánuði). Langvarandi verkjaupplifun er oft á tíðum samspil líkamlegs og andlegs álags í daglegu lífi sem og fyrri áfallasögu. Sjúkraþjálfarar eru í lykilhlutverki þegar kemur að forvörnum, greiningu og meðferð mjóbaksverkja. Með sértækum æfingum, fræðslu og ráðleggingum er varða líkamlegt álag og lífsstíl má fyrirbyggja mjóbakseinkenni og ennfremur auka lífsgæði þeirra sem glíma við langtíma verki. Í gegnum sérhæfða meðferð við langvinnum mjóbaksverjum gera sjúkraþjálfarar fólki kleift að vera virkara í daglegu lífi og öðlast betri stjórn á langvarandi einkennum. Heimssamband sjúkraþjálfara lét fyrir stuttu útbúa veggspjöld og upplýsingablöð með ýmsum fróðleik um mjóbaksverki í tilefni alþjóðlegs dags sjúkraþjálfara. Félag sjúkraþjálfara hefur nú látið þýða þessa útgáfu og má sjá afraksturinn á slóðinni: https://www.sjukrathjalfun.is/um-felagid/utgafa/frettir/althjodadagur-sjukrathjalfunar-er-8.-september. Endilega kíkið á það. Í lokin langar mig að óska öllum sjúkraþjálfurum á Íslandi til hamingju með alþjóðlega daginn í dag! Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur á Reykjalundi.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun