Þarna mættust liðin sem enduðu í 9. og 8. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en það voru Gróttumenn sem reyndust sterkari að þessu sinni.
Leikurinn var jafn lengi vel og í hálfleik var staðan 15-15, og 21-21 þegar korter var eftir. Þá skoruðu heimamenn hins vegar sex mörk í röð og stungu af.
Jón Ómar Gíslason var markahæstur hjá Gróttu, samkvæmt tölfræðivef HB Statz, með níu mörk úr aðeins tíu skotum. Jakob Ingi Stefánsson kom svo næstur með sjö mörk. Elvar Otri Hjálmarsson skoraði fjögur.
Hjá KA skoraði Daði Jónsson sex mörk úr jafnmörgum skotum og Dagur Árni Heimisson einnig sex en úr fjórtán skotum. Einar Rafn Eiðsson var svo þriðji markahæstur með fjögur mörk.