Fjölskyldan í fyrsta sæti hjá Falk sem missti af stórleiknum gegn Bröndby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 11:01 Fyrirliðinn Rasmus Falk í leik með FCK á þessari leiktíð. Craig Foy/Getty Images Rasmus Falk, fyrirliði FC Kaupmannahafnar, missti af nágrannaslagnum gegn Bröndby á dögunum þar sem eiginkona hans, Jacqueline Ann Sofie Falk Østergaard, þurfti að gangast undir aðgerð eftir að hafa fætt fyrirbura fyrr í sumar. Falk hefur nú tjáð sig um atvikið á samfélagsmiðlum en stuðningsfólki félagsins brá heldur betur brún í þegar það sá nafn hans hvergi á leikskýrslunni í stórleiknum gegn Bröndby. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir Falk að síðustu vikur hafi verið erfiðar en sonur þeirra kom í heiminn þann 29. júlí, rúmum 9 vikum fyrir settan dag. Degi áður hafði Falk verið að spila með FCK gegn AGF þegar hann var tekinn af velli og sást skömmu síðar hlaupa í átt til búningsherbergja, degi síðar kom sonur þeirra svo í heiminn. View this post on Instagram A post shared by @rasmusfalkjensen Í færslu sinni segir hann að síðan þá hafi lítið verið sofið og allskyns skoðanir átt sér stað enda drengurinn fæddur löngu fyrir settan dag. Hann segir samt mikla gleði, von og óendanlega ást hafa umlukið sig og Jacqueline þar sem sonur þeirra var loks kominn í heiminn. Þó Jacqueline og sonur hans hafi verið á spítalanum hefur Falk samt verið í lykilhlutverki hjá FCK. Það er þangað til liðið mætti Bröndby í því sem er einn stærsti leikur Skandinavíu. Moi lukker og slukker🔒🔥#fcklive #sldk pic.twitter.com/Rlw9w0ZlXR— F.C. København (@FCKobenhavn) September 1, 2024 Þegar það styttist í lokin á spítalavist þeirra þurfti Jacqueline skyndilega að undirgangast aðgerð og því gat Falk ekki gefið kost á sér í leikinn. Ekki kemur fram hvers vegna Jacqueline þurfti að fara í aðgerð en sem betur fer er hún á batavegi og segir Falk þau við það að vera tilbúin að takast á við lífið utan veggja spítalans sem fjölskylda. Miðjumaðurinn hefur fengið þó nokkra daga í frí þar sem nú er landsleikjahlé en reikna má með Falk í byrjunarliði FCK þegar liðið mætir ríkjandi meisturum í Midtjylland þann 14. september næstkomandi. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira
Falk hefur nú tjáð sig um atvikið á samfélagsmiðlum en stuðningsfólki félagsins brá heldur betur brún í þegar það sá nafn hans hvergi á leikskýrslunni í stórleiknum gegn Bröndby. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir Falk að síðustu vikur hafi verið erfiðar en sonur þeirra kom í heiminn þann 29. júlí, rúmum 9 vikum fyrir settan dag. Degi áður hafði Falk verið að spila með FCK gegn AGF þegar hann var tekinn af velli og sást skömmu síðar hlaupa í átt til búningsherbergja, degi síðar kom sonur þeirra svo í heiminn. View this post on Instagram A post shared by @rasmusfalkjensen Í færslu sinni segir hann að síðan þá hafi lítið verið sofið og allskyns skoðanir átt sér stað enda drengurinn fæddur löngu fyrir settan dag. Hann segir samt mikla gleði, von og óendanlega ást hafa umlukið sig og Jacqueline þar sem sonur þeirra var loks kominn í heiminn. Þó Jacqueline og sonur hans hafi verið á spítalanum hefur Falk samt verið í lykilhlutverki hjá FCK. Það er þangað til liðið mætti Bröndby í því sem er einn stærsti leikur Skandinavíu. Moi lukker og slukker🔒🔥#fcklive #sldk pic.twitter.com/Rlw9w0ZlXR— F.C. København (@FCKobenhavn) September 1, 2024 Þegar það styttist í lokin á spítalavist þeirra þurfti Jacqueline skyndilega að undirgangast aðgerð og því gat Falk ekki gefið kost á sér í leikinn. Ekki kemur fram hvers vegna Jacqueline þurfti að fara í aðgerð en sem betur fer er hún á batavegi og segir Falk þau við það að vera tilbúin að takast á við lífið utan veggja spítalans sem fjölskylda. Miðjumaðurinn hefur fengið þó nokkra daga í frí þar sem nú er landsleikjahlé en reikna má með Falk í byrjunarliði FCK þegar liðið mætir ríkjandi meisturum í Midtjylland þann 14. september næstkomandi.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira