Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 12:35 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Vísir/Ívar Fannar Bæjarráð Grindavíkur vill að lokunarpóstar við bæinn verði fjarlægðir og bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi. Forseti bæjarstjórnar segist vilja sýna fólki að bærinn sé ekki vesældin ein. Bæjarráð ályktaði um þetta fyrir helgi á fundi sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðið óskar eftir því að lokunarpóstarnir séu fjarlægðir en bærinn hefur verið lokaður almenningi frá því að hann var fyrst rýmdur þann 10. nóvember á síðasta ári. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, segir þetta vera rétta skrefið í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. „Það er líka svona persónuleg reynsla og mikilvægt að fólk fái að sjá það að þetta er ekki bara vesældin ein. Það er margt notalegt og gott inni í bæ. Við þurfum að sýna fólki það,“ segir Ásrún. Bærinn sé að miklu leyti öruggt svæði. „Það er mikil vinna innan bæjarins varðandi það að girða af hættuleg svæði og þeirri vinnu miðar mjög vel áfram. Svo er það jarðkönnunarverkefnið, það er langt komið. Þannig við viljum núna sjá ákveðna þróun í þessum málum. Við erum líka að hugsa um fyrirtæki sem vilja hefja rekstur,“ segir Ásrún. Boltinn sé núna hjá Grindavíkurnefndinni og almannavörnum. Hún er bjartsýn á að bærinn verði opnaður almenningi. „Ég hef í öllu þessu ferli verið bjartsýn. Mér finnst líka verktakarnir inni í bæ standa sig og það er mikil áræðni þar. Ég held að þetta verði skref í rétta átt fyrir okkur,“ segir Ásrún. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Bæjarráð ályktaði um þetta fyrir helgi á fundi sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðið óskar eftir því að lokunarpóstarnir séu fjarlægðir en bærinn hefur verið lokaður almenningi frá því að hann var fyrst rýmdur þann 10. nóvember á síðasta ári. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, segir þetta vera rétta skrefið í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. „Það er líka svona persónuleg reynsla og mikilvægt að fólk fái að sjá það að þetta er ekki bara vesældin ein. Það er margt notalegt og gott inni í bæ. Við þurfum að sýna fólki það,“ segir Ásrún. Bærinn sé að miklu leyti öruggt svæði. „Það er mikil vinna innan bæjarins varðandi það að girða af hættuleg svæði og þeirri vinnu miðar mjög vel áfram. Svo er það jarðkönnunarverkefnið, það er langt komið. Þannig við viljum núna sjá ákveðna þróun í þessum málum. Við erum líka að hugsa um fyrirtæki sem vilja hefja rekstur,“ segir Ásrún. Boltinn sé núna hjá Grindavíkurnefndinni og almannavörnum. Hún er bjartsýn á að bærinn verði opnaður almenningi. „Ég hef í öllu þessu ferli verið bjartsýn. Mér finnst líka verktakarnir inni í bæ standa sig og það er mikil áræðni þar. Ég held að þetta verði skref í rétta átt fyrir okkur,“ segir Ásrún.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira