Afsakar sig með því að segja Frakka vera í tilraunamennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 13:30 Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, svarar spurningum á blaðamannafundi. Getty/ Franco Arland Hvað er að gerast hjá Frökkum? Það er ekkert skrýtið að sumir spyrji eftir stórt tap í París fyrir helgi. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki áhyggjur og segist vera að prófa sig áfram með nýja leikmenn. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, segist stýra franska landsliðinu öðruvísi í þessum Þjóðadeildarleikjum en ef að um leiki í undankeppni HM væri að ræða. Frakkar steinlágu 3-1 á móti Ítalíu á heimavelli á föstudaginn og mæta Belgum í kvöld. Deschamps var búinn að ákveða það að nota þessa leiki í tilraunamennsku og að hann muni ekki breyta því þrátt fyrir skellinn. „Við verðum að nota þessa sex leiki í Þjóðdeildinni í að skoða nýja leikmenn og skipta spilatímanum á milli leikmanna,“ sagði Didier Deschamps á blaðamannafundi. ESPN segir frá. „Ef að við værum að spila í undankeppni HM þá hefði ég ekki farið þessa leið. Það er á hreinu. Ég valdi þessa leið af því að ég tel að við þurfum að komast í gegnum þetta ferli og ég ætla ekki að breyta um skoðun núna,“ sagði Deschamps. Deschamps vonast eftir því að lið hans bregðist við tapinu á móti Ítölum á réttan hátt. Þeir komust yfir á móti Ítalíu eftir aðeins tuttugu sekúndur en fengu síðan á sig þrjú mörk. „Ég get ekki verið ánægður með leikinn á móti Ítalíu ekki frekar en leikmennirnir sjálfir. Á morgun [í kvöld] er annar leikur, aðrar kringumstæður og annars konar lið með sömu skyldur,“ sagði Deschamps. „Ég hef valið það að gefa sem flestum mínútur. Þrátt fyrir það þá er alltaf pressa á mönnum að spila vel,“ sagði Deschamps. Leikur Frakka og Belga er sýndur beint á Vodafone Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.35. Franski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, segist stýra franska landsliðinu öðruvísi í þessum Þjóðadeildarleikjum en ef að um leiki í undankeppni HM væri að ræða. Frakkar steinlágu 3-1 á móti Ítalíu á heimavelli á föstudaginn og mæta Belgum í kvöld. Deschamps var búinn að ákveða það að nota þessa leiki í tilraunamennsku og að hann muni ekki breyta því þrátt fyrir skellinn. „Við verðum að nota þessa sex leiki í Þjóðdeildinni í að skoða nýja leikmenn og skipta spilatímanum á milli leikmanna,“ sagði Didier Deschamps á blaðamannafundi. ESPN segir frá. „Ef að við værum að spila í undankeppni HM þá hefði ég ekki farið þessa leið. Það er á hreinu. Ég valdi þessa leið af því að ég tel að við þurfum að komast í gegnum þetta ferli og ég ætla ekki að breyta um skoðun núna,“ sagði Deschamps. Deschamps vonast eftir því að lið hans bregðist við tapinu á móti Ítölum á réttan hátt. Þeir komust yfir á móti Ítalíu eftir aðeins tuttugu sekúndur en fengu síðan á sig þrjú mörk. „Ég get ekki verið ánægður með leikinn á móti Ítalíu ekki frekar en leikmennirnir sjálfir. Á morgun [í kvöld] er annar leikur, aðrar kringumstæður og annars konar lið með sömu skyldur,“ sagði Deschamps. „Ég hef valið það að gefa sem flestum mínútur. Þrátt fyrir það þá er alltaf pressa á mönnum að spila vel,“ sagði Deschamps. Leikur Frakka og Belga er sýndur beint á Vodafone Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.35.
Franski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira