Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 11:34 SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir árásirnar meðal annars hafa verið gerðar úr lofthelgi Líbanon. Ísraelar hafi skotið eldflaugum þaðan. EPA/ABIR SULTAN Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmiklar árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi. Minnst fjórtán eru sagðir liggja í valnum en árásirnar eru sagðar hafa beinst að mörgum hernaðarlegum skotmörkum í landinu. Ráðamenn í Sýrlandi segja þó að óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum. Utanríkisráðuneyti Sýrlands hefur fordæmt árásirnar og ríkismiðill landsins segir 43 særða eftir árásirnar. Ísraelar hafa neitað að tjá sig um árásirnar, eins og þeir gera alltaf varðandi loftárásir þeirra í Sýrlandi. Ísraelski herinn hefur á undanförnum árum ítrekað gert loftárásir í Sýrlandi en þeir beinast iðulega að írönskum hermönnum þar í landi og vopnasendingum frá Íran til hópa eins og Hezbolla í Líbanon. Á undanförnum mánuðum hefur þessum árásum fjölgað og hafa Ísraelar meðal annars fellt íranskan herforingja úr byltingarverði Írans í árás á ræðismannsskrifstofu ríkisins í Damaskus. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Margar þessara árása hafa verið gerðar ærri Masyaf en Íranar og vígahópar sem þeir styðja eru taldir vera umsvifamiklir í héraðinu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í morgun fyrir að Íranar hefðu fallið í árásum Ísraela. Syrian Observatory for Humman Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, segja að minnsta kosti 25 hafi fallið í árásunum. Þar af séu fimm óbreyttir borgarar, fjórir hermenn, starfsmenn leyniþjónusta og meðlimir vígahópa sem studdir eru af Íran. Heimildarmenn Reuters segja að Ísraelar hafi meðal annars gert árás á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem Íranar hafa framleitt eldflaugar, samkvæmt yfirvöldum í Ísrael. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir segja einnig að efnavopn, eins og saríngas, hafi verið framleidd í rannsóknarstöðinni. Talið er að þar hafi teymi íranskra sérfræðinga haldið til og að þeir hafi aðstoðað við vopnaframleiðsluna. Ísrael Sýrland Íran Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8. september 2024 23:20 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Sýrlands hefur fordæmt árásirnar og ríkismiðill landsins segir 43 særða eftir árásirnar. Ísraelar hafa neitað að tjá sig um árásirnar, eins og þeir gera alltaf varðandi loftárásir þeirra í Sýrlandi. Ísraelski herinn hefur á undanförnum árum ítrekað gert loftárásir í Sýrlandi en þeir beinast iðulega að írönskum hermönnum þar í landi og vopnasendingum frá Íran til hópa eins og Hezbolla í Líbanon. Á undanförnum mánuðum hefur þessum árásum fjölgað og hafa Ísraelar meðal annars fellt íranskan herforingja úr byltingarverði Írans í árás á ræðismannsskrifstofu ríkisins í Damaskus. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Margar þessara árása hafa verið gerðar ærri Masyaf en Íranar og vígahópar sem þeir styðja eru taldir vera umsvifamiklir í héraðinu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í morgun fyrir að Íranar hefðu fallið í árásum Ísraela. Syrian Observatory for Humman Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, segja að minnsta kosti 25 hafi fallið í árásunum. Þar af séu fimm óbreyttir borgarar, fjórir hermenn, starfsmenn leyniþjónusta og meðlimir vígahópa sem studdir eru af Íran. Heimildarmenn Reuters segja að Ísraelar hafi meðal annars gert árás á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem Íranar hafa framleitt eldflaugar, samkvæmt yfirvöldum í Ísrael. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir segja einnig að efnavopn, eins og saríngas, hafi verið framleidd í rannsóknarstöðinni. Talið er að þar hafi teymi íranskra sérfræðinga haldið til og að þeir hafi aðstoðað við vopnaframleiðsluna.
Ísrael Sýrland Íran Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8. september 2024 23:20 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8. september 2024 23:20