Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 16:08 Gisele Pelicot við hlið sonar síns og lögmanns. EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Verjendur manna sem hafa verið ákærðir fyrir að nauðga konu eftir að eiginmaður hennar byrlaði henni ólyfjan segjast ætla að leggja fram formlegar kvartanir yfir því að nöfnum þeirra og öðrum upplýsingum hafi verið lekið á netið. Þeir segja myndir hafa verið teknar af þeim í dómsal og að þær hafi einnig verið birtar á netinu, sem fari gegn frönskum lögum. Þetta segja lögmennirnir að ógni öryggi skjólstæðinga mannanna og öryggi fjölskyldna þeirra. Börn manna hafi þegar orðið fyrir áreiti, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Þetta sögðu umræddir lögmenn við réttarhöld gegn 71 árs gömlum manni, Dominique Pelicot, og öðrum mönnum sem sá fyrrnefndi fékk til að nauðga 72 ára eiginkonu sinni yfir tíu ára tímabil. Málaferlin, sem standa nú yfir í Frakklandi, hafa vakið mikla athygli. Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að eiginmaður konunnar, sem er 72 ára gömul og heitir Gisele, byrlaði henni og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Sjá einnig: Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld. Áðurnefndir lögmenn segja að börn verjenda sinna hafi orðið fyrir áreiti og eiginkonur þeirra og aðrir ættingjar hafi verið móðgaðir á götum úti, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Lögmaður Gisele og barna hennar og Pelicot hefur kallað eftir því að fólk sýnist stillingu á samfélagsmiðlum meðan réttarhöldin ganga sitt skeið. Það væri sorglegt að saklaus ættmenni mannanna yrðu fyrir áreiti. Búist er við því að réttarhöldin standi yfir fram að jólum en Dominique Pelicot á að bera vitni seinni partinn á morgun. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Tengdar fréttir „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Dóttir Dominique Pélicot, sem fékk 72 menn til að nauðga eiginkonu sinni yfir tíu ára tímabil, hefur lýst honum sem „einum versta kynferðisbrotamanni síðustu tuttugu ára.“ 7. september 2024 10:25 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Þetta segja lögmennirnir að ógni öryggi skjólstæðinga mannanna og öryggi fjölskyldna þeirra. Börn manna hafi þegar orðið fyrir áreiti, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Þetta sögðu umræddir lögmenn við réttarhöld gegn 71 árs gömlum manni, Dominique Pelicot, og öðrum mönnum sem sá fyrrnefndi fékk til að nauðga 72 ára eiginkonu sinni yfir tíu ára tímabil. Málaferlin, sem standa nú yfir í Frakklandi, hafa vakið mikla athygli. Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að eiginmaður konunnar, sem er 72 ára gömul og heitir Gisele, byrlaði henni og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Sjá einnig: Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld. Áðurnefndir lögmenn segja að börn verjenda sinna hafi orðið fyrir áreiti og eiginkonur þeirra og aðrir ættingjar hafi verið móðgaðir á götum úti, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Lögmaður Gisele og barna hennar og Pelicot hefur kallað eftir því að fólk sýnist stillingu á samfélagsmiðlum meðan réttarhöldin ganga sitt skeið. Það væri sorglegt að saklaus ættmenni mannanna yrðu fyrir áreiti. Búist er við því að réttarhöldin standi yfir fram að jólum en Dominique Pelicot á að bera vitni seinni partinn á morgun.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Tengdar fréttir „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Dóttir Dominique Pélicot, sem fékk 72 menn til að nauðga eiginkonu sinni yfir tíu ára tímabil, hefur lýst honum sem „einum versta kynferðisbrotamanni síðustu tuttugu ára.“ 7. september 2024 10:25 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
„Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Dóttir Dominique Pélicot, sem fékk 72 menn til að nauðga eiginkonu sinni yfir tíu ára tímabil, hefur lýst honum sem „einum versta kynferðisbrotamanni síðustu tuttugu ára.“ 7. september 2024 10:25