Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 16:31 Andri Fannar Baldursson í leik með íslenska undir 21 árs landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. Liðin mætast á Víkingsvelli á morgun í leik sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og mæta okkar strákar með fullt sjálfstraust í leikinn gegn Wales eftir frábæran sigur á landsliði Danmerkur á dögunum. „Við erum mjög ánægðir með þann leik,“ sagði Andri Fannar um leikinn gegn Dönum í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. „Auðvitað margt sem við hefðum geta gert betur en einnig margt gott sem við getum tekið með okkur. Við erum allir mjög ánægðir með að hafa unnið Danina.“ Frammistaða sem gefur sjálfstraust fyrir framhaldið? „Já klárlega. Við erum mjög spenntir fyrir leiknum á morgun og ætlum að gera enn betur. Ná í þrjú stig.“ „Þetta var mjög sterkt fyrir okkur. Ef við ætlum að láta þennan sigur gegn Dönum telja þá bara verðum við að vinna á morgun. Við erum allir fullvissir um að sigur er það eina sem er í boði fyrir okkur. Fókusinn er allur á að gera vel á morgun.“ Andri er fullviss um að Ísland geti borið sigur úr býtum úr leiknum ef liðið spilar sinn leik. Sigur gegn Wales kemur Íslandi upp fyrir þá í riðlinum í annað sæti hið minnsta. „Þeir eru harðir í horn að taka,“ segir Andri Fannar um lið Wales. „Vinna mikið af seinni boltum og ég býst við því að það verði meiri fætingur heldur en á móti Dönum sem voru meira í því að reyna spila boltanum á jörðinni. Föst leikatriði verða því að telja hjá okkur á morgun. Það verður að vera kveikt á okkur í þannig stöðum. Og ef við vinnum einvígin okkar, þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Þurfið þið þá að nálgast leikinn eitthvað öðruvísi heldur en þið gerðum á móti Dönum? „Nei. Fyrst og fremst snýst þetta bara alltaf um okkur sjálfa. Að við höldum í okkar gildi. Svo þurfum við bara að aðlagast því hvernig Walesverjarnir spila. Þetta verður barátta. En ef við stöndum allir saman, bökkum hvorn annan upp, þá erum við að fara vinna þennan leik.“ Leikur Íslands og Wales í undankeppni EM undir 21 árs landsliða hefst klukkan hálf fimm á Víkingsvelli á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Liðin mætast á Víkingsvelli á morgun í leik sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og mæta okkar strákar með fullt sjálfstraust í leikinn gegn Wales eftir frábæran sigur á landsliði Danmerkur á dögunum. „Við erum mjög ánægðir með þann leik,“ sagði Andri Fannar um leikinn gegn Dönum í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. „Auðvitað margt sem við hefðum geta gert betur en einnig margt gott sem við getum tekið með okkur. Við erum allir mjög ánægðir með að hafa unnið Danina.“ Frammistaða sem gefur sjálfstraust fyrir framhaldið? „Já klárlega. Við erum mjög spenntir fyrir leiknum á morgun og ætlum að gera enn betur. Ná í þrjú stig.“ „Þetta var mjög sterkt fyrir okkur. Ef við ætlum að láta þennan sigur gegn Dönum telja þá bara verðum við að vinna á morgun. Við erum allir fullvissir um að sigur er það eina sem er í boði fyrir okkur. Fókusinn er allur á að gera vel á morgun.“ Andri er fullviss um að Ísland geti borið sigur úr býtum úr leiknum ef liðið spilar sinn leik. Sigur gegn Wales kemur Íslandi upp fyrir þá í riðlinum í annað sæti hið minnsta. „Þeir eru harðir í horn að taka,“ segir Andri Fannar um lið Wales. „Vinna mikið af seinni boltum og ég býst við því að það verði meiri fætingur heldur en á móti Dönum sem voru meira í því að reyna spila boltanum á jörðinni. Föst leikatriði verða því að telja hjá okkur á morgun. Það verður að vera kveikt á okkur í þannig stöðum. Og ef við vinnum einvígin okkar, þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Þurfið þið þá að nálgast leikinn eitthvað öðruvísi heldur en þið gerðum á móti Dönum? „Nei. Fyrst og fremst snýst þetta bara alltaf um okkur sjálfa. Að við höldum í okkar gildi. Svo þurfum við bara að aðlagast því hvernig Walesverjarnir spila. Þetta verður barátta. En ef við stöndum allir saman, bökkum hvorn annan upp, þá erum við að fara vinna þennan leik.“ Leikur Íslands og Wales í undankeppni EM undir 21 árs landsliða hefst klukkan hálf fimm á Víkingsvelli á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira