Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 07:42 Camilla Herrem og Þórir Hergeirsson hafa unnið fimmtán verðlaun saman á stórmótum með norska kvennalandsliðinu í handbolta. Getty/Igor Soban/Maja Hitij Norska handboltakonan Camilla Herrem þekkir það betur en flestir að spila undir stjórn Þóris Hergeirssonar með norska handboltalandsliðinu og hún hrósar íslenska þjálfaranum mikið. Þórir tilkynnti í gær að hann ætli að hætta með norska landsliðið eftir Evrópumótið í desember. Hann hefur þjálfað liðið í fimmtán ár og var þar á undan aðstoðarþjálfari liðsins í mörg ár. Herrem tók þátt bæði í fyrsta titli liðsins undir Þóris (EM 2010) og síðasta titlinum (ÓL í París 2014). Hún hefur alls verið með í fimmtán af sextán verðlaunaliðum norska handboltalandsiðsins undir stjórn Þóris. Vissi ekki hver ákvörðun hans var Herrem vissi ekki um ákvörðun hans fyrir fram og var mikið niðri fyrir þegar hún frétti af ákvörðun Selfyssingsins. Það þarf sérstakan þjálfara til að vinna svo lengi með sama lið og ná á sama tíma svo stöðugum árangri. Það er líka ljóst á viðtali við Herrem að það er persónan Þórir sem á risastóran þátt í árangrinum. Þórir er auðvitað frábær handboltaþjálfari sem gjörþekkir íþróttina. Hann er líka gríðarlega sterkur í samskiptum við leikmenn. Hann setur kröfur á leikmenn sína en þær geta um leið alltaf leitað til hans. Þórir Hergeirsson fylgist hér með norska liðinu á Ólympíuleikunum í París.Getty/Steph Chambers Ekki auðvelt fylla í hans skó „Hann hefur gert ótrúlega góða hluti fyrir handboltann og landsliðið. Hann er stór maður og það verður ekki auðvelt fylla í hans skó,“ sagði Camilla Herrem í viðtali við Verdens Gang. Hún spurð hvað væri það besta við Þóri? „Hans leiðtogahæfileikar og hans persónuleiki. Hann er svo ótrúlega góð manneskja. Það er gott að tala við hann og þér líður eins og þú getir sagt honum allt. Ég get ekki sagt það sama með marga þjálfara, sagði Herrem. „Það er mikið traust í gangi og þú getur verið opinská og hreinskilin. Hann er mjög vingjarnlegur maður og ótrúlega góður leiðtogi, sagði Herrem. Hrikalega sorglegt Kom það henni á óvart að Þórir hafi ákveðið að hætta? „Bæði og. Ég veit að hann hugsaði mikið um þetta. Eins og hann sagði þá komst hann að þessari niðurstöðu eftir að rykið settist eftir Ólympíuleikana, sagði Herrem. „Það er enginn landsliðsþjálfari sem hefur verið í starfi sínu frá 2009. Hvað þá að ná þessum árangri á þessum tíma. Ég fékk hnút í magann þegar ég frétti þetta. Þetta er hrikalega sorglegt, sagði Herrem. Getty/Sanjin Strukic Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Þórir tilkynnti í gær að hann ætli að hætta með norska landsliðið eftir Evrópumótið í desember. Hann hefur þjálfað liðið í fimmtán ár og var þar á undan aðstoðarþjálfari liðsins í mörg ár. Herrem tók þátt bæði í fyrsta titli liðsins undir Þóris (EM 2010) og síðasta titlinum (ÓL í París 2014). Hún hefur alls verið með í fimmtán af sextán verðlaunaliðum norska handboltalandsiðsins undir stjórn Þóris. Vissi ekki hver ákvörðun hans var Herrem vissi ekki um ákvörðun hans fyrir fram og var mikið niðri fyrir þegar hún frétti af ákvörðun Selfyssingsins. Það þarf sérstakan þjálfara til að vinna svo lengi með sama lið og ná á sama tíma svo stöðugum árangri. Það er líka ljóst á viðtali við Herrem að það er persónan Þórir sem á risastóran þátt í árangrinum. Þórir er auðvitað frábær handboltaþjálfari sem gjörþekkir íþróttina. Hann er líka gríðarlega sterkur í samskiptum við leikmenn. Hann setur kröfur á leikmenn sína en þær geta um leið alltaf leitað til hans. Þórir Hergeirsson fylgist hér með norska liðinu á Ólympíuleikunum í París.Getty/Steph Chambers Ekki auðvelt fylla í hans skó „Hann hefur gert ótrúlega góða hluti fyrir handboltann og landsliðið. Hann er stór maður og það verður ekki auðvelt fylla í hans skó,“ sagði Camilla Herrem í viðtali við Verdens Gang. Hún spurð hvað væri það besta við Þóri? „Hans leiðtogahæfileikar og hans persónuleiki. Hann er svo ótrúlega góð manneskja. Það er gott að tala við hann og þér líður eins og þú getir sagt honum allt. Ég get ekki sagt það sama með marga þjálfara, sagði Herrem. „Það er mikið traust í gangi og þú getur verið opinská og hreinskilin. Hann er mjög vingjarnlegur maður og ótrúlega góður leiðtogi, sagði Herrem. Hrikalega sorglegt Kom það henni á óvart að Þórir hafi ákveðið að hætta? „Bæði og. Ég veit að hann hugsaði mikið um þetta. Eins og hann sagði þá komst hann að þessari niðurstöðu eftir að rykið settist eftir Ólympíuleikana, sagði Herrem. „Það er enginn landsliðsþjálfari sem hefur verið í starfi sínu frá 2009. Hvað þá að ná þessum árangri á þessum tíma. Ég fékk hnút í magann þegar ég frétti þetta. Þetta er hrikalega sorglegt, sagði Herrem. Getty/Sanjin Strukic
Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira