Stéttaskipt tjáningarfrelsi Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir skrifa 10. september 2024 12:03 Í gær, mánudaginn 9. september sl. kom niðurstaða dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar. Vararíkissaksóknari eins og flest vita var áminntur og sendur í leyfi fyrir ítrekaða orðræðu, deilingar og „like“ á samfélagsmiðlum. Orðræðu gegn samkynhneigðum, fólki á flótta, innflytjendum, tilteknum samtökum og tjáning í formi deilinga og „like“ um einstaka mál þolenda ofbeldis, þó ekki til stuðnings þeirra. Til upprifjunar þá deildi hann m.a. og líkaði við Facebook færslu sem braut gegn persónuvernd þolanda ofbeldis, sakaði fólk á flótta um að gera sér upp samkynhneigð til að fá vernd hér á landi og líkaði við færslu þar sem bæði þolandi og Stígamót eru sökuð um lögbrot á opinberum vettvangi. Væri Helgi ekki maður í valdastöðu, stöðu sem hefur áhrif á gang mála brotaþola, væri þessi niðurstaða ekki jafn grafalvarleg. Staðreyndin er sú að hann hefur meiri völd innan samfélagsins sem og réttarkerfisins en flest okkar í þessu þjóðfélagi. Einstaklingar, óháð kyni, kynhneigð og uppruna á að geta treyst því að fá réttláta málsmeðferð í kerfinu án fordóma. Hvernig getur embættið uppfyllt þau skilyrði með þennan mann innanborðs? Sama dag þurfti baráttukona að biðja landsþekktan meintan rað ofbeldismann afsökunar á nafnlausri Twitter færslu. Svari þar sem hann var hvergi nafngreindur en speglaði sjálfan sig við og ekki í fyrsta skipti. Eftir sat baráttukonan í málaferlum við umræddan mann í 3 ár, með tilheyrandi kostnaði þar til hún gafst upp fjölskyldu sinnar vegna. Þann 8. nóvember 2017 gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um siðareglur fyrir ákærendur á Íslandi til fyllingar á evrópsku leiðbeiningarreglunum. Þar segir í 3. gr.: „Ákærendur skulu gæta þess að framkoma og framganga þeirra utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til ákæruvaldsins“. Fram kemur að ákærendur skuli forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þeirra og dregið úr trausti almennings gagnvart þeim. Þá þurfi ákærendur að gæta þess, taki þeir þátt í opinberri umræðu, að framganga þeirra sé með þeim hætti að „hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa“. Afhverju berum við þessi tvö mál saman? Því þessi mál eru keimlík. Orðræðu vararíkissaksóknara má rekja til ársins 2011, á meðan meint ofbeldishegðun mannsins sem þvingaði fram afsökunarbeiðni má rekja á internetinu og ljósvakamiðlum allt til ársins 2009. Bæði málin eiga sér því langa sögu og virðast kjarna annars vegar að tjáningarfrelsi sé stéttaskipt og hins vegar að dómsmálaráðherra þyki ásættanlegur fórnarkostnaður að rýra traust til ákæruvaldsins, sem er nú þegar veikt, frekar en að taka slaginn gegn rótgrónu feðraveldi. Dómsmálaráðherra sagði „...tjáning vararíkissaksóknara hefur verið sett fram við sérstakar aðstæður“ og vísar til þess ofbeldis sem Helgi var beittur og segir að sérstakar aðstæður heimili rýmri tjáningu. Dómar sem hafa fallið undanfarin árin gefa hins vegar þolendum ofbeldis ekki þetta rými þegar þau skila skömminni. Tjáningarfrelsi og hatursorðræða eiga ekkert skylt. Dómsmálaráðherra samþykkir hatursorðræðu gegn öllu fólki á flótta á meðan embættið sem Helgi situr í setur ítrekað múl á þolendur ofbeldis og stuðningsfólk þeirra. Þolendur ofbeldis mega ekki einu sinni tjá sig um einstaka meinta gerendur hvað þá sína eigin kvalara á meðan Helgi fær súkkulaðipassa og snuð. Konur og jaðarhópar njóta ekki þeirra forréttinda að mega tjá sig óheflað. Undir sömu leikreglum mætti háttsettur karlmaður í valdastöðu ekki stunda hatursorðræðu undir formerkjum tjáningarfrelsis sökum vinnutengds álags og konu væri ekki refsað fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt, standa með öðrum þolendum og segja það sama og ómað hefur um íslenskan veraldarvef og innan samfélagsins í 15 ár. Öfgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, mánudaginn 9. september sl. kom niðurstaða dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar. Vararíkissaksóknari eins og flest vita var áminntur og sendur í leyfi fyrir ítrekaða orðræðu, deilingar og „like“ á samfélagsmiðlum. Orðræðu gegn samkynhneigðum, fólki á flótta, innflytjendum, tilteknum samtökum og tjáning í formi deilinga og „like“ um einstaka mál þolenda ofbeldis, þó ekki til stuðnings þeirra. Til upprifjunar þá deildi hann m.a. og líkaði við Facebook færslu sem braut gegn persónuvernd þolanda ofbeldis, sakaði fólk á flótta um að gera sér upp samkynhneigð til að fá vernd hér á landi og líkaði við færslu þar sem bæði þolandi og Stígamót eru sökuð um lögbrot á opinberum vettvangi. Væri Helgi ekki maður í valdastöðu, stöðu sem hefur áhrif á gang mála brotaþola, væri þessi niðurstaða ekki jafn grafalvarleg. Staðreyndin er sú að hann hefur meiri völd innan samfélagsins sem og réttarkerfisins en flest okkar í þessu þjóðfélagi. Einstaklingar, óháð kyni, kynhneigð og uppruna á að geta treyst því að fá réttláta málsmeðferð í kerfinu án fordóma. Hvernig getur embættið uppfyllt þau skilyrði með þennan mann innanborðs? Sama dag þurfti baráttukona að biðja landsþekktan meintan rað ofbeldismann afsökunar á nafnlausri Twitter færslu. Svari þar sem hann var hvergi nafngreindur en speglaði sjálfan sig við og ekki í fyrsta skipti. Eftir sat baráttukonan í málaferlum við umræddan mann í 3 ár, með tilheyrandi kostnaði þar til hún gafst upp fjölskyldu sinnar vegna. Þann 8. nóvember 2017 gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um siðareglur fyrir ákærendur á Íslandi til fyllingar á evrópsku leiðbeiningarreglunum. Þar segir í 3. gr.: „Ákærendur skulu gæta þess að framkoma og framganga þeirra utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til ákæruvaldsins“. Fram kemur að ákærendur skuli forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þeirra og dregið úr trausti almennings gagnvart þeim. Þá þurfi ákærendur að gæta þess, taki þeir þátt í opinberri umræðu, að framganga þeirra sé með þeim hætti að „hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa“. Afhverju berum við þessi tvö mál saman? Því þessi mál eru keimlík. Orðræðu vararíkissaksóknara má rekja til ársins 2011, á meðan meint ofbeldishegðun mannsins sem þvingaði fram afsökunarbeiðni má rekja á internetinu og ljósvakamiðlum allt til ársins 2009. Bæði málin eiga sér því langa sögu og virðast kjarna annars vegar að tjáningarfrelsi sé stéttaskipt og hins vegar að dómsmálaráðherra þyki ásættanlegur fórnarkostnaður að rýra traust til ákæruvaldsins, sem er nú þegar veikt, frekar en að taka slaginn gegn rótgrónu feðraveldi. Dómsmálaráðherra sagði „...tjáning vararíkissaksóknara hefur verið sett fram við sérstakar aðstæður“ og vísar til þess ofbeldis sem Helgi var beittur og segir að sérstakar aðstæður heimili rýmri tjáningu. Dómar sem hafa fallið undanfarin árin gefa hins vegar þolendum ofbeldis ekki þetta rými þegar þau skila skömminni. Tjáningarfrelsi og hatursorðræða eiga ekkert skylt. Dómsmálaráðherra samþykkir hatursorðræðu gegn öllu fólki á flótta á meðan embættið sem Helgi situr í setur ítrekað múl á þolendur ofbeldis og stuðningsfólk þeirra. Þolendur ofbeldis mega ekki einu sinni tjá sig um einstaka meinta gerendur hvað þá sína eigin kvalara á meðan Helgi fær súkkulaðipassa og snuð. Konur og jaðarhópar njóta ekki þeirra forréttinda að mega tjá sig óheflað. Undir sömu leikreglum mætti háttsettur karlmaður í valdastöðu ekki stunda hatursorðræðu undir formerkjum tjáningarfrelsis sökum vinnutengds álags og konu væri ekki refsað fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt, standa með öðrum þolendum og segja það sama og ómað hefur um íslenskan veraldarvef og innan samfélagsins í 15 ár. Öfgar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar