Að draga ályktanir af þrettán ára frétt Hörður Arnarson skrifar 11. september 2024 10:01 Haustið 2011 var mikill áhugi víða í samfélaginu að ráðast í hraða uppbyggingu orkuvinnslu fyrir ný álver, svo koma mætti íslensku efnahagslífi sem fyrst aftur á rétta braut eftir hrun. Væntingar voru ekki alltaf raunhæfar, meðal annars um að byggja tvö ný álver á Íslandi. Það blasti til dæmis við að í þáverandi efnahagsástandi var ekki hlaupið að því fyrir orkufyrirtæki að sækja sér milljarða lán til útlanda til framkvæmda. Að sama skapi áttu fyrirtæki, sem höfðu hug á að reisa álver, ekki greiðan aðgang að lánsfé. Ég benti á það á þessum tíma að orka væri alls ekki tiltæk fyrir ný álver, enda alkunna að undirbúningur virkjana tekur mörg ár. Ég benti líka á, að við ættum ekki óþrjótandi virkjunarkosti og yrðum að vanda vel til verka, gæta þess að nýta orkuna okkar sem allra best og tryggja að þjóðin fengi sem hæst verð fyrir þessa auðlind sína. Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, ritaði greinina „Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga“ sem birtist hér á Vísi 9. september þar sem hann snýr þessu öllu á haus. Hann vitnar til þrettán ára gamallar fréttar þar sem hluti umræðu þess tíma er tekinn fyrir, en tilefni fréttarinnar var erindi mitt á formannafundi ASÍ það árið. Í fréttinni kemur að vísu vel fram sú brýning mín að mikilvægt sé að vanda vel til verka og tryggja sem mesta arðsemi. Snæbjörn gerir mér hins vegar upp þá framtíðarsýn að „orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu“, eins og hann ritar. Hann fagnar því að Landsvirkjun hafi ekki tekist „þetta ætlunarverk sitt“. Ef ég drægi jafn frjálslega ályktanir af jafn veiku tilefni og Snæbjörn myndi ég freistast til að halda að hann hafi ekkert kynnt sér stefnu orkufyrirtækis þjóðarinnar frá því að hann rakst á þessa einu frétt fyrir þrettán árum – og misskildi hrapallega. Landsvirkjun hefur skýra framtíðarsýn um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við höfum forgangsraðað orkusölu næstu árin: til almennrar notkunar, innlendra orkuskipta, stafrænnar vegferðar, nýsköpunar, fjölnýtingar og stuðnings við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina. Við gerum þetta með hagsmuni eiganda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar, að leiðarljósi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ 9. september 2024 07:01 Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2011 var mikill áhugi víða í samfélaginu að ráðast í hraða uppbyggingu orkuvinnslu fyrir ný álver, svo koma mætti íslensku efnahagslífi sem fyrst aftur á rétta braut eftir hrun. Væntingar voru ekki alltaf raunhæfar, meðal annars um að byggja tvö ný álver á Íslandi. Það blasti til dæmis við að í þáverandi efnahagsástandi var ekki hlaupið að því fyrir orkufyrirtæki að sækja sér milljarða lán til útlanda til framkvæmda. Að sama skapi áttu fyrirtæki, sem höfðu hug á að reisa álver, ekki greiðan aðgang að lánsfé. Ég benti á það á þessum tíma að orka væri alls ekki tiltæk fyrir ný álver, enda alkunna að undirbúningur virkjana tekur mörg ár. Ég benti líka á, að við ættum ekki óþrjótandi virkjunarkosti og yrðum að vanda vel til verka, gæta þess að nýta orkuna okkar sem allra best og tryggja að þjóðin fengi sem hæst verð fyrir þessa auðlind sína. Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, ritaði greinina „Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga“ sem birtist hér á Vísi 9. september þar sem hann snýr þessu öllu á haus. Hann vitnar til þrettán ára gamallar fréttar þar sem hluti umræðu þess tíma er tekinn fyrir, en tilefni fréttarinnar var erindi mitt á formannafundi ASÍ það árið. Í fréttinni kemur að vísu vel fram sú brýning mín að mikilvægt sé að vanda vel til verka og tryggja sem mesta arðsemi. Snæbjörn gerir mér hins vegar upp þá framtíðarsýn að „orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu“, eins og hann ritar. Hann fagnar því að Landsvirkjun hafi ekki tekist „þetta ætlunarverk sitt“. Ef ég drægi jafn frjálslega ályktanir af jafn veiku tilefni og Snæbjörn myndi ég freistast til að halda að hann hafi ekkert kynnt sér stefnu orkufyrirtækis þjóðarinnar frá því að hann rakst á þessa einu frétt fyrir þrettán árum – og misskildi hrapallega. Landsvirkjun hefur skýra framtíðarsýn um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við höfum forgangsraðað orkusölu næstu árin: til almennrar notkunar, innlendra orkuskipta, stafrænnar vegferðar, nýsköpunar, fjölnýtingar og stuðnings við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina. Við gerum þetta með hagsmuni eiganda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar, að leiðarljósi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ 9. september 2024 07:01
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun