„Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 19:15 Andri Fannar Baldursson í eldlínunni á Víkingsvellinum í dag. Vísir/Anton Brink Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. „Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
„Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira