„Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 20:00 Ólafur Ingi Skúlason djúpt hugsi á hliðarlínunni í Víkinni í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. „Þetta var erfiður dagur hjá okkur í dag. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og erum frekar passívir til að byrja með. Við fáum á okkur örlítil færi í byrjun og svo fannst mér fyrri hálfleikur í járnum, ekki mikið af færum fyrir hvorugt lið,“ sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í dag. „Við ætluðum að koma inn í seinni hálfleik með krafti og nýta okkur vindinn. Við verðum kannski óþreyjufullir og leitum í síðasta bolta of snemma. Verðum óþolinmóðir.“ Velska liðið skorar strax í upphafi síðari hálfleiks og segir Ólafur að það hafi tekið drengina tíma til að ná takti að nýju. „Það gaf þeim von og var áfall fyrir okkur. Það hafði töluverð áhrif og það tók okkur smá tíma að ná áttum. Í seinni hálfleik erum við of fljótir að reyna að fara í lokaboltann, höldum ekki nægilega vel í hann og hreyfum þá ekki nóg. Þeir fengu kraft með markinu og gaf þeim orku. Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum.“ Nokkuð vanir þessum aðstæðum Það var talsverður vindur á Víkingsvellinum í dag og ætlaði íslenska liðið að nýta sér kunnuglegar aðstæður. Þeim brást þó bogalistin í þetta sinn. „Við vorum búnir að kíkja á spána og æfðum hérna í gær. Við vissum hvað við værum að fara út í og ætluðum að reyna nýta okkur þetta það sem við erum orðnir nokkuð vanir þessum aðstæðum en það tókst ekki í dag,“ sagði Ólafur Ingi um aðstæður dagins. Framundan eru tveir leikir í október á móti Litáen og Danmörk. Drengirnir þurfa fullt hús úr leikjunum tveimur til að eiga möguleika til að komast á lokamót EM á næsta ári. Ólafur Ingi vonast eftir úrslitaleik í Danmörku. „Það leggst vel í mig. Þjálfarateymið þarf núna að setjast niður og fara yfir þetta verkefni sem við vorum í núna. Fara yfir þá hluti sem við þurfum að bæta og svo er það bara Litáen hérna heima. Það er leikur sem er „must win“ fyrir okkur og þá getum við mögulega farið til Danmerkur í úrslitaleik.“ Róbert Orri Þorkelsson þurfti að fara út af vellinum meiddur í síðari hálfleik en þjálfarinn er ekki viss um meiðslin fyrst um sinn. „Sýnist þetta vera eitthvað aftan í læri. Þurfum að skoða það nánar og vonum að það sé ekkert alvarlegt,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
„Þetta var erfiður dagur hjá okkur í dag. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og erum frekar passívir til að byrja með. Við fáum á okkur örlítil færi í byrjun og svo fannst mér fyrri hálfleikur í járnum, ekki mikið af færum fyrir hvorugt lið,“ sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í dag. „Við ætluðum að koma inn í seinni hálfleik með krafti og nýta okkur vindinn. Við verðum kannski óþreyjufullir og leitum í síðasta bolta of snemma. Verðum óþolinmóðir.“ Velska liðið skorar strax í upphafi síðari hálfleiks og segir Ólafur að það hafi tekið drengina tíma til að ná takti að nýju. „Það gaf þeim von og var áfall fyrir okkur. Það hafði töluverð áhrif og það tók okkur smá tíma að ná áttum. Í seinni hálfleik erum við of fljótir að reyna að fara í lokaboltann, höldum ekki nægilega vel í hann og hreyfum þá ekki nóg. Þeir fengu kraft með markinu og gaf þeim orku. Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum.“ Nokkuð vanir þessum aðstæðum Það var talsverður vindur á Víkingsvellinum í dag og ætlaði íslenska liðið að nýta sér kunnuglegar aðstæður. Þeim brást þó bogalistin í þetta sinn. „Við vorum búnir að kíkja á spána og æfðum hérna í gær. Við vissum hvað við værum að fara út í og ætluðum að reyna nýta okkur þetta það sem við erum orðnir nokkuð vanir þessum aðstæðum en það tókst ekki í dag,“ sagði Ólafur Ingi um aðstæður dagins. Framundan eru tveir leikir í október á móti Litáen og Danmörk. Drengirnir þurfa fullt hús úr leikjunum tveimur til að eiga möguleika til að komast á lokamót EM á næsta ári. Ólafur Ingi vonast eftir úrslitaleik í Danmörku. „Það leggst vel í mig. Þjálfarateymið þarf núna að setjast niður og fara yfir þetta verkefni sem við vorum í núna. Fara yfir þá hluti sem við þurfum að bæta og svo er það bara Litáen hérna heima. Það er leikur sem er „must win“ fyrir okkur og þá getum við mögulega farið til Danmerkur í úrslitaleik.“ Róbert Orri Þorkelsson þurfti að fara út af vellinum meiddur í síðari hálfleik en þjálfarinn er ekki viss um meiðslin fyrst um sinn. „Sýnist þetta vera eitthvað aftan í læri. Þurfum að skoða það nánar og vonum að það sé ekkert alvarlegt,“ sagði Ólafur Ingi að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira