Framundan er að setja hreyfla á vélina og innrétta hana en 187 farþegasæti verða um borð. Áformað er að Icelandair fái þotuna afhenta í nóvember, að loknum flugprófunum, og stefnir félagið að því að hún fari í áætlunarflug eins fljótt og kostur er.
Myndskeið af nýju þotunni var sýnt í fréttum Stöðvar 2:
Airbus-þotan verður ein fjögurra sömu gerðar sem bætast í flota félagsins fyrir næsta sumar. Þær verða allar leigðar og eru millileikur þar til Icelandair fær langdrægustu gerðina, A321 XLR, eftir fimm ár.
Hér er myndband Airbus af málun þotunnar: