Innlent

Mynd­band af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun

Kristján Már Unnarsson skrifar
Airbus-þotu Icelandair, þeirri fyrstu sem félagið fær frá evrópska flugvélaframleiðandum, var rennt út úr málningaverkstæðinu í gærkvöldi.
Airbus-þotu Icelandair, þeirri fyrstu sem félagið fær frá evrópska flugvélaframleiðandum, var rennt út úr málningaverkstæðinu í gærkvöldi. Airbus/Icelandair

Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA.

Framundan er að setja hreyfla á vélina og innrétta hana en 187 farþegasæti verða um borð. Áformað er að Icelandair fái þotuna afhenta í nóvember, að loknum flugprófunum, og stefnir félagið að því að hún fari í áætlunarflug eins fljótt og kostur er. 

Myndskeið af nýju þotunni var sýnt í fréttum Stöðvar 2:

Airbus-þotan verður ein fjögurra sömu gerðar sem bætast í flota félagsins fyrir næsta sumar. Þær verða allar leigðar og eru millileikur þar til Icelandair fær langdrægustu gerðina, A321 XLR, eftir fimm ár. 

Hér er myndband Airbus af málun þotunnar:


Tengdar fréttir

Nýjasta þota Airbus í krefjandi prófunum í hvassviðri í Keflavík

Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér hvassviðrið á Íslandi í dag til flugprófana á nýjustu farþegaþotu sinni með því að lenda henni margsinnis í stífum hliðarvindi. Þetta er samskonar þota og ráðamenn Icelandair veðja á sem sína framtíðarvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×