„Barnlausa kattakonan“ lýsir yfir stuðningi við Harris Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2024 07:11 Bandaríska söngkonan Taylor Swift er ein allra vinsælasta söngkona heims. EPA Bandaríska stórstjarnan Taylor Swift hefur lýst yfir stuðningi við Kamölu Harris, varaforseta og frambjóðanda Demókrata, í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara 5. nóvember næstkomandi. Þetta gerði Swift á samfélagsmiðlum skömmu eftir að kappræðum Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, lauk í nótt. Swift skrifaði undir stuðningsyfirlýsinguna, „Barnlausa kattakonan“, þar sem hún vísaði í orð JD Vance, varaforsetaefnis Trump, frá árinu 2021 um að pólitískir andstæðingar hans, þeirra á meðal Harris, væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“ sem væru óánægðar með líf sitt. Með færslunni fylgir svo mynd af Swift þar sem hún heldur á ketti sínum. View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Þetta er í fyrsta sinn sem Swift, sem er ein vinsælasta söngkona heims, tjáir sig opinberlega um yfirstandandi kosningabaráttu vestanhafs. Í færslunni segist hún munu kjósa Harris þar sem „hún berst fyrir réttindum og þeim málum sem ég tel að þurfi stríðskonu til að ná fram“. Þá hrósaði hún sérstaklega leiðtogahæfileikum Harris og segir að Bandaríkin geti náð svo miklu meiri árangri ef leiðtogi þjóðarinnar stjórni af yfirvegun en ekki glundroða. Swift lýsti yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum 2020, en hún tjáði sig fyrst opinberlega um stjórnmálin vestanhafs þegar hún lýsti yfir stuðningi við frambjóðanda Demókrata í kosningum til ríkisstjóra í heimaríki hennar Tennessee árið 2018. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. 11. september 2024 04:13 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Þetta gerði Swift á samfélagsmiðlum skömmu eftir að kappræðum Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, lauk í nótt. Swift skrifaði undir stuðningsyfirlýsinguna, „Barnlausa kattakonan“, þar sem hún vísaði í orð JD Vance, varaforsetaefnis Trump, frá árinu 2021 um að pólitískir andstæðingar hans, þeirra á meðal Harris, væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“ sem væru óánægðar með líf sitt. Með færslunni fylgir svo mynd af Swift þar sem hún heldur á ketti sínum. View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Þetta er í fyrsta sinn sem Swift, sem er ein vinsælasta söngkona heims, tjáir sig opinberlega um yfirstandandi kosningabaráttu vestanhafs. Í færslunni segist hún munu kjósa Harris þar sem „hún berst fyrir réttindum og þeim málum sem ég tel að þurfi stríðskonu til að ná fram“. Þá hrósaði hún sérstaklega leiðtogahæfileikum Harris og segir að Bandaríkin geti náð svo miklu meiri árangri ef leiðtogi þjóðarinnar stjórni af yfirvegun en ekki glundroða. Swift lýsti yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum 2020, en hún tjáði sig fyrst opinberlega um stjórnmálin vestanhafs þegar hún lýsti yfir stuðningi við frambjóðanda Demókrata í kosningum til ríkisstjóra í heimaríki hennar Tennessee árið 2018.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. 11. september 2024 04:13 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40
Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. 11. september 2024 04:13