Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. september 2024 11:34 Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn munu fara yfir kappræður næturinnar í beinni útsendingu. Vísir/Vilhelm Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. ATH: Útsendingin höktir í spilaranum að neðan. Hún er hins vegar í lagi í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Við biðjumst velvirðingar á þessu. Upptaka í þættinum lendir hér á Vísi þegar útsendingu er lokið. Greinendur vestanhafs eru flestir á því að Harris hafi haft sigur en hún kom ítrekað höggi á Trump og hrakti hann í vörn á meðan honum hefur ekki enn tekist að finna höggstað á andstæðingi sínum. Harris mætti augljóslega undirbúin og var nokkuð „æfð“ til að byrja með, á meðan Trump var Trump og hjólaði beint í það mál sem hann og varaforsetaefnið hans J.D. Vance hafa hamrað á; ólöglega innflytjendur og glæpi. Trump fór mikinn; sagði hælisleitendur drepa og éta gæludýr, kallaði Harris „Marxista“ og sakaði Demókrata um að vilja heimila þungunarrof fram eftir meðgöngu og jafnvel eftir fæðingu. Harris sagði Trump á móti meðfærilegan lepp einræðisherra og að menn væru orðnir þreyttir á ræðum hans um Hannibal Lecter. Efnahagsmál, útlendingamál, heilbrigðismál og ýmislegt fleira var til umræðu. Mikið er í húfi en forsetaefnin eru svo til jöfn í skoðanakönnunum, bæði á landsvísu og í barátturíkjunum svokölluðu. Harris varð að standa sig vel í kappræðunum, bæði vegna fyrri frammistöðu og í kjölfar kappræðna Trump og Joe Biden, sem urðu til þess að forsetinn neyddist til að stíga til hliðar fyrir Harris. En hversu miklu máli skipta úrslit kappræðanna þegar kemur að fylgi? Kappræðurnar, staðan og framhaldið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13, þar sem Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn fara yfir málin. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. 23. ágúst 2024 12:02 Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. 4. september 2024 19:53 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
ATH: Útsendingin höktir í spilaranum að neðan. Hún er hins vegar í lagi í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Við biðjumst velvirðingar á þessu. Upptaka í þættinum lendir hér á Vísi þegar útsendingu er lokið. Greinendur vestanhafs eru flestir á því að Harris hafi haft sigur en hún kom ítrekað höggi á Trump og hrakti hann í vörn á meðan honum hefur ekki enn tekist að finna höggstað á andstæðingi sínum. Harris mætti augljóslega undirbúin og var nokkuð „æfð“ til að byrja með, á meðan Trump var Trump og hjólaði beint í það mál sem hann og varaforsetaefnið hans J.D. Vance hafa hamrað á; ólöglega innflytjendur og glæpi. Trump fór mikinn; sagði hælisleitendur drepa og éta gæludýr, kallaði Harris „Marxista“ og sakaði Demókrata um að vilja heimila þungunarrof fram eftir meðgöngu og jafnvel eftir fæðingu. Harris sagði Trump á móti meðfærilegan lepp einræðisherra og að menn væru orðnir þreyttir á ræðum hans um Hannibal Lecter. Efnahagsmál, útlendingamál, heilbrigðismál og ýmislegt fleira var til umræðu. Mikið er í húfi en forsetaefnin eru svo til jöfn í skoðanakönnunum, bæði á landsvísu og í barátturíkjunum svokölluðu. Harris varð að standa sig vel í kappræðunum, bæði vegna fyrri frammistöðu og í kjölfar kappræðna Trump og Joe Biden, sem urðu til þess að forsetinn neyddist til að stíga til hliðar fyrir Harris. En hversu miklu máli skipta úrslit kappræðanna þegar kemur að fylgi? Kappræðurnar, staðan og framhaldið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13, þar sem Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn fara yfir málin.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. 23. ágúst 2024 12:02 Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. 4. september 2024 19:53 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50
Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. 23. ágúst 2024 12:02
Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. 4. september 2024 19:53