Sjö ár frá síðustu stefnuræðu Bjarna sem forsætisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2024 13:52 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson flytur fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra síðan 2017 á Alþingi í kvöld. Meðal mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í haust er frumvarp um verslun með áfengi á netinu, en málið var til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19:40 í kvöld og skiptast umræður í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur tólf mínútur til framsögu en ræðumenn annarra flokka hafa sex mínútur í hvorri umferð. Samkvæmt mælendaskrá flytja formenn flokkanna í flestum tilfellum fyrstu ræðu, að frátalinni Halldóru Mogensen í tilfelli Pírata sem ekki hafa formann. Síðast flutti Bjarni Benediktsson stefnuræðu sem forsætisráðherra í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í september 2017. Líkt og kunnugt er sprakk sú ríkisstjórn síðar sama ár. Nú í kvöld, sjö árum síðar flytur Bjarni aftur stefnuræðu sem forsætisráðherra. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru 216 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem dreift hefur verið á Alþingi og verður gerð opinber í kvöld. „Það síðan verður að koma í ljós hvað af þessu kemur fram og hvað verður afgreitt. Það auðvitað ræðst af því hvernig málum háttar hér í þinginu,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Netverslun með áfengi á dagskrá í haust Eitt þeirra mála sem boðað hefur verið á haustmánuðum samkvæmt heimildum fréttastofu er frumvarp dómsmálaráðherra um netverslun með áfengi. Málið hefur verið umdeilt, en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun í sumar vegna álitamála um netsölu með áfengi. „Við erum komin þangað í athuguninni að þrír ráðherrar hafa mætt til nefndarinnar. Dómsmála-, heilbrigðisráðherra og nú síðast í morgun fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra Sigurð Inga Jóhannsson. Svo munum við halda áfram umfjöllun á næstu fundum,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekki tímabært að segja til um hvað að endingu komi út úr þeirri vinnu, enda sé frumkvæðisathuguninni ekki lokið. Þórunn kveðst ágætlega stemmd fyrir komandi þingvetri. „Við vitum öll að stærstu viðfangsefnin eru að ná niður verðbólgunni og vöxtunum sem að herja með ólíkum hætti þó á heimilin og fólkið í landinu. Það er stærsta verkefnið og við í Samfylkingunni óttumst að ríkisstjórnin hafi gefist upp á þessu verkefni,“ segir Þórunn, og vísar til þess sem lesa megi úr fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19:40 í kvöld og skiptast umræður í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur tólf mínútur til framsögu en ræðumenn annarra flokka hafa sex mínútur í hvorri umferð. Samkvæmt mælendaskrá flytja formenn flokkanna í flestum tilfellum fyrstu ræðu, að frátalinni Halldóru Mogensen í tilfelli Pírata sem ekki hafa formann. Síðast flutti Bjarni Benediktsson stefnuræðu sem forsætisráðherra í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í september 2017. Líkt og kunnugt er sprakk sú ríkisstjórn síðar sama ár. Nú í kvöld, sjö árum síðar flytur Bjarni aftur stefnuræðu sem forsætisráðherra. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru 216 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem dreift hefur verið á Alþingi og verður gerð opinber í kvöld. „Það síðan verður að koma í ljós hvað af þessu kemur fram og hvað verður afgreitt. Það auðvitað ræðst af því hvernig málum háttar hér í þinginu,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Netverslun með áfengi á dagskrá í haust Eitt þeirra mála sem boðað hefur verið á haustmánuðum samkvæmt heimildum fréttastofu er frumvarp dómsmálaráðherra um netverslun með áfengi. Málið hefur verið umdeilt, en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun í sumar vegna álitamála um netsölu með áfengi. „Við erum komin þangað í athuguninni að þrír ráðherrar hafa mætt til nefndarinnar. Dómsmála-, heilbrigðisráðherra og nú síðast í morgun fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra Sigurð Inga Jóhannsson. Svo munum við halda áfram umfjöllun á næstu fundum,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekki tímabært að segja til um hvað að endingu komi út úr þeirri vinnu, enda sé frumkvæðisathuguninni ekki lokið. Þórunn kveðst ágætlega stemmd fyrir komandi þingvetri. „Við vitum öll að stærstu viðfangsefnin eru að ná niður verðbólgunni og vöxtunum sem að herja með ólíkum hætti þó á heimilin og fólkið í landinu. Það er stærsta verkefnið og við í Samfylkingunni óttumst að ríkisstjórnin hafi gefist upp á þessu verkefni,“ segir Þórunn, og vísar til þess sem lesa megi úr fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent