Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Árni Sæberg skrifar 11. september 2024 15:14 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist hlessa yfir ákvörðun stjórnvalda um ráðstöfun séreignarsparnaðar. Vísir/Arnar Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að öðru óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið við lýði frá árinu 2014. Með ólíkindum „Ég tel það alveg með ólíkindum, að stjórnvöld skuli taka þessa ákvörðun vegna þess að þetta hefur verið að gagnast millitekjufólki gríðarlega vel. Þar sem það hefur haft tækifæri til þess að nota séreignarsparnaðinn sinn skattfrjálst til lækkunar á höfuðstól,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness. Því komi það honum á óvart að stjórnvöld skuli ekki hafa framlengt úrræðið, eða gengið skrefinu lengra og fest það til frambúðar. „Það er kannski þannig að þetta gagnist millitekjufólkinu of vel. Það er kannski ástæðan fyrir því að menn taka ákvörðun um að hætta þessu.“ Það besta sem komi fyrir fólk Vilhjálmur segist í raun ekki skilja hvers vegna fyrirkomulaginu sé breytt enda sé það að lækka höfuðstól lána sinna og séreignarsparnaðarleiðin hafi gagnast mörgum mjög vel í þeim efnum. „Ég skora á stjórnvöld að endurskoða þennan þátt og framlengja þetta ákvæði.“ Hann segir þó að fagna beri því að úrræðið sé ekki tekið af fyrstu kaupendum fasteigna. Skattar og tollar Fjármál heimilisins Stéttarfélög Fjárlagafrumvarp 2025 Húsnæðismál Tengdar fréttir „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. 10. september 2024 13:29 Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. 10. september 2024 12:08 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að öðru óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið við lýði frá árinu 2014. Með ólíkindum „Ég tel það alveg með ólíkindum, að stjórnvöld skuli taka þessa ákvörðun vegna þess að þetta hefur verið að gagnast millitekjufólki gríðarlega vel. Þar sem það hefur haft tækifæri til þess að nota séreignarsparnaðinn sinn skattfrjálst til lækkunar á höfuðstól,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness. Því komi það honum á óvart að stjórnvöld skuli ekki hafa framlengt úrræðið, eða gengið skrefinu lengra og fest það til frambúðar. „Það er kannski þannig að þetta gagnist millitekjufólkinu of vel. Það er kannski ástæðan fyrir því að menn taka ákvörðun um að hætta þessu.“ Það besta sem komi fyrir fólk Vilhjálmur segist í raun ekki skilja hvers vegna fyrirkomulaginu sé breytt enda sé það að lækka höfuðstól lána sinna og séreignarsparnaðarleiðin hafi gagnast mörgum mjög vel í þeim efnum. „Ég skora á stjórnvöld að endurskoða þennan þátt og framlengja þetta ákvæði.“ Hann segir þó að fagna beri því að úrræðið sé ekki tekið af fyrstu kaupendum fasteigna.
Skattar og tollar Fjármál heimilisins Stéttarfélög Fjárlagafrumvarp 2025 Húsnæðismál Tengdar fréttir „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. 10. september 2024 13:29 Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. 10. september 2024 12:08 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16
Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21
Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. 10. september 2024 13:29
Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. 10. september 2024 12:08