„Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2024 21:59 Valgeir Þór Jakobsson, formaður Samfés. aðsend Formaður Samfés vonar að tilveruréttur félagsmiðstöðva og ungmennahúsa verði festur í sessi í framhaldi af boðuðum aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Hann segir ungt fólk sjálft kalla eftir því að hafa meiri og betri aðgang að félagsmiðstöðvum, starfsemi sem hafi sannað forvarnargildi sitt. Fram kom í fréttum í dag að þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmis konar úrræðum á borð við greiningar og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími getur numið allt að þremur árum. Þá hafa stjórnvöld hákveðið að auka fjármagn og fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Fjórtán aðgerðir voru kynntar fyrr í sumar og hefur þeim nú verið fjölgað í 25, í framhaldi af ákalli eftir auknum aðgerðum í kjölfar alvarlegrar hnífstunguárásar á menningarnótt. Um helmingur aðgerða sem bætt hefur verið við varða heilbrigðisþjónustu við börn með einum eða öðrum hætti. Þá snúa boðaðar aðgerðir meðal annars einnig að því að efla ungmennastarf en árlegur starfsdagur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, var í dag þegar saman kom starfsfólk félagsmiðstöðva hvaðanæva að af landinu. Í ár er ofbeldi meðal ungmenna og forvarnargildi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa ofarlega á baugi að sögn Valgeirs Þórs Jakobssonar, formanns Samfés. „Við höfum áhyggjur og það er frábært forvarnastarf sem er komið í gang. Við viljum leggja mesta áherslu á það sem vel er gert, það er verið að reyna að grípa boltann héðan og þaðan, en það hefur bara ekki verið nóg hingað til. Það þarf það sem er í gangi núna, samfélagslegt átak, þverfaglegt,“ segir Valgeir. Hann fagnar boðuðum aðgerðum en hann segir mikið forvarnargildi felast í starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum, þau vilja meiri opnanir í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum og að það sé tryggt. Ekki að það sé sveiflukennt,“ segir Valgeir. Hann segir mikilvægt að eiga í stöðugu samtali, og því sé vettvangur á borð við daginn í dag afar mikilvægur, þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva um allt land kemur saman og deilir reynslu sinni og ræðir málin. „Forvarnir eru fjárfesting til langtíma og það að skerða forvarnarstarf það hjálpar engu samfélagi,“ segir Valgeir. „Það hefur til dæmis verið erfitt fyrir marga í okkar starfi að geta ekki gefið börnunum og ungmennunum þá hjálp sem þau þurfa bara vegna biðlista bara vegna biðlista eða ekki nógu alvarlegra mála og annað.“ Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Fram kom í fréttum í dag að þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmis konar úrræðum á borð við greiningar og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími getur numið allt að þremur árum. Þá hafa stjórnvöld hákveðið að auka fjármagn og fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Fjórtán aðgerðir voru kynntar fyrr í sumar og hefur þeim nú verið fjölgað í 25, í framhaldi af ákalli eftir auknum aðgerðum í kjölfar alvarlegrar hnífstunguárásar á menningarnótt. Um helmingur aðgerða sem bætt hefur verið við varða heilbrigðisþjónustu við börn með einum eða öðrum hætti. Þá snúa boðaðar aðgerðir meðal annars einnig að því að efla ungmennastarf en árlegur starfsdagur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, var í dag þegar saman kom starfsfólk félagsmiðstöðva hvaðanæva að af landinu. Í ár er ofbeldi meðal ungmenna og forvarnargildi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa ofarlega á baugi að sögn Valgeirs Þórs Jakobssonar, formanns Samfés. „Við höfum áhyggjur og það er frábært forvarnastarf sem er komið í gang. Við viljum leggja mesta áherslu á það sem vel er gert, það er verið að reyna að grípa boltann héðan og þaðan, en það hefur bara ekki verið nóg hingað til. Það þarf það sem er í gangi núna, samfélagslegt átak, þverfaglegt,“ segir Valgeir. Hann fagnar boðuðum aðgerðum en hann segir mikið forvarnargildi felast í starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum, þau vilja meiri opnanir í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum og að það sé tryggt. Ekki að það sé sveiflukennt,“ segir Valgeir. Hann segir mikilvægt að eiga í stöðugu samtali, og því sé vettvangur á borð við daginn í dag afar mikilvægur, þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva um allt land kemur saman og deilir reynslu sinni og ræðir málin. „Forvarnir eru fjárfesting til langtíma og það að skerða forvarnarstarf það hjálpar engu samfélagi,“ segir Valgeir. „Það hefur til dæmis verið erfitt fyrir marga í okkar starfi að geta ekki gefið börnunum og ungmennunum þá hjálp sem þau þurfa bara vegna biðlista bara vegna biðlista eða ekki nógu alvarlegra mála og annað.“
Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent