Mega nú setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 09:56 Leyfa á lausagöngu hunda á litlum hluta Klambratúns samkvæmt nýju hverfisskipulagi. Vísir/Vilhelm Hluti Hlíða er nú með hverfisvernd. Heimildir til breytinga og viðbygginga á núverandi húsum hafa nú verið samræmdar og á að vera skýrara fyrir íbúa að sjá hvaða breytingar á húsnæði þeirra eru heimilar. Auk þess er auðveldara að sækja um leyfi.Þá á að leyfa lausagöngu hunda á hluta Klambratúns. Nýtt hverfisskipulag Hlíða-, Háteigs- og Öskjuhlíðarhverfis tók gildi síðasta föstudag, 6. september 2024. Hverfisskipulagið markar stefnu fyrir hverfið til framtíðar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Eftir þessar breytingar hefur hluti byggðarinnar í Norðurmýri og Rauðarárholti og fjölbýlishúsaröð við Stigahlíð fengið hverfisvernd í gulum flokki. Þá er núna heimilt að setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti sem ekki hafa svalir í dag. Þó er tekið fram í tilkynningu að fylgja þurfi samþykktum teikningum sem megi finna í leiðbeiningum hverfisskipulagsins. Þá er einnig víða heimilt núna að hækka lágreist þök og útbúa kvisti. Hverfisskipulag gefur einnig heimildir fyrir ýmiss konar smáhýsum og skýlum á lóð sem á að auðvelda íbúum að aðlaga húsnæði sitt að nútímaþörfum. Þá er einnig gert ráð fyrir því í hverfisskipulaginu að útbúið verði lausagöngusvæði fyrir hunda á hluta þess svæðis á Klambratúni sem nú er umhverfis verkbækistöðina sem senn víkur. Þá eru einnig í skipulaginu skilgreindar sérstakar borgargötur í hverfunum sem njóta munu forgangs við endurhönnun og fegrun. Lögð er áhersla á fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými í tengslum við borgargöturnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um málið segir að skipulagstillagan hafi verið í auglýsingu í þrjá mánuði, eða tólf vikur í kringum áramótin. Á kynningartíma bárust um 60 athugasemdir og voru í kjölfarið gerðar breytingar á skipulagstillögunni er varða umhverfisvernd en fram kom í athugasemdum að þær hafi verið íþyngjandi. Þar segir einnig að hverfisskipulag sé skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og komi í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem felldar hafa verið úr gildi með samþykkt hverfisskipulagsins. Skipulagið er samkvæmt tilkynningu afrakstur umfangsmikils samráðs við fagaðila, íbúa, stofnanir og aðra sem koma við sögu. Áður hefur hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt verið samþykkt og stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar árið 2027. Á sérstakri síðu hverfisskipulags fyrir Hlíðar (reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar) má finna nánari umfjöllun um helstu áhersluatriði skipulagsins og nálgast öll skipulagsgögn. Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Nýtt hverfisskipulag Hlíða-, Háteigs- og Öskjuhlíðarhverfis tók gildi síðasta föstudag, 6. september 2024. Hverfisskipulagið markar stefnu fyrir hverfið til framtíðar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Eftir þessar breytingar hefur hluti byggðarinnar í Norðurmýri og Rauðarárholti og fjölbýlishúsaröð við Stigahlíð fengið hverfisvernd í gulum flokki. Þá er núna heimilt að setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti sem ekki hafa svalir í dag. Þó er tekið fram í tilkynningu að fylgja þurfi samþykktum teikningum sem megi finna í leiðbeiningum hverfisskipulagsins. Þá er einnig víða heimilt núna að hækka lágreist þök og útbúa kvisti. Hverfisskipulag gefur einnig heimildir fyrir ýmiss konar smáhýsum og skýlum á lóð sem á að auðvelda íbúum að aðlaga húsnæði sitt að nútímaþörfum. Þá er einnig gert ráð fyrir því í hverfisskipulaginu að útbúið verði lausagöngusvæði fyrir hunda á hluta þess svæðis á Klambratúni sem nú er umhverfis verkbækistöðina sem senn víkur. Þá eru einnig í skipulaginu skilgreindar sérstakar borgargötur í hverfunum sem njóta munu forgangs við endurhönnun og fegrun. Lögð er áhersla á fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými í tengslum við borgargöturnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um málið segir að skipulagstillagan hafi verið í auglýsingu í þrjá mánuði, eða tólf vikur í kringum áramótin. Á kynningartíma bárust um 60 athugasemdir og voru í kjölfarið gerðar breytingar á skipulagstillögunni er varða umhverfisvernd en fram kom í athugasemdum að þær hafi verið íþyngjandi. Þar segir einnig að hverfisskipulag sé skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og komi í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem felldar hafa verið úr gildi með samþykkt hverfisskipulagsins. Skipulagið er samkvæmt tilkynningu afrakstur umfangsmikils samráðs við fagaðila, íbúa, stofnanir og aðra sem koma við sögu. Áður hefur hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt verið samþykkt og stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar árið 2027. Á sérstakri síðu hverfisskipulags fyrir Hlíðar (reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar) má finna nánari umfjöllun um helstu áhersluatriði skipulagsins og nálgast öll skipulagsgögn.
Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira