Laug til um hakkara en bar sjálfur ábyrgð á unaðsstunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. september 2024 16:13 Shannon Sharpe varð fyrir því óláni að útvarpa unaðsstunum úr svefnherbergi um heim allan. Getty Shannon Sharpe, fjölmiðlamaður og fyrrverandi NFL-leikmaður, hefur viðurkennt að bein útsending hans á Instagram Live, þar sem heyra mátti karl og konu stynja ítrekað, hafi ekki verið á ábyrgð hakkara. Hann hafi sjálfur óvart kveikt á útsendingunni. Sharpe er 56 ára fyrrverandi NFL-leikmaður sem spilaði lengst af með Denver Broncos á fjórtán ára ferli sínum og var síðar tekinn inn í frægðarhöll NFL. Eftir íþróttaferilinn hefur hann unnið sem þulur og greinandi á CBS, Fox og ESPN og náð töluverðum vinsældum sem fjölmiðlafígúra. Á miðvikudaginn fór Sharpe á Instagram Live og varpaði þar í beinni útsendingu úr svefnherbergi sínu til 3,2 milljóna fylgjenda sinna. Á skjánum mátti sjá vegg og rúm en í bakgrunni heyrðust stöðugar stunur, aðallega kvenmanns. Skömmu eftir að útsendingunni lauk birti Sharpe færslu á X þar sem hann sagði að Instagram-aðgangur sinn hefði verið hakkaður. Hann var þó fljótur að eyða færslunni og gaf í staðinn út „neyðarþátt“ af hlaðvarpinu Nightcap sem hann heldur úti með vini sínum, fyrrverandi NFL-leikmanninum Chad „Ochocinco“ Johnson. Þar viðurkenndi hann að útsendingin hefði komið til vegna tæknilegrar vankunnáttu hans. Chad Ochocinco og Shannon Sharpe halda úti hlaðvarpsþættinum Nightcap.Joe Scarnici/Getty „Auðvitað skammast ég mín“ Sharpe segist hafa hent síma sínum á rúmið áður en hann tók þátt í „athöfn“ í svefnherberginu. „Ég vissi ekki hvað IG Live var. Ég hef aldrei kveikt á því svo ég veit ekki hvernig það virkar. Allt í einu fór hinn síminn minn á fullt,“ segir Sharpe um útsendinguna. Viðskiptafélaga Sharpe, Jamie Fritz, tókst á endanum að ná í vin sinn til að tilkynna honum hvað væri í gangi. Þá hafi verið slökkt á útsendingunni. „Auðvitað skammast ég mín,“ sagði Sharpe í þættinum. Vanalega héldi hann einkalífi sínu alveg leyndu og því væri gríðarlega erfitt að hans persónulegustu málum væri útvarpað um heim allan. „Ég er mjög vonsvikinn út í sjálfan mig. Ekki út af athöfninni, ég held að það séu milljónir og milljarðar fólks sem taki þátt í slíkum athöfnum, heldur vegna hljóðsins sem heyrðist.“ „Síminn minn var ekki hakkaður. Þetta var ekki hrekkur heldur ég að vera heilbrigður virkur karlmaður,“ sagði hann einnig. Chad Johnson, sem var líka í þættinum, bætti þá við að Sharpe væri vissulega mjög tækniheftur, hann hafi nokkrum sinnum fengið rassvasasímtöl frá honum. One thing’s for certain and two things for sure: Unc don’t run from accountability 💪🏿, he still gonna get it in 💊, and Ocho’s a damn menace 🤣@ShannonSharpe @ochocinco @ShayShayMedia_ pic.twitter.com/3qHYmp8Avo— Nightcap (@NightcapShow_) September 12, 2024 NFL Bandaríkin NBA Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Sharpe er 56 ára fyrrverandi NFL-leikmaður sem spilaði lengst af með Denver Broncos á fjórtán ára ferli sínum og var síðar tekinn inn í frægðarhöll NFL. Eftir íþróttaferilinn hefur hann unnið sem þulur og greinandi á CBS, Fox og ESPN og náð töluverðum vinsældum sem fjölmiðlafígúra. Á miðvikudaginn fór Sharpe á Instagram Live og varpaði þar í beinni útsendingu úr svefnherbergi sínu til 3,2 milljóna fylgjenda sinna. Á skjánum mátti sjá vegg og rúm en í bakgrunni heyrðust stöðugar stunur, aðallega kvenmanns. Skömmu eftir að útsendingunni lauk birti Sharpe færslu á X þar sem hann sagði að Instagram-aðgangur sinn hefði verið hakkaður. Hann var þó fljótur að eyða færslunni og gaf í staðinn út „neyðarþátt“ af hlaðvarpinu Nightcap sem hann heldur úti með vini sínum, fyrrverandi NFL-leikmanninum Chad „Ochocinco“ Johnson. Þar viðurkenndi hann að útsendingin hefði komið til vegna tæknilegrar vankunnáttu hans. Chad Ochocinco og Shannon Sharpe halda úti hlaðvarpsþættinum Nightcap.Joe Scarnici/Getty „Auðvitað skammast ég mín“ Sharpe segist hafa hent síma sínum á rúmið áður en hann tók þátt í „athöfn“ í svefnherberginu. „Ég vissi ekki hvað IG Live var. Ég hef aldrei kveikt á því svo ég veit ekki hvernig það virkar. Allt í einu fór hinn síminn minn á fullt,“ segir Sharpe um útsendinguna. Viðskiptafélaga Sharpe, Jamie Fritz, tókst á endanum að ná í vin sinn til að tilkynna honum hvað væri í gangi. Þá hafi verið slökkt á útsendingunni. „Auðvitað skammast ég mín,“ sagði Sharpe í þættinum. Vanalega héldi hann einkalífi sínu alveg leyndu og því væri gríðarlega erfitt að hans persónulegustu málum væri útvarpað um heim allan. „Ég er mjög vonsvikinn út í sjálfan mig. Ekki út af athöfninni, ég held að það séu milljónir og milljarðar fólks sem taki þátt í slíkum athöfnum, heldur vegna hljóðsins sem heyrðist.“ „Síminn minn var ekki hakkaður. Þetta var ekki hrekkur heldur ég að vera heilbrigður virkur karlmaður,“ sagði hann einnig. Chad Johnson, sem var líka í þættinum, bætti þá við að Sharpe væri vissulega mjög tækniheftur, hann hafi nokkrum sinnum fengið rassvasasímtöl frá honum. One thing’s for certain and two things for sure: Unc don’t run from accountability 💪🏿, he still gonna get it in 💊, and Ocho’s a damn menace 🤣@ShannonSharpe @ochocinco @ShayShayMedia_ pic.twitter.com/3qHYmp8Avo— Nightcap (@NightcapShow_) September 12, 2024
NFL Bandaríkin NBA Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira