Hvers vegna borðar fólkið ekki bara kökur? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 12. september 2024 18:01 Spurningin hér að ofan er höfð eftir Marie Antoinette Frakkadrottningu. Hún missti þetta út úr sér, þegar soltinn lýðurinn heimtaði brauð til að seðja hungur sitt í aðdraganda frönsku byltingarinnar árið 1789. Áslaug Arna – ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins, ekki satt? – bregst við eins og drottningin, þegar ungir Sjálfstæðismenn krefja hana svara í örvæntingu sinni um, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er að veslast upp þessi misserin? Hún segist hafa vandað um við þá bæði á nýafstöðnum flokksráðsfundi og í Mbl. (06.09.24). Hvar mega þeir leita huggunar í raunum sínum? Svarið verður ekki skilið á annan veg en þann, að þeir eigi að fara með bænirnar sínar, helst kvölds og morgna: „Stétt með stétt og báknið burt“ – Amen. Mér skilst af undirtektum, að þeir telji sig vera litlu nær. Mér er málið „pínulítið“skylt, af því að Áslaug Arna vitnar í útvarpsviðtal, sem Bryndís átti við kunnan atvinnurekanda fyrir u.þ.b. 30 árum síðan. Hann hafði sögu að segja frá því, að Alþýðuflokknum (blessuð sé minning hans) tókst á kreppuárunum á fjórða áratugnum að fá því framgengt, að fátækt fólk væri ekki svipt atkvæðisréttinum, þóttþað þyrfti „að þiggja af sveit“, hvort heldur var vegna heilsubrests eða atvinnnuleysis. Fátækt væri ekki glæpur, sem kallaði á refsingu. Þvert á móti: Hinir fátæku ættu að nýta atkvæðisréttinn- mannréttindi – til að berjast gegn fátækt. Íhaldið – eins og það var réttilega kallað í den – var á móti því. Það ætti ekki að umbuna fólki fyrir leti og framtaksleysi. Og þetta sama íhald fór hamförum á þingi gegn lögleiðingu atvinnuleysistrygginga. Rökin voru þau, að þar með væri verið að verðlauna fólk fyrir „leti og framtaksleysi“. Rúsínan í pilsuendanum hjá Bryndísi var sú, að þegar kjördagur rann upp, brá svo við, „þurfalingarnir“ umbunuðu andstæðingum sínum – misnotuðu atkvæðisréttinn og kusu íhaldið. Sumir kölluðu þetta húsbóndahollustu - og þótti gott. Aðrir kenndu undirgefni af þessu tagi við þrælslund og kúgun – og þótti snautlegt. FLAGÐ UNDIR FÖGRU SKINNI? Hvað kemur þetta sálarháska ungra Sjálfstæðismanna við? Margt og mikið, þegar að er gáð. Eitt er sýndarveruleiki hátíðarræðunnar – annað er veruleiki hversdagslífsins, sem margir búa við. Hátíðarræðan hennar Áslaugar Örnu á lítið skylt við veruleika hinnar einstæðu móður með börn á framfæri, sem á ekki fyrir leigunni. Dæmin eru óteljandi. Ég læt nokkur nægja, því að lesandinn kannast áreiðanlega við miklu fleiri af eigin lífsreynslu. (1) Á Íslandi búa núna tvær þjóðir: Annars vegar fámenn stétt ofurríkra, sem eru smám saman að eignast Ísland með gögnum þess og gæðum. Sú þjóð býr við allsnægir. Hins vegar er fjölmennur og vaxandi hópur fólks, þar sem launin duga ekki til framfærslu, og húsaleigu - og vaxtaokur bindur í skuldaþrældóm. Fjármagnseigendur og lánadrottnar búa við verðtryggingu, sem jafnframt hneppir lántakendur og leigjendur í skuldafangelsi.Í átíðarræðunni lofsyngja þeir sjálfstæði eigin húsnæðis en markaðurinn dæmir leigjandann í ævilangan skuldaþrældóm. (2) Hinir ofurríku safna auði í skjóli pólitísks valds, sem hefur fært þeim einkaleyfi á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Að þessu leyti erum vð líkari Rússlandi Putins en draumnum um hið norræna velferðarríki. Samanburðrinn við Noreg afhjúpar mismuninn. Norðmenn eru nú skuldlaus þjóð, af því að því að arðurinn af auðlindunum rennur til norsku þjóðarinnar en ekki fáeinna auðkýfinga. (3) Við erum ekki jöfn fyrir lögunum. Einkaleyfishafarnir skrá eignarhaldsfélög sín í skattaskjólum (t.d. á Kýpur) og nota skattfrjálst fé sitt til að kaupa upp fyrirtæki í einokunarstöðu eða í fákeppni með samráði, sbr. skipafélögin tvö sem annast út- og innflutning þjóðarinnar. (4) Vegna skattundankomu hinna ofurríku eru tekjur tekjustofnar ríkisins hjá okkar fámennu þjóð við það að bresta – og þar með innviðir samfélagsins: Heilbrigðis-, skóla- og vegakerfið eru aðþrotum komin. Tekjur hinna ríku eru aðallega fjarmagnstekjur. Þær bera lægri skatta en laun og renna alls ekki til sveitarfélaga viðkomandi. Hinir ofurríku fá þar með bæði skattívilnanir og fría þjónustu frá samfélaginu. (5) Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins afnam árið 1999 verkamanna- bústaðakerfið, sem Alþýðuflokkurinn kom á árið 1929. Og seldu 11 þúsund íbúðir út úr félagslegu kerfi. Það er varla til sú borg í Evrópu, sem býður ekki upp á félagslegt húsnæðiskerfi, þar sem fólk á val milli kaupa eða leigu á viðráðanlegum kjörum. Félagslega kerfið dekkar yfirleitt milli 20%- 40% af húsnæðismarkaðnum. Hér eru fáein fjárfestingar- og verktakafyrirtæki (með allt að 100% hagnaðarkröfu) allsráðandi á markaðnum. Heilli kynslóð hefur veriðúthýst. Gjaldþrot íbúðalánasjóðs Framsóknarflokksins hangir eins og snara um háls skattgreiðenda og lífeyrissjóða. (6) Ísland hefur á seinustu árum hrapað niður samanburðarlistann yfir spilltustu þjóðfélög meðal þróaðra ríkja. Þessi spilling birtist okkur hvert sem litið er: Í fákeppni og okri fjármálakerfisins; í pólítískum mannaráðningum ríkis og ríkisstofnana og skattfríðindum og ívilnunum auðstéttarinnar. Þetta eru bara nokkur dæmi. Klíkuskapurinn er allsráðandi. Það er stétt gegn stétt. Eða flagð undir fögru sinni. Það er von, að fyrrvarandi kjósendum Sjálfstæðisflokksins blöskri. Það kostar sitt að misnota kosningaréttinn. (Höfundur var formaður Alþýðuflokksins - jafnaðarmanna flokks Íslands - 1984-96). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Spurningin hér að ofan er höfð eftir Marie Antoinette Frakkadrottningu. Hún missti þetta út úr sér, þegar soltinn lýðurinn heimtaði brauð til að seðja hungur sitt í aðdraganda frönsku byltingarinnar árið 1789. Áslaug Arna – ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins, ekki satt? – bregst við eins og drottningin, þegar ungir Sjálfstæðismenn krefja hana svara í örvæntingu sinni um, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er að veslast upp þessi misserin? Hún segist hafa vandað um við þá bæði á nýafstöðnum flokksráðsfundi og í Mbl. (06.09.24). Hvar mega þeir leita huggunar í raunum sínum? Svarið verður ekki skilið á annan veg en þann, að þeir eigi að fara með bænirnar sínar, helst kvölds og morgna: „Stétt með stétt og báknið burt“ – Amen. Mér skilst af undirtektum, að þeir telji sig vera litlu nær. Mér er málið „pínulítið“skylt, af því að Áslaug Arna vitnar í útvarpsviðtal, sem Bryndís átti við kunnan atvinnurekanda fyrir u.þ.b. 30 árum síðan. Hann hafði sögu að segja frá því, að Alþýðuflokknum (blessuð sé minning hans) tókst á kreppuárunum á fjórða áratugnum að fá því framgengt, að fátækt fólk væri ekki svipt atkvæðisréttinum, þóttþað þyrfti „að þiggja af sveit“, hvort heldur var vegna heilsubrests eða atvinnnuleysis. Fátækt væri ekki glæpur, sem kallaði á refsingu. Þvert á móti: Hinir fátæku ættu að nýta atkvæðisréttinn- mannréttindi – til að berjast gegn fátækt. Íhaldið – eins og það var réttilega kallað í den – var á móti því. Það ætti ekki að umbuna fólki fyrir leti og framtaksleysi. Og þetta sama íhald fór hamförum á þingi gegn lögleiðingu atvinnuleysistrygginga. Rökin voru þau, að þar með væri verið að verðlauna fólk fyrir „leti og framtaksleysi“. Rúsínan í pilsuendanum hjá Bryndísi var sú, að þegar kjördagur rann upp, brá svo við, „þurfalingarnir“ umbunuðu andstæðingum sínum – misnotuðu atkvæðisréttinn og kusu íhaldið. Sumir kölluðu þetta húsbóndahollustu - og þótti gott. Aðrir kenndu undirgefni af þessu tagi við þrælslund og kúgun – og þótti snautlegt. FLAGÐ UNDIR FÖGRU SKINNI? Hvað kemur þetta sálarháska ungra Sjálfstæðismanna við? Margt og mikið, þegar að er gáð. Eitt er sýndarveruleiki hátíðarræðunnar – annað er veruleiki hversdagslífsins, sem margir búa við. Hátíðarræðan hennar Áslaugar Örnu á lítið skylt við veruleika hinnar einstæðu móður með börn á framfæri, sem á ekki fyrir leigunni. Dæmin eru óteljandi. Ég læt nokkur nægja, því að lesandinn kannast áreiðanlega við miklu fleiri af eigin lífsreynslu. (1) Á Íslandi búa núna tvær þjóðir: Annars vegar fámenn stétt ofurríkra, sem eru smám saman að eignast Ísland með gögnum þess og gæðum. Sú þjóð býr við allsnægir. Hins vegar er fjölmennur og vaxandi hópur fólks, þar sem launin duga ekki til framfærslu, og húsaleigu - og vaxtaokur bindur í skuldaþrældóm. Fjármagnseigendur og lánadrottnar búa við verðtryggingu, sem jafnframt hneppir lántakendur og leigjendur í skuldafangelsi.Í átíðarræðunni lofsyngja þeir sjálfstæði eigin húsnæðis en markaðurinn dæmir leigjandann í ævilangan skuldaþrældóm. (2) Hinir ofurríku safna auði í skjóli pólitísks valds, sem hefur fært þeim einkaleyfi á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Að þessu leyti erum vð líkari Rússlandi Putins en draumnum um hið norræna velferðarríki. Samanburðrinn við Noreg afhjúpar mismuninn. Norðmenn eru nú skuldlaus þjóð, af því að því að arðurinn af auðlindunum rennur til norsku þjóðarinnar en ekki fáeinna auðkýfinga. (3) Við erum ekki jöfn fyrir lögunum. Einkaleyfishafarnir skrá eignarhaldsfélög sín í skattaskjólum (t.d. á Kýpur) og nota skattfrjálst fé sitt til að kaupa upp fyrirtæki í einokunarstöðu eða í fákeppni með samráði, sbr. skipafélögin tvö sem annast út- og innflutning þjóðarinnar. (4) Vegna skattundankomu hinna ofurríku eru tekjur tekjustofnar ríkisins hjá okkar fámennu þjóð við það að bresta – og þar með innviðir samfélagsins: Heilbrigðis-, skóla- og vegakerfið eru aðþrotum komin. Tekjur hinna ríku eru aðallega fjarmagnstekjur. Þær bera lægri skatta en laun og renna alls ekki til sveitarfélaga viðkomandi. Hinir ofurríku fá þar með bæði skattívilnanir og fría þjónustu frá samfélaginu. (5) Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins afnam árið 1999 verkamanna- bústaðakerfið, sem Alþýðuflokkurinn kom á árið 1929. Og seldu 11 þúsund íbúðir út úr félagslegu kerfi. Það er varla til sú borg í Evrópu, sem býður ekki upp á félagslegt húsnæðiskerfi, þar sem fólk á val milli kaupa eða leigu á viðráðanlegum kjörum. Félagslega kerfið dekkar yfirleitt milli 20%- 40% af húsnæðismarkaðnum. Hér eru fáein fjárfestingar- og verktakafyrirtæki (með allt að 100% hagnaðarkröfu) allsráðandi á markaðnum. Heilli kynslóð hefur veriðúthýst. Gjaldþrot íbúðalánasjóðs Framsóknarflokksins hangir eins og snara um háls skattgreiðenda og lífeyrissjóða. (6) Ísland hefur á seinustu árum hrapað niður samanburðarlistann yfir spilltustu þjóðfélög meðal þróaðra ríkja. Þessi spilling birtist okkur hvert sem litið er: Í fákeppni og okri fjármálakerfisins; í pólítískum mannaráðningum ríkis og ríkisstofnana og skattfríðindum og ívilnunum auðstéttarinnar. Þetta eru bara nokkur dæmi. Klíkuskapurinn er allsráðandi. Það er stétt gegn stétt. Eða flagð undir fögru sinni. Það er von, að fyrrvarandi kjósendum Sjálfstæðisflokksins blöskri. Það kostar sitt að misnota kosningaréttinn. (Höfundur var formaður Alþýðuflokksins - jafnaðarmanna flokks Íslands - 1984-96).
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun