Tilgangslausi skólinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 13. september 2024 12:31 Mamma geturðu gefið mér leyfi í dönsku? Það er eyða strax á eftir og ég er hvort eð er bara að gera verkefni sem ég get klárað heima…. Pabbi geturðu gefið mér leyfi í sundi? Það er hvort eð er bara verið að synda smá og svo fara í pottinn… Mamma geturðu gefið mér leyfi í íslensku? Það eru kynningar og ekki sjens að ég ætli að kynna fyrir framan hópinn… Pabbi geturðu gefið mér leyfi í stærðfræði? Það er próf og ég er ekki búin að læra neitt fyrir það. Ég get bara tekið sjúkrapróf eða eitthvað… Mamma geturðu gefið mér leyfi í skólanum í dag? Ég er hvort eð bara til hádegis og get alveg gert þetta allt bara heima…. Skólaárið í grunnskólum á Íslandi er skilgreint sem 180 kennsludagar. Fyrsta vika skólaárs, síðasta vika fram að jólaleyfi, fyrsta vikan eftir jólaleyfi, síðasta vikan fyrir páskaleyfi, fyrsta vikan eftir páskaleyfi og síðasta vika skólaárs eiga það sameiginlegt að leyfi nemenda verða algengari en á öðrum tímum. Í sumum tilfellum svo algeng að vart verður kennsluhæft í mörgum hópum víða um land. Við á Íslandi búum í forréttindasamfélagi þar sem aðgengi að gæðamenntun er gott. Kunnum við gott að meta? Hvar er skólinn í forgangsröð barna og barnafjölskyldna? Hvaða lexíur er skólanum lagt til að kenna ungviði landsins og hvernig á skólum landsins að takast ætlunarverk sitt ef börn mæta mörg ekki til leiks og viðhorfið er slíkt að skólinn er alltof oft í neðsta sæti þegar kemur að forgangsröðun heimila? Mikilvægt er að foreldrar átti sig á hve mikil áhrif fjarvera frá skóla getur haft á nám og líðan barna sinna. Þau mæta jafnvel stútfull af kvíða inn í skólann sinn því þau vita vart hvað snýr upp né niður í náminu né hvort þau séu að koma eða fara og getur þá skapast vítahringur sem nauðsynlegt er að vinda ofan af (en auðvitað langbest að koma í veg fyrir að rúlli af stað). Meirihluti foreldra og forráðafólks þekkir vel ábyrgðarhlutverk sitt og sinnir því af alúð. Leyfi barna er í þeim tilfellum ekki tekið af léttvægð og tryggja foreldrar að hlé á skólagöngu barns síns komi hvorki niður á barninu, námi þess né skólastarfi. Börn þeirra eru í skóla sem gegnir mikilvægu hlutverki í lífi þeirra. Er barnið þitt nokkuð nemandi í tilgangslausa skólanum? Höfundur er kennari og deildarstjóri í grunnskóla og meðvituð um að margt í lífinu lærist fyrir utan veggi skólakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Mamma geturðu gefið mér leyfi í dönsku? Það er eyða strax á eftir og ég er hvort eð er bara að gera verkefni sem ég get klárað heima…. Pabbi geturðu gefið mér leyfi í sundi? Það er hvort eð er bara verið að synda smá og svo fara í pottinn… Mamma geturðu gefið mér leyfi í íslensku? Það eru kynningar og ekki sjens að ég ætli að kynna fyrir framan hópinn… Pabbi geturðu gefið mér leyfi í stærðfræði? Það er próf og ég er ekki búin að læra neitt fyrir það. Ég get bara tekið sjúkrapróf eða eitthvað… Mamma geturðu gefið mér leyfi í skólanum í dag? Ég er hvort eð bara til hádegis og get alveg gert þetta allt bara heima…. Skólaárið í grunnskólum á Íslandi er skilgreint sem 180 kennsludagar. Fyrsta vika skólaárs, síðasta vika fram að jólaleyfi, fyrsta vikan eftir jólaleyfi, síðasta vikan fyrir páskaleyfi, fyrsta vikan eftir páskaleyfi og síðasta vika skólaárs eiga það sameiginlegt að leyfi nemenda verða algengari en á öðrum tímum. Í sumum tilfellum svo algeng að vart verður kennsluhæft í mörgum hópum víða um land. Við á Íslandi búum í forréttindasamfélagi þar sem aðgengi að gæðamenntun er gott. Kunnum við gott að meta? Hvar er skólinn í forgangsröð barna og barnafjölskyldna? Hvaða lexíur er skólanum lagt til að kenna ungviði landsins og hvernig á skólum landsins að takast ætlunarverk sitt ef börn mæta mörg ekki til leiks og viðhorfið er slíkt að skólinn er alltof oft í neðsta sæti þegar kemur að forgangsröðun heimila? Mikilvægt er að foreldrar átti sig á hve mikil áhrif fjarvera frá skóla getur haft á nám og líðan barna sinna. Þau mæta jafnvel stútfull af kvíða inn í skólann sinn því þau vita vart hvað snýr upp né niður í náminu né hvort þau séu að koma eða fara og getur þá skapast vítahringur sem nauðsynlegt er að vinda ofan af (en auðvitað langbest að koma í veg fyrir að rúlli af stað). Meirihluti foreldra og forráðafólks þekkir vel ábyrgðarhlutverk sitt og sinnir því af alúð. Leyfi barna er í þeim tilfellum ekki tekið af léttvægð og tryggja foreldrar að hlé á skólagöngu barns síns komi hvorki niður á barninu, námi þess né skólastarfi. Börn þeirra eru í skóla sem gegnir mikilvægu hlutverki í lífi þeirra. Er barnið þitt nokkuð nemandi í tilgangslausa skólanum? Höfundur er kennari og deildarstjóri í grunnskóla og meðvituð um að margt í lífinu lærist fyrir utan veggi skólakerfisins.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar