„Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 13:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. Vísir/Vilhelm „Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla. Líkt og Óskar nefnir er stórleikur KR og Víkings, sem er klukkan 17:00 í dag, til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hafa auglýst leikinn undir yfirskriftinni Ógleymanlegur leikur. Sérstakur fræðslufundur um heilabilun var haldinn í KR-heimilinu í gærkvöld og hefur félagið vakið athygli á málefninu á samfélagsmiðlum sínum. Þau Eva og Höskuldur Kári Schram, börn Ellerts B. Schram, ræddu baráttu föður þeirra við sjúkdóminn sem og þeir Hörður Felix og Skafti Harðarsynir, synir Harðar Felixsonar, en bæði Hörður og Ellert eru goðsagnir hjá Vesturbæjarliðinu. Ellert glímir við sjúkdóminn og Hörður eldri glímdi við hann síðustu æviár sín áður en hann lést árið 2018. Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, deildi einnig sögu móður sinnar, Bjargar Jónsdóttur, sem lést eftir baráttu við Alzheimer í desember í fyrra. Óskar Hrafn segir málefnið eitthvað sem samfélagið allt á að láta sig varða og hvetur til stuðnings við samtökin. „Ég vil auðvitað hvetja alla KR-inga, Víkinga, knattspyrnuáhugamenn og þeim sem er annt um samfélagið okkar að mæta völlinn og styrkja þetta góða málefni sem er barátta gegn heilabilun. Það er mikilæg að sú barátta sé sýnileg,“ segir Óskar Hrafn í samtali við íþróttadeild. „Við höfum horft upp á það á undanförnum árum að margir af þeim mönnum sem ruddu brautina hér í KR og annarsstaðar, hvort sem það er hérlendis eða erlendis, fótboltamenn sem hafa verið að glíma við heilabilun,“ „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag og svo líka í fótboltanum. Ég hvet bara alla til að koma á völlinn og styrkja þetta góða málefni,“ bætir Óskar Hrafn við. Barátta, karakter og hjarta Hvað leikinn sjálfan varðar, innan vallar, segir Óskar ljóst að um hörkuleik sé að ræða. KR-ingar þurfi að sýna ástríðu og vilja er þeir takast á við Íslandsmeistarana í Vesturbænum seinni partinn. „Það þýðir svo sem ekkert að hugsa um hvað Víkingar eru góðir eða þannig. Við þurfum bara að nálgast leikinn á okkar forsendum. Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingum, annað hvort ferðu maður á mann á þá, eða þú þarft að leggjast niður og treysta á að sækja hratt þegar þú vinnur boltann,“ segir Óskar. „Ef menn ætla að koma í einhverri miðblokk og mæta þeim á miðjum vellinum þá hafa þeir gæðin og taktinn til að fara auðveldlega í gegnum það. Við þurfum bara að mæta þeim almennilega,“ „Þessir leikir sem ég hef spilað við Víkinga hafa oft á tíðum snúist um baráttu, karakter og hjarta. Við þurfum svo sannarlega að vera klárir í það að berjast á móti þeim og taka á þeim. En auðvitað eru Víkingar gott lið og þetta er mikilvægur leikur fyrir þá. En við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Líkt og Óskar nefnir er stórleikur KR og Víkings, sem er klukkan 17:00 í dag, til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hafa auglýst leikinn undir yfirskriftinni Ógleymanlegur leikur. Sérstakur fræðslufundur um heilabilun var haldinn í KR-heimilinu í gærkvöld og hefur félagið vakið athygli á málefninu á samfélagsmiðlum sínum. Þau Eva og Höskuldur Kári Schram, börn Ellerts B. Schram, ræddu baráttu föður þeirra við sjúkdóminn sem og þeir Hörður Felix og Skafti Harðarsynir, synir Harðar Felixsonar, en bæði Hörður og Ellert eru goðsagnir hjá Vesturbæjarliðinu. Ellert glímir við sjúkdóminn og Hörður eldri glímdi við hann síðustu æviár sín áður en hann lést árið 2018. Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, deildi einnig sögu móður sinnar, Bjargar Jónsdóttur, sem lést eftir baráttu við Alzheimer í desember í fyrra. Óskar Hrafn segir málefnið eitthvað sem samfélagið allt á að láta sig varða og hvetur til stuðnings við samtökin. „Ég vil auðvitað hvetja alla KR-inga, Víkinga, knattspyrnuáhugamenn og þeim sem er annt um samfélagið okkar að mæta völlinn og styrkja þetta góða málefni sem er barátta gegn heilabilun. Það er mikilæg að sú barátta sé sýnileg,“ segir Óskar Hrafn í samtali við íþróttadeild. „Við höfum horft upp á það á undanförnum árum að margir af þeim mönnum sem ruddu brautina hér í KR og annarsstaðar, hvort sem það er hérlendis eða erlendis, fótboltamenn sem hafa verið að glíma við heilabilun,“ „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag og svo líka í fótboltanum. Ég hvet bara alla til að koma á völlinn og styrkja þetta góða málefni,“ bætir Óskar Hrafn við. Barátta, karakter og hjarta Hvað leikinn sjálfan varðar, innan vallar, segir Óskar ljóst að um hörkuleik sé að ræða. KR-ingar þurfi að sýna ástríðu og vilja er þeir takast á við Íslandsmeistarana í Vesturbænum seinni partinn. „Það þýðir svo sem ekkert að hugsa um hvað Víkingar eru góðir eða þannig. Við þurfum bara að nálgast leikinn á okkar forsendum. Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingum, annað hvort ferðu maður á mann á þá, eða þú þarft að leggjast niður og treysta á að sækja hratt þegar þú vinnur boltann,“ segir Óskar. „Ef menn ætla að koma í einhverri miðblokk og mæta þeim á miðjum vellinum þá hafa þeir gæðin og taktinn til að fara auðveldlega í gegnum það. Við þurfum bara að mæta þeim almennilega,“ „Þessir leikir sem ég hef spilað við Víkinga hafa oft á tíðum snúist um baráttu, karakter og hjarta. Við þurfum svo sannarlega að vera klárir í það að berjast á móti þeim og taka á þeim. En auðvitað eru Víkingar gott lið og þetta er mikilvægur leikur fyrir þá. En við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira