Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir og Katrín Þrastardóttir skrifa 16. september 2024 15:01 Fyrir flest okkar eru tengslin sem við eigum við maka okkar og fjölskyldu það sem skiptir okkur mestu máli. Í nútímasamfélagi er hraðinn mikill og fylgja því ýmsir streituvaldar sem herja á fjölskyldulífið. Til að bæta og viðhalda heilbrigðum samböndum teljum við fjölskyldufræðingar áríðandi að hlúa að forvörnum þegar kemur að fjölskyldueiningunni. Foreldrahlutverkið er oft krefjandi og mikilvægt að foreldrar hafi aðgengi að stuðningi fagaðila þegar þörf krefur. Einnig er mikilvægt að stuðla að fjölskylduvænni vinnumenningu en það hjálpar okkur við að halda góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fjölskylduvæn vinnumenning leiðir af sér sterkari foreldra og öflugra starfsfólk. Þegar álagið er mikið, hvort sem það er í vinnu eða einkalífi getur verið gagnlegt að nýta sér fjölskyldu- og parameðferð. Við búum í samfélagi með fjölbreyttum fjölskyldugerðum, auknum samfélagslegum væntingum og innreið samfélagsmiðla og annarrar tækni inn á heimilin. Því geta fylgt áskoranir sem fjölskyldur nútímans þurfa að takast á við. Í fjölskyldu- og parameðferð er unnið að því að bæta samskipti og styrkja tengsl innan fjölskyldna og parsambanda, með það að markmiði að stuðla að betri andlegri og tilfinningalegri heilsu allra aðila. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð byggða á gagnreyndum aðferðum. Þeir leggja áherslu á að skilja á hvaða hátt einstaklingar tengjast sínum nánustu auk þess sem áhrif uppeldis og aðstæðna í upprunafjölskyldu hvers og eins eru kortlögð. Með fjölskyldumeðferð er til dæmis hægt að vinna með rótgróin vandamál með það að markmiði að byggja upp sterkari tengsl og bæta samskipti. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að fyrstu tengsl okkar við foreldra, eða umönnunaraðila, móti einstaklinginn og hafi áhrif á væntingar hans og hegðun í samböndum síðar á ævinni. Það tengslamynstur sem einstaklingar þróa með sér í æsku hefur áhrif á hvernig þeir eiga samskipti, takast á við áskoranir og tjá tilfinningar. Í fjölskyldumeðferð eru tengslamynstur skoðuð og leitast við að efla skilning fjölskyldumeðlima á eigin þörfum og annarra. Ekki er hægt að líta framhjá áhrifum uppruna okkar, fjölskyldunnar sem við ólumst upp innan. Það samskiptamynstur og tilfinningaleg viðbrögð sem hafa verið ríkjandi í uppvexti okkar, koma gjarnan fram endurtekið í samskiptum á fullorðinsárum. Í fjölskyldumeðferð er boðið upp á rými til að skoða og skilja þessi áhrif á samskipti. Með auknum skilningi myndast tækifæri til að vinna saman að því að brjóta upp neikvæð mynstur og koma á heilbrigðari leiðum til tengsla og samskipta. Það er breytilegt hver sækja fjölskyldumeðferð. Það getur verið hjón eða par, fullorðin börn og foreldrar þeirra eða jafnvel foreldar með börn sín. Allt fer það eftir því hvert markmiðið er hverju sinni. Í fjölskyldu- og parameðferð gefast tækifæri til að skapa varanleg og þroskandi tengsl, sem ekki aðeins þola áskoranir nútímans heldur einnig stuðla að vellíðan og betri lífsgæðum til framtíðar. Höfundar eru fjölskyldufræðingar og starfa hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Geðheilbrigði Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Sjá meira
Fyrir flest okkar eru tengslin sem við eigum við maka okkar og fjölskyldu það sem skiptir okkur mestu máli. Í nútímasamfélagi er hraðinn mikill og fylgja því ýmsir streituvaldar sem herja á fjölskyldulífið. Til að bæta og viðhalda heilbrigðum samböndum teljum við fjölskyldufræðingar áríðandi að hlúa að forvörnum þegar kemur að fjölskyldueiningunni. Foreldrahlutverkið er oft krefjandi og mikilvægt að foreldrar hafi aðgengi að stuðningi fagaðila þegar þörf krefur. Einnig er mikilvægt að stuðla að fjölskylduvænni vinnumenningu en það hjálpar okkur við að halda góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fjölskylduvæn vinnumenning leiðir af sér sterkari foreldra og öflugra starfsfólk. Þegar álagið er mikið, hvort sem það er í vinnu eða einkalífi getur verið gagnlegt að nýta sér fjölskyldu- og parameðferð. Við búum í samfélagi með fjölbreyttum fjölskyldugerðum, auknum samfélagslegum væntingum og innreið samfélagsmiðla og annarrar tækni inn á heimilin. Því geta fylgt áskoranir sem fjölskyldur nútímans þurfa að takast á við. Í fjölskyldu- og parameðferð er unnið að því að bæta samskipti og styrkja tengsl innan fjölskyldna og parsambanda, með það að markmiði að stuðla að betri andlegri og tilfinningalegri heilsu allra aðila. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð byggða á gagnreyndum aðferðum. Þeir leggja áherslu á að skilja á hvaða hátt einstaklingar tengjast sínum nánustu auk þess sem áhrif uppeldis og aðstæðna í upprunafjölskyldu hvers og eins eru kortlögð. Með fjölskyldumeðferð er til dæmis hægt að vinna með rótgróin vandamál með það að markmiði að byggja upp sterkari tengsl og bæta samskipti. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að fyrstu tengsl okkar við foreldra, eða umönnunaraðila, móti einstaklinginn og hafi áhrif á væntingar hans og hegðun í samböndum síðar á ævinni. Það tengslamynstur sem einstaklingar þróa með sér í æsku hefur áhrif á hvernig þeir eiga samskipti, takast á við áskoranir og tjá tilfinningar. Í fjölskyldumeðferð eru tengslamynstur skoðuð og leitast við að efla skilning fjölskyldumeðlima á eigin þörfum og annarra. Ekki er hægt að líta framhjá áhrifum uppruna okkar, fjölskyldunnar sem við ólumst upp innan. Það samskiptamynstur og tilfinningaleg viðbrögð sem hafa verið ríkjandi í uppvexti okkar, koma gjarnan fram endurtekið í samskiptum á fullorðinsárum. Í fjölskyldumeðferð er boðið upp á rými til að skoða og skilja þessi áhrif á samskipti. Með auknum skilningi myndast tækifæri til að vinna saman að því að brjóta upp neikvæð mynstur og koma á heilbrigðari leiðum til tengsla og samskipta. Það er breytilegt hver sækja fjölskyldumeðferð. Það getur verið hjón eða par, fullorðin börn og foreldrar þeirra eða jafnvel foreldar með börn sín. Allt fer það eftir því hvert markmiðið er hverju sinni. Í fjölskyldu- og parameðferð gefast tækifæri til að skapa varanleg og þroskandi tengsl, sem ekki aðeins þola áskoranir nútímans heldur einnig stuðla að vellíðan og betri lífsgæðum til framtíðar. Höfundar eru fjölskyldufræðingar og starfa hjá Auðnast.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun