Skutlaði syni sínum til dagmömmu en hefur ekki sést síðan Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2024 15:32 Odile Ahouanwanou keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021. Getty/Tim Clayton Franska lögreglan hefur auglýst eftir frjálsíþróttakonunni Odile Ahouanwanou en hennar hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Ahouanwanou, sem er frá Benín, er fjölþrautarkona en hún varð til að mynda í 8. sæti í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2019. Lögreglan í Normandí í Norður-Frakklandi segir hana hafa skutlað syni sínum til dagmömmu síðasta þriðjudag en að síðan hafi ekkert til hennar spurst. Lögreglan auglýsir nú eftir vitnum sem mögulega gætu vitað eitthvað um ferðir Ahouanwanou, og bendir á að hún hafi ekið Volkswagen Polo síðast þegar sást til hennar. Ahouanwanou er 33 ára gömul. Áður en hún sneri sér að frjálsum íþróttum var hún knattspyrnukona og spilaði fyrir landslið Benín. „Ég var alltaf samhliða í frjálsum íþróttum í skólanum. Ég vann oftast alla en ég sá mig bara ekki fyrir mér í frjálsum íþróttum. Þetta snerist allt um fótbolta. Allt þar til dag einn árið 2007 þegar ég varð landsmeistari í hástökki og allt breyttist,“ sagði Ahouanwanou í viðtali við BBC Sport Africa árið 2022. Fréttir af afrískum frjálsíþróttakonum hafa valdið óhug síðustu misseri. Í byrjun þessa mánaðar var hlaupakonan Rebecca Cheptegei myrt af fyrrverandi kærasta, sem hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum síðastnefndu tilvikunum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. Frjálsar íþróttir Frakkland Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Ahouanwanou, sem er frá Benín, er fjölþrautarkona en hún varð til að mynda í 8. sæti í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2019. Lögreglan í Normandí í Norður-Frakklandi segir hana hafa skutlað syni sínum til dagmömmu síðasta þriðjudag en að síðan hafi ekkert til hennar spurst. Lögreglan auglýsir nú eftir vitnum sem mögulega gætu vitað eitthvað um ferðir Ahouanwanou, og bendir á að hún hafi ekið Volkswagen Polo síðast þegar sást til hennar. Ahouanwanou er 33 ára gömul. Áður en hún sneri sér að frjálsum íþróttum var hún knattspyrnukona og spilaði fyrir landslið Benín. „Ég var alltaf samhliða í frjálsum íþróttum í skólanum. Ég vann oftast alla en ég sá mig bara ekki fyrir mér í frjálsum íþróttum. Þetta snerist allt um fótbolta. Allt þar til dag einn árið 2007 þegar ég varð landsmeistari í hástökki og allt breyttist,“ sagði Ahouanwanou í viðtali við BBC Sport Africa árið 2022. Fréttir af afrískum frjálsíþróttakonum hafa valdið óhug síðustu misseri. Í byrjun þessa mánaðar var hlaupakonan Rebecca Cheptegei myrt af fyrrverandi kærasta, sem hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum síðastnefndu tilvikunum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua.
Frjálsar íþróttir Frakkland Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira