Skutlaði syni sínum til dagmömmu en hefur ekki sést síðan Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2024 15:32 Odile Ahouanwanou keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021. Getty/Tim Clayton Franska lögreglan hefur auglýst eftir frjálsíþróttakonunni Odile Ahouanwanou en hennar hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Ahouanwanou, sem er frá Benín, er fjölþrautarkona en hún varð til að mynda í 8. sæti í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2019. Lögreglan í Normandí í Norður-Frakklandi segir hana hafa skutlað syni sínum til dagmömmu síðasta þriðjudag en að síðan hafi ekkert til hennar spurst. Lögreglan auglýsir nú eftir vitnum sem mögulega gætu vitað eitthvað um ferðir Ahouanwanou, og bendir á að hún hafi ekið Volkswagen Polo síðast þegar sást til hennar. Ahouanwanou er 33 ára gömul. Áður en hún sneri sér að frjálsum íþróttum var hún knattspyrnukona og spilaði fyrir landslið Benín. „Ég var alltaf samhliða í frjálsum íþróttum í skólanum. Ég vann oftast alla en ég sá mig bara ekki fyrir mér í frjálsum íþróttum. Þetta snerist allt um fótbolta. Allt þar til dag einn árið 2007 þegar ég varð landsmeistari í hástökki og allt breyttist,“ sagði Ahouanwanou í viðtali við BBC Sport Africa árið 2022. Fréttir af afrískum frjálsíþróttakonum hafa valdið óhug síðustu misseri. Í byrjun þessa mánaðar var hlaupakonan Rebecca Cheptegei myrt af fyrrverandi kærasta, sem hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum síðastnefndu tilvikunum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. Frjálsar íþróttir Frakkland Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Ahouanwanou, sem er frá Benín, er fjölþrautarkona en hún varð til að mynda í 8. sæti í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2019. Lögreglan í Normandí í Norður-Frakklandi segir hana hafa skutlað syni sínum til dagmömmu síðasta þriðjudag en að síðan hafi ekkert til hennar spurst. Lögreglan auglýsir nú eftir vitnum sem mögulega gætu vitað eitthvað um ferðir Ahouanwanou, og bendir á að hún hafi ekið Volkswagen Polo síðast þegar sást til hennar. Ahouanwanou er 33 ára gömul. Áður en hún sneri sér að frjálsum íþróttum var hún knattspyrnukona og spilaði fyrir landslið Benín. „Ég var alltaf samhliða í frjálsum íþróttum í skólanum. Ég vann oftast alla en ég sá mig bara ekki fyrir mér í frjálsum íþróttum. Þetta snerist allt um fótbolta. Allt þar til dag einn árið 2007 þegar ég varð landsmeistari í hástökki og allt breyttist,“ sagði Ahouanwanou í viðtali við BBC Sport Africa árið 2022. Fréttir af afrískum frjálsíþróttakonum hafa valdið óhug síðustu misseri. Í byrjun þessa mánaðar var hlaupakonan Rebecca Cheptegei myrt af fyrrverandi kærasta, sem hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum síðastnefndu tilvikunum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua.
Frjálsar íþróttir Frakkland Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira