Telur íslenska stjórnsýslu hafa brotið lög í máli Yazan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2024 12:21 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Hinn ellefu ára Yazan Tamimi frá Palestínu er mjög skelkaður eftir aðgerðir lögreglu aðfararnótt mánudags, þegar vísa átti honum og fjölskyldu hans úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar telur að íslensk yfirvöld hafi brotið lög við málsmeðferð og framkvæmd í máli fjölskyldunnar. Öryggi hans er talið betur borgið á Barnaspítalanum en í Rjóðrinu. Líkt og fram hefur komið í fréttum ákvað dómsmálaráðherra að fresta brottflutningi fjölskyldunnar til að verða við beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra um að ræða málið á vettvangi ríkisstjórnar. Fjölskyldan hafði þá þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Eftir fleiri klukkustunda bið á flugvellinum var Yazan, sem er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, fluttur aftur á Landspítala. „Landspítalinn hugðist flytja Yazan aftur yfir í Rjóðrið þar sem hann var. En síðan var sú ákvörðun tekin á spítalanum að öryggi hans og annarra sjúklinga væri betur borgið ef hann væri áfram á Barnaspítalanum ef að lögreglan gripi aftur til annara svipaðra aðgerða,“ segir Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar. Vegið hafi verið að friðhelgi Yazans „Hann er mjög skelkaður eftir þessar aðgerðir lögreglu. Móðir hans lýsir því að hann sé hvumpinn og bregðist við ef að einhver ókunnugur birtist eða eitthvað óvænt gerist og hann hefur átt erfitt með svefn líka skilst mér. Þannig þessi reynsla hefur reynt mjög mikið á hann.“ Þá hefur Albert tilkynnt um meint alvarleg brot gegn Yazan til réttindagæslu fyrir fatlað fólk. „Ég sendi inn tilkynningu í samræmi við lög um réttindagæslu fatlaðs fólks til réttindagæslunnar vegna aðgerða lögreglu. Það eru nokkur atriði sem ég tel að lögregla hafi ekki gætt að þeim tilmælum sem réttindagæslan lét lögreglunni í té, þar sem meðal annars var ekki gætt að almennri virðingu fyrir friðhelgi Yazans,“ segir Albert. Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, vonar að hún verði ekki send úr landi.Vísir/Arnar Skilaboð stjórnvalda séu köld og misvísandi Kveðið hefur við ólíkan tón meðal ráðherra ríkisstjórnarinnar vegna máls fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa sagt ákvörðun um brottvísun standa, en þá hefur barnamálaráðherra til að mynda sagt ólíklegt að Yazan verði vísað úr landi. Albert telur málflutning forsætisráðherra nöturlegan. „Mér finnst náttúrlega svolítið nöturlegt að heyra forsætisráðherra til dæmis tala um að það sé mikilvægt að lögum sé fylgt. Að sjálfsögðu er ég hlynntur því að lögum sé fylgt en með þessum orðum finnst mér hann gera því skóna umbjóðendur mínir hafi ekki fylgt lögum og því vil ég mótmæla. Þau hafa í hvívetna fylgt lögum og fyrirmælum og verið samstarfsfús hér á Íslandi. Ég tel hins vegar þvert á móti við meiningu forsætisráðherra að íslenska stjórnsýslan, lögregla, kærunefnd útlendingamála hafi brotið lög við málsmeðferð og framkvæmd á málum umbjóðenda minna. Þannig að þessi orð eru köld og þessi misvísandi skilaboð valda því að fjölskyldan er mjög óörugg og óttast mjög hvað gerist næstu daga,“ segir Albert. Spurður hvort hann telji að fjölskyldan muni að endingu fá efnismeðferð segist Albert vona að fjölskyldan verði ekki send frá landinu. „Ég tel að það væri rangt og það væri hrein og bein mannvonska að gera það. En meðan að ekkert er í hendi þá þurfum við bara að búast við því versta,“ segir Albert. Hann segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að mál fjölskyldunnar sé tekið til efnismeðferðar. Íslensk stjórnvöld hafi fulla heimild til að taka málið til meðferðar hvenær sem þeim sýnist. „Ég reyndar tel að þeim beri skylda til að gera það. Ég hef bent á það bæði opinberlega og í rökstuðningi til kærunefndar útlendingamála að rannsóknarregla stjórnsýslulaga hafi verið brotin við málsmeðferð mála þeirra.“ segir Albert. Í þeim eina úrskurði sem kærunefnd útlendingamála hafi kveðið upp í málinu, þar sem það var tekið til meðferðar, hafi nefndin komist að efnislega rangri niðurstöðu um veikindi og þá meðferð sem Yazan hafi hlotið á Íslandi. Nefndin hafi ranglega haldið því fram að hann hafi enga meðferð eða læknisþjónustu hlotið á Íslandi. „Ég tel að þetta standist ekki.“ Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Líkt og fram hefur komið í fréttum ákvað dómsmálaráðherra að fresta brottflutningi fjölskyldunnar til að verða við beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra um að ræða málið á vettvangi ríkisstjórnar. Fjölskyldan hafði þá þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Eftir fleiri klukkustunda bið á flugvellinum var Yazan, sem er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, fluttur aftur á Landspítala. „Landspítalinn hugðist flytja Yazan aftur yfir í Rjóðrið þar sem hann var. En síðan var sú ákvörðun tekin á spítalanum að öryggi hans og annarra sjúklinga væri betur borgið ef hann væri áfram á Barnaspítalanum ef að lögreglan gripi aftur til annara svipaðra aðgerða,“ segir Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar. Vegið hafi verið að friðhelgi Yazans „Hann er mjög skelkaður eftir þessar aðgerðir lögreglu. Móðir hans lýsir því að hann sé hvumpinn og bregðist við ef að einhver ókunnugur birtist eða eitthvað óvænt gerist og hann hefur átt erfitt með svefn líka skilst mér. Þannig þessi reynsla hefur reynt mjög mikið á hann.“ Þá hefur Albert tilkynnt um meint alvarleg brot gegn Yazan til réttindagæslu fyrir fatlað fólk. „Ég sendi inn tilkynningu í samræmi við lög um réttindagæslu fatlaðs fólks til réttindagæslunnar vegna aðgerða lögreglu. Það eru nokkur atriði sem ég tel að lögregla hafi ekki gætt að þeim tilmælum sem réttindagæslan lét lögreglunni í té, þar sem meðal annars var ekki gætt að almennri virðingu fyrir friðhelgi Yazans,“ segir Albert. Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, vonar að hún verði ekki send úr landi.Vísir/Arnar Skilaboð stjórnvalda séu köld og misvísandi Kveðið hefur við ólíkan tón meðal ráðherra ríkisstjórnarinnar vegna máls fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa sagt ákvörðun um brottvísun standa, en þá hefur barnamálaráðherra til að mynda sagt ólíklegt að Yazan verði vísað úr landi. Albert telur málflutning forsætisráðherra nöturlegan. „Mér finnst náttúrlega svolítið nöturlegt að heyra forsætisráðherra til dæmis tala um að það sé mikilvægt að lögum sé fylgt. Að sjálfsögðu er ég hlynntur því að lögum sé fylgt en með þessum orðum finnst mér hann gera því skóna umbjóðendur mínir hafi ekki fylgt lögum og því vil ég mótmæla. Þau hafa í hvívetna fylgt lögum og fyrirmælum og verið samstarfsfús hér á Íslandi. Ég tel hins vegar þvert á móti við meiningu forsætisráðherra að íslenska stjórnsýslan, lögregla, kærunefnd útlendingamála hafi brotið lög við málsmeðferð og framkvæmd á málum umbjóðenda minna. Þannig að þessi orð eru köld og þessi misvísandi skilaboð valda því að fjölskyldan er mjög óörugg og óttast mjög hvað gerist næstu daga,“ segir Albert. Spurður hvort hann telji að fjölskyldan muni að endingu fá efnismeðferð segist Albert vona að fjölskyldan verði ekki send frá landinu. „Ég tel að það væri rangt og það væri hrein og bein mannvonska að gera það. En meðan að ekkert er í hendi þá þurfum við bara að búast við því versta,“ segir Albert. Hann segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að mál fjölskyldunnar sé tekið til efnismeðferðar. Íslensk stjórnvöld hafi fulla heimild til að taka málið til meðferðar hvenær sem þeim sýnist. „Ég reyndar tel að þeim beri skylda til að gera það. Ég hef bent á það bæði opinberlega og í rökstuðningi til kærunefndar útlendingamála að rannsóknarregla stjórnsýslulaga hafi verið brotin við málsmeðferð mála þeirra.“ segir Albert. Í þeim eina úrskurði sem kærunefnd útlendingamála hafi kveðið upp í málinu, þar sem það var tekið til meðferðar, hafi nefndin komist að efnislega rangri niðurstöðu um veikindi og þá meðferð sem Yazan hafi hlotið á Íslandi. Nefndin hafi ranglega haldið því fram að hann hafi enga meðferð eða læknisþjónustu hlotið á Íslandi. „Ég tel að þetta standist ekki.“
Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira