Hart tekist á um netaveiði í Ölfusá Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2024 12:57 Þau Árni Baldursson og Esther eru á því að netaveiðimenn í Ölfusá gangi alltof hart fram en Jörundur, formaður Veiðifélags Árnessýslu gefur ekkert fyrir það. vísir Þeir sem bera hag Norður-Atlantshafslaxins fyrir brjósti biðla nú til þeirra sem enn stunda netaveiði í Ölfusá að hlífa því sem eftir lifir stofns í stærsta ferskvatnakerfi í Evrópu. Þeir segja þetta ljótan blett á orðspori Íslands og laxinn sé í útrýmingarhættu. Sveitin er klofin. Jörundur Gauksson lögmaður, formaður í Veiðifélagi Árnessýslu, stendur hins vegar fastur fyrir og á sínu. Net hafa verið keypt upp á svæðinu en ekki að fullu; Auðsholtshjáleigumenn standa út af. Lögbýlið Auðsholt er með 75 prósent netaveiðiréttar, en eigendur Auðsholts sömdu um að leigja netin frá sér og greiddi Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF) þeim fyrir uppkaupin á þeirra hluta. Vísi hafa borist myndir af netum sem lögð hafa verið þvert yfir ála en fullyrt er að með þessum netalögnum sé verið að þverbrjóta öll lög. Óheimilt sé að loka álum með netum; þau megi lögum samkvæmt aðeins loka einum þriðja leiðarinnar. Óheimilt er að leggja net nema frá landi en myndirnar sýni að netin séu lögð milli laxakletta í ánni. Þá er fullyrt að netin séu miklu lengri en þau megi vera. Málið er afar viðkvæmt og í raun hefur það skipt sveitinni allri í tvö horn. Vísir forvitnaðist um málið og flækti sig í netin. Nýir tímar hljóti að kalla á nýja hugsun Árni Baldursson laxveiðispekúlant er landeigandi á svæðinu, við Sogið nánar tiltekið og hann segir að það verði að finnast lausn á þessu ástandi því verið sé að útrýma laxinum á svæðinu með mjög þróuðum veiðibúnaði. Hann segir netaveiðimenn kála öllum laxi sem gengur upp svæðið sem þýðir að engin endurnýjun er í stofninum. Sjálfbærni er engin. En það gengur illa að fá netaveiðimenn til að kannast við þetta. Árni segist vita það vel að hann sé örugglega í huga fólks aðskotadýr, hann hafi ekki verið landeigandi við Sogið í tíu ár. En fólk verði að horfa hjá því, nú sé runnin upp ögurstund og stofninn sé að glatast.vísir Sjálfur var Árni úti í Skotlandi þegar Vísir náði tali af honum, þar sem hann fæst við veiðar og leiðsögn. „Saga netaveiða í Ölfusá í Hvítársvæði nær hundrað ár aftur í tímann. Sterkur netaveiðiréttur sem bændur hafa þarna og því er þetta ósanngjörn og erfið barátta. Í veiðifélagi Árnessýslu eru 260 landeigendur og að meirihluta netaveiðimenn. Þetta er öðruvísi en var í gamla daga þegar allar ár voru fullar af laxi og netaveiði komst upp í að veiða 10 til 15 þúsund laxa, laxagengdin var svo mikil.“ Nú er öldin önnur, náttúran viðkvæm og lítið um lax. Og það sem til fellur klófesta netaveiðimennirnir sem taka það sem þeir ná í, að sögn Árna. Sem þýðir einfaldlega að ekki fer hann ofar og hrygnir. Þarna má sjá netaveiðibúnað sem notaður er í Ölfusá. Jörundur Gauksson er formaður og stjórnar veiðifélaginu með harðri hendi, vill Árni meina og hefur gert lengi. Árni fullyrðir að Jörundur beinlínis hvetji netaveiðibændum til að veiða sem mest og drepa, því meira því betra. Segir útrýmingu stofnsins blasa við Jörundur hefur verið formaður í kringum tíu ár og hann segist í samtali við Vísi nánast hafa fengið þá formennsku í arf en bæði faðir hans og afi voru formenn á undan honum. Árni er hins vegar örvæntingarfullur: „Það hefur oft verið haft eftir Jörundi að hann telji að netin eigi að taka 85 prósent af heildargöngunni í vatnasvæðinu. Þetta er náttúrlega bara útrýming og getur ekki gengið lengur. Við erum komin á þann stað að þetta er að verða búið.“ Klippa: Yfirlitsmyndir Ölfusá Drónamyndir sem eiga að sanna að netaveiðimenn séu heldur betur farir að færa sig upp á skaftið. Árni segir að verið sé að útrýma þessum merka laxastofni. Brúará geti verið gott dæmi þar sem eru litlar þverár, Andalækur og Fullsæll; þetta er allt liðin tíð - þarna er engin lax. „Síðan Sogið, það er komið að fótum fram, stærsta ferskvatnslaxá á Íslandi sem geymdi mikinn lax, nú er svo komið fyrir Soginu að þar er enginn lax lengur. Heildarlaxaveiði er 100 laxar í ár. En 2010, fyrir 14 árum, þá var veiðin í Sogin 12 til 14 hundruð laxar. Nú er enginn lax til að hrygna, allir eru örvæntingarfullir vegna þessa, landeigendur og veiðimenn sorgmæddir, það er búið að ganga að þessari auðlind dauðri. Næstum of seint að bjarga þessu en það er örlítill gluggi ennþá,“ segir Árni. Hann telur leiðina þá að kaupa upp öll net á svæðinu. Og hann telur ýmsar stofnanir og velunnara stofnsins myndu glaðir koma að því verkefni og leggja fé til þess. Líkt og til að mynda hafi verið gert í Borgarfirði með góðum árangri. Esther segir netin taka sinn toll Esther Guðjónsdóttir í Sólheimatungu er formaður Veiðifélags Stóru-Laxár tekur í sama streng þó hún noti ekki eins sterk orð og Árni. Meira af laxi leitar upp í Stóru-Laxá en í Sogið. Hún segir að það hafi verið hasar á sínum tíma, þegar verið var að kaupa upp net í ánni. En ekki var gengið frá öllum netarétti og þar stendur hnífurinn í kúnni. Esther er formaður veiðirétthafa í Stóru-Laxá. Hún segir að þau séu ekki eins illa sett með laxagöngur og Árni en það liggi þó fyrir að netaveiðin taki sinn toll. „Í dag er þetta kannski ekki neinn ofsaslagur, ekki mörg net eftir. En vissulega eru þau að taka sinn toll og þeir eiga sinn rétt,“ segir Esther. Og hún segir rétt að þeir Auðsholtshjáleigu hafi verið að færast í aukana. „Jú, þeir hafa verið að lengja í netum sínum og farið með þau lengra en þeir mega en ég held að það sé ekkert nýtt, ég held að það hafi alltaf verið.“ Vill kjúfa sig út úr Veiðifélagi Árnesinga Esther segir veiðirétthafa og veiðimenn við Sogið fara mjög illa út úr þessu. Þar veiðist lítið. „Við erum betur sett í Stóru-Laxá, það virðist meira komast þangað upp eftir,“ segir Esther sem leggur áherslu á að hún sé fulltrúi landeigenda. „Ég skil vel að menn séu æstir vegna þessa,“ segir Esther. Hún segir að þeir sem veiði í Stóru-Laxá hafi veitt og sleppt til að bjarga því sem bjargað verður. Klippa: Laxveiðinet í Ölfusá Myndbandstökur sem Vísir fékk senda og eiga að sýna að netaveiðimenn séu að brjóta lög. „Það er ekki sérstakt félag um Sogið, þar er hver landeigandi að selja veiðileyfi. Í veiðifélagi Árnesinga eru um 240 en við erum nú að kljúfa okkur út úr því. Við erum rúmlega 40. Við teljum okkur betur komin utan þess félags. Það er náttúrlega það sem þeir eru að gera í Soginu líka. Já, það eru átök innan veiðifélags Árnesinga. Þeir fylgja ekki þróuninni og eru stífir. Ég er til að mynda hætt að mæta á fundi, þetta er eins og fyrir 40 árum, barns síns tíma og breytist ekki neitt. Félag sem þarf að breyta til að það funkeri,“ segir Esther. Samningar um uppkaup neta fyrsta 2006 Hér er ýmsum spurningum ósvarað og rétt að heyra í Jörundi sem er harður á rétti sinna manna. Hann liggur ekki á skoðunum sínum. „Rétturinn til að veiða í net byggir á heimild í sérlögunum um lax- og silungsveiði. Lögboðin nýtingaráætlun Veiðifélags Árnesinga byggir á því að félagsmenn veiði hver fyrir sínu landi en það er ólíkt því sem algengast er að veiðifélög ráðstafi veiðinni til leigutaka en ekki félagsmanna.“ Jörundur, sem er lögmaður, segir ýmislegt fara á milli mála í staðhæfingum þeirra sem vilji rífa upp öll net úr Ölfusá. Jörundur segir félagsmenn sína án þekktra undantekninga mjög ánægða með þessa skipan enda einstakt að þeir fái að njóta þess sjálfir að veiða eða ráðstafa veiðinni eftir sínu höfði. „Hér á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár var það fyrst á árinu 2006 sem gerðir voru samningar um að veiða ekki lax í net og voru það eigendur þriggja öflugra netaveiðijarða sem veiddu ekki í 5 ár gegn greiðslu en þó var þeim í einhverjum tilvikum heimilt að veiða lax í matinn í nokkra daga. Síðan varð hlé á samningum sem þessum en allmargar netaveiðijarðir hafa undanfarin ár gert slíka samninga þar á meðal stærstu netaveiðijarðirnar en Veiðifélag Árnesinga hefur ekki upplýsingar um fjölda samninga sem í gildi eru.“ Hafnar því að Auðholtshjáleiga fari ekki að reglum En Vísir hefur heimildir fyrir því að eftir að net voru keypt upp hafi þeir Auðsholtshjáleigumenn færst í aukana með sinn netaveiðirétt, þeir leggi út troll og loki álum. Ekkert sleppi. Að netin séu meiri vöxtum og þau séu lengur útí en leyfilegt er. Þetta stangist á við lög? „Eigendur Auðsholtshjáleigu veiddu í sumar með hefbundnum hætti með eitt net og nýta ekki nema hluta þeirra heimilda sem þeir hafa að lögum til að netaveiða. Það er aðeins einn áll sem væri hægt að loka fyrir landi Auðsholts og Auðsholtshjáleigu og hafa þeir ekki lokað honum enda óheimilt. Þeir sem saka landeigendur um brot á veiðilöggjöfinni verða að sýna ábyrgð og upplýsa veiðieftirlitsmann eða lögreglu um það í stað þess að gapa um það úti í bæ,“ segir Jörundur. Hann vill ekki kannast við nein lögbrot í tengslum við netaveiði í Ölfusi. Nú er fullyrt að lax sé nánast ekki sjáanlegur lengur til að mynda í Soginu, hann gangi ekki upp til hrygningar og netaveiðin sé að taka allt sem af gengur. Útrýming er orðið sem notað var og að árnar séu ekki sjálfbærar? „Eins og á landsvísu hefur dregið úr laxagengd undanfarin ár en sjóbirtingsgengd hefur aukist verulega hér á okkar vatnasvæði. Til þess að tryggja sjálfbærni laxastofna á okkar vatnasvæði setur Veiðifélag Árnesinga sér nýtingaráætlun sem byggir á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og rannsóknum,“ segir Jörundur. Telur virkjunina hafa allt um fiskigengd í Sogið að gera Hann segir jafnframt rannsóknir undanfarinna áratuga hafi leitt til þess að Veiðifélag Árnesinga byggir á veiðistjórnun, fyrst allra veiðifélaga á Íslandi, á seiðaþéttleikamælingum sem Hafrannsóknarstofnun hefur annast fyrir félagið. Hundur Jörundar stendur í stafni en hér má sjá góðan feng í báti Jörundar. „Er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem ekki er lengur hægt að byggja veiðistjórn á veiðitölum þar sem netaveiði er meira og minna aflögð en var uppistaða veiðinnar. Í október ár hvert koma niðurstöður seiðaþéttleikamælinga og af þeim ræðst hvort þurfi að grípa til frekari friðunar eða hvort megi auka veiðiheimildir félagsmanna.“ Jörundur rekur að gildandi nýtingaráætlun kveði á um meiriháttar takmarkanir á heimildum til laxveiða frá því sem kveðið er á um í lögum og þá fyrst og fremst takmarkanir á netaveiði sem má ekki byrja fyrr en í fyrsta laga fyrsta júlí ár hvert en þá hefur stærsti hluti stórlaxins þegar gengið og dreift sér um vatnasvæðið. „Hvað varðar Sogið sérstaklega þá hefur dregið úr veiði þar undanfarin ár og þær sveiflur meiri en oft áður og meiri en í öðrum ám á vatnasvæði okkar. Minni fiskigengd þar og sérstaða Sogsins kann að skýrast af rennslisveiflum virkjana en virkjanir eru enn ekki í öðrum ám á okkar vatnasvæði.“ Netaveiðar ánægjuleg viðbót Og Jörundur fullyrðir að ef rýnt er í veiðitölur liðinna áratuga þá hafi netaveiði engin áhrif haft á veiði í Sogi. Jörundur er stoltur netaveiðibóndi og telur fráleitt að netaveiðin sé að ríða stofninum á slig. „Nú er svo komið að aðeins þrjú net eru í Ölfusá á leið laxins í Sogið og lágu þau í 3-15 daga í sumar og veiddust um 350 laxar en heildarveiðin í Ölfusá ætti að vera, ef menn væru að stunda netaveiðina, um 1.500 og miklu meira ef litið yrði á tímann fyrir 1980 en eftir það minnkaði netaveiðisóknin mikið.“ Gott og vel. En nú er sagt að þú sért persónulega mjög áfram um að netaveiði sé stunduð þrátt fyrir snarminnkandi laxagengd. Þú ert sakaður um íhaldssemi, hvað viltu segja við því? „Ekki þarf lengur að ræða um að netaveiðin á okkar vatnasvæði skýri minnkandi laxagengd enda nánast engin netaveiði stunduð. Engu að síður eru miklar takmarkanir á henni í okkar nýtingaráætlun. Í mínum huga væri það mjög miður ef netaveiðar leggðust af með öllu enda ánægjulegar veiðar sem miða að því að menn fái að njóta þess að borða villtan lax og stunda veiðiaðferð sem ber að varðveita enda menningarverðmæti.“ Netaveiði skýri ekki minnkandi gengd Jörundur segir jafnframt að þegar netaveiði var stunduð af fullum þunga veiddust um 85 prósent af laxinum í net en nú heyri það sögunni til. „Þrátt fyrir litla netaveiði og stóraukið stangveiðiálag hefur stangveiðin lítið aukist. Skýrist það fyrst og fremst af því að laxinn hrygnir að stærstum hluta í jökulvatninu og veiðist þar af leiðandi ekki á stöng í bergvatnsánum. Starf stjórnar Veiðifélags Árnesinga byggir á að tryggja sjálfbærni laxastofnanna og hefur hún verið sammála um leiðir í veiðistjórnun en í stjórninni sitja sjö bændur þar af tveir kosnir úr röðum netaveiðimanna.“ Jörundur segir stjórnina styðja, eins og aðrir félagsmenn, að á svæðinu veiði hver fyrir sínu landi og hann leggur áherslu á rannsóknir séu grundvöllur veiðistýringar. „Félagið hefur ekki afskipti af því hvernig félagsmenn kjósa að nýta sinn rétt. Stjórnin hefur ekki fengið tillögur um breytingar aðrar en þær sem samrýmast ekki ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og falla því um sjálfar sig. Þeir sem vilji fara styðji ólömæta fiskirækt En varðandi það sem Esther segir, að rúmlega 40 veiðiréttahafar í Stóru-Laxá séu að ganga úr félaginu. Og sennilega fleiri til, er félagið að liðast í sundur? „Stóra-Laxárdeild óskaði eftir því við Fiskistofu að fá að stofna sjálfstætt veiðifélag en var synjað um það. Fiskistofa telur hins vegar að lagaskilyrði séu fyrir því að aðalfundur Veiðifélags Árnesinga geti skipt félaginu upp í fleiri félög og því ekki ólíklegt að komi fram ósk um það til dæmis frá Stóru-Laxárdeild. Kann því að vera að Veiðifélag Árnesinga liðist í sundur í núverandi mynd. Vænn lax sem fékkst í net í Ölfusá. Ef það gerist mun reyna mikið á Fiskistofu að gæta þess að ekki verði samþykktar nýtingar- og fiskræktaráætlanir fyrir ný veiðifélög sem stofna sjálfbærni laxastofnanna í hættu. Þegar eru mörg dæmi um það af okkar vatnasvæði að Fiskistofa hafi ekki fylgt lögbundinni ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar eða sleppt að afla hennar.“ Jörundur segir ekki alveg ljóst af hvaða ástæðum Stóra-Laxárdeild vilji stofna sjálfstætt félag en líklega er það vegna þess að Veiðifélag Árnesinga hafi hafnað ólögmætri fiskrækt sem stunduð hefur verið af deildinni og leigutaka hennar sem og ýmsum öðrum brotum þeirra á veiðilöggjöfinni. Þau brot sæta að sögn Jörundar opinberri rannsókn. Hann bítur frá sér: „Rétt er að minnast á það í lokin varðandi hvort félagið kann að liðast í sundur að sami fámenni hópur stóð fyrir því að formaður Tungufljótsdeildar gerði að tillögu sinni á aðalfundi Veiðifélags Árnesinga fyrir nokkrum árum að bönnuð yrði öll netaveiði og með því 85 prósent félagsmanna útilokaðir frá því að veiða eða hafa tekjur af veiði en sjálf fer hún með 0,03 prósenta hlut í félaginu.“ Segir hér ekki allt sem sýnist Jörundur segir þetta netaveiðibann hafi verið samþykkt á aðalfundinum í krafti umboða sem þessi hópur hafði aflað með blekkingum um hvað stæði til: „Kostaði það félagið og félagsmenn 8.000.000 krónur að vinda ofan af þessari lögleysu sem byggði á því að allur laxinn ætti rétt á að komast óáreittur til heimkynna sinna í bergvatnsánum og veiðast þar og skipti í því sambandi engu máli að stærsti hluti laxins hrygni í jökulvatninu.“ Jörundur segir þá atlögu mestu aðför að lögvörðum veiðihagsmunum í sögu veiðifélaga. „Hugmyndir þessa fámenna hóps byggja ekki á vernd laxins og að taka beri tillit til veiðihagsmuna sameigenda sinna í lögbundnu sameignar- og skylduaðildarfélagi heldur á fjárhagslegum hagsmunum þeirra sjálfra og leigutaka þeirra.“ Af þessu má heyra að Jörundur er fastur fyrir. Árni Baldursson segist hins vegar vilja finna á þessu ástandi lausn sem allir geti við unað. „Við veiðiréttarhafar og landeigendur höfum tekið okkur saman og drepum engan lax, veiðum bara og sleppum til að reyna að tryggja einhverja hrygningu. Við drepum engan lax en á sama tíma eru öll þessi net úti að murka þessa fáu laxa sem eftir er. Þetta er sorglegt ástand og að netaveiðimenn vilji ekki leggja sitt að mörkum og bjarga þessu.“ Jörundur verður að skipta um skoðun Árni segir um að ræða bændur og ágætis fólk en þau líti á þetta sem sinn rétt. Sem enginn efist um en það sé eins og þau skilji ekki alvöru málsins. Hið grálega er að um leið og net færist aðrir í aukana. Árni og Esther segja að allir veiðimenn á þeirra snærum sleppi öllu sem þeir veiði í þeirri von að það verði til að laxinn viðhaldi sér en það sé eins og að pissa í skóinn sinn þegar netaveiðibændur drepa lax í stórum stíl. „Við verðum að koma okkur saman og leysa þetta vandamál í eitt skipti fyrir öll. Við verðum að bjarga þessu stærsta vatnasvæði Norður-Atlantshafslaxins. Það eru svo margir sem koma að þessu, fáir netabændur, örfáir en því miður eru þeir að ganga að auðlindinni dauðri. Og þar með að eyðileggja lífsgleði fólks sem vill vita til þess að árnar séu fullar af laxi,“ segir Árni. Og hann vill biðla til Jörundar: „Það er eins og að tala við gamlan traktor að snúa Jörundi, en hann þarf að skipta um skoðun. Hann á að bera hag félagsins fyrir brjósti og honum ber að standa vörð um svæðið. En hann gerir það ekki. Þetta er örugglega ágætis fólk en það þarf að breytast, það þarf að segja ók: Við getum ekki veitt í net lengur, það er of lítið af laxi. Það er liðin tíð.“ Árni segir að það muni örugglega kosta mikla peninga að kaupa upp net en það sé þess virði og það sem meira er - það þoli enga bið. Lax Ölfus Grímsnes- og Grafningshreppur Stangveiði Umhverfismál Árborg Nágrannadeilur Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Allsvakalegt laxadráp á veiðisvæði Iðu Finnur Harðarson, umsjónarmaður Stóru Laxár, á í stökustu vandræðum með veiðimennskuna eins og hún er stunduð á Iðu I og Iðu II. Þar ríkir villta vestrið, að hans sögn. 8. nóvember 2023 09:13 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Net hafa verið keypt upp á svæðinu en ekki að fullu; Auðsholtshjáleigumenn standa út af. Lögbýlið Auðsholt er með 75 prósent netaveiðiréttar, en eigendur Auðsholts sömdu um að leigja netin frá sér og greiddi Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF) þeim fyrir uppkaupin á þeirra hluta. Vísi hafa borist myndir af netum sem lögð hafa verið þvert yfir ála en fullyrt er að með þessum netalögnum sé verið að þverbrjóta öll lög. Óheimilt sé að loka álum með netum; þau megi lögum samkvæmt aðeins loka einum þriðja leiðarinnar. Óheimilt er að leggja net nema frá landi en myndirnar sýni að netin séu lögð milli laxakletta í ánni. Þá er fullyrt að netin séu miklu lengri en þau megi vera. Málið er afar viðkvæmt og í raun hefur það skipt sveitinni allri í tvö horn. Vísir forvitnaðist um málið og flækti sig í netin. Nýir tímar hljóti að kalla á nýja hugsun Árni Baldursson laxveiðispekúlant er landeigandi á svæðinu, við Sogið nánar tiltekið og hann segir að það verði að finnast lausn á þessu ástandi því verið sé að útrýma laxinum á svæðinu með mjög þróuðum veiðibúnaði. Hann segir netaveiðimenn kála öllum laxi sem gengur upp svæðið sem þýðir að engin endurnýjun er í stofninum. Sjálfbærni er engin. En það gengur illa að fá netaveiðimenn til að kannast við þetta. Árni segist vita það vel að hann sé örugglega í huga fólks aðskotadýr, hann hafi ekki verið landeigandi við Sogið í tíu ár. En fólk verði að horfa hjá því, nú sé runnin upp ögurstund og stofninn sé að glatast.vísir Sjálfur var Árni úti í Skotlandi þegar Vísir náði tali af honum, þar sem hann fæst við veiðar og leiðsögn. „Saga netaveiða í Ölfusá í Hvítársvæði nær hundrað ár aftur í tímann. Sterkur netaveiðiréttur sem bændur hafa þarna og því er þetta ósanngjörn og erfið barátta. Í veiðifélagi Árnessýslu eru 260 landeigendur og að meirihluta netaveiðimenn. Þetta er öðruvísi en var í gamla daga þegar allar ár voru fullar af laxi og netaveiði komst upp í að veiða 10 til 15 þúsund laxa, laxagengdin var svo mikil.“ Nú er öldin önnur, náttúran viðkvæm og lítið um lax. Og það sem til fellur klófesta netaveiðimennirnir sem taka það sem þeir ná í, að sögn Árna. Sem þýðir einfaldlega að ekki fer hann ofar og hrygnir. Þarna má sjá netaveiðibúnað sem notaður er í Ölfusá. Jörundur Gauksson er formaður og stjórnar veiðifélaginu með harðri hendi, vill Árni meina og hefur gert lengi. Árni fullyrðir að Jörundur beinlínis hvetji netaveiðibændum til að veiða sem mest og drepa, því meira því betra. Segir útrýmingu stofnsins blasa við Jörundur hefur verið formaður í kringum tíu ár og hann segist í samtali við Vísi nánast hafa fengið þá formennsku í arf en bæði faðir hans og afi voru formenn á undan honum. Árni er hins vegar örvæntingarfullur: „Það hefur oft verið haft eftir Jörundi að hann telji að netin eigi að taka 85 prósent af heildargöngunni í vatnasvæðinu. Þetta er náttúrlega bara útrýming og getur ekki gengið lengur. Við erum komin á þann stað að þetta er að verða búið.“ Klippa: Yfirlitsmyndir Ölfusá Drónamyndir sem eiga að sanna að netaveiðimenn séu heldur betur farir að færa sig upp á skaftið. Árni segir að verið sé að útrýma þessum merka laxastofni. Brúará geti verið gott dæmi þar sem eru litlar þverár, Andalækur og Fullsæll; þetta er allt liðin tíð - þarna er engin lax. „Síðan Sogið, það er komið að fótum fram, stærsta ferskvatnslaxá á Íslandi sem geymdi mikinn lax, nú er svo komið fyrir Soginu að þar er enginn lax lengur. Heildarlaxaveiði er 100 laxar í ár. En 2010, fyrir 14 árum, þá var veiðin í Sogin 12 til 14 hundruð laxar. Nú er enginn lax til að hrygna, allir eru örvæntingarfullir vegna þessa, landeigendur og veiðimenn sorgmæddir, það er búið að ganga að þessari auðlind dauðri. Næstum of seint að bjarga þessu en það er örlítill gluggi ennþá,“ segir Árni. Hann telur leiðina þá að kaupa upp öll net á svæðinu. Og hann telur ýmsar stofnanir og velunnara stofnsins myndu glaðir koma að því verkefni og leggja fé til þess. Líkt og til að mynda hafi verið gert í Borgarfirði með góðum árangri. Esther segir netin taka sinn toll Esther Guðjónsdóttir í Sólheimatungu er formaður Veiðifélags Stóru-Laxár tekur í sama streng þó hún noti ekki eins sterk orð og Árni. Meira af laxi leitar upp í Stóru-Laxá en í Sogið. Hún segir að það hafi verið hasar á sínum tíma, þegar verið var að kaupa upp net í ánni. En ekki var gengið frá öllum netarétti og þar stendur hnífurinn í kúnni. Esther er formaður veiðirétthafa í Stóru-Laxá. Hún segir að þau séu ekki eins illa sett með laxagöngur og Árni en það liggi þó fyrir að netaveiðin taki sinn toll. „Í dag er þetta kannski ekki neinn ofsaslagur, ekki mörg net eftir. En vissulega eru þau að taka sinn toll og þeir eiga sinn rétt,“ segir Esther. Og hún segir rétt að þeir Auðsholtshjáleigu hafi verið að færast í aukana. „Jú, þeir hafa verið að lengja í netum sínum og farið með þau lengra en þeir mega en ég held að það sé ekkert nýtt, ég held að það hafi alltaf verið.“ Vill kjúfa sig út úr Veiðifélagi Árnesinga Esther segir veiðirétthafa og veiðimenn við Sogið fara mjög illa út úr þessu. Þar veiðist lítið. „Við erum betur sett í Stóru-Laxá, það virðist meira komast þangað upp eftir,“ segir Esther sem leggur áherslu á að hún sé fulltrúi landeigenda. „Ég skil vel að menn séu æstir vegna þessa,“ segir Esther. Hún segir að þeir sem veiði í Stóru-Laxá hafi veitt og sleppt til að bjarga því sem bjargað verður. Klippa: Laxveiðinet í Ölfusá Myndbandstökur sem Vísir fékk senda og eiga að sýna að netaveiðimenn séu að brjóta lög. „Það er ekki sérstakt félag um Sogið, þar er hver landeigandi að selja veiðileyfi. Í veiðifélagi Árnesinga eru um 240 en við erum nú að kljúfa okkur út úr því. Við erum rúmlega 40. Við teljum okkur betur komin utan þess félags. Það er náttúrlega það sem þeir eru að gera í Soginu líka. Já, það eru átök innan veiðifélags Árnesinga. Þeir fylgja ekki þróuninni og eru stífir. Ég er til að mynda hætt að mæta á fundi, þetta er eins og fyrir 40 árum, barns síns tíma og breytist ekki neitt. Félag sem þarf að breyta til að það funkeri,“ segir Esther. Samningar um uppkaup neta fyrsta 2006 Hér er ýmsum spurningum ósvarað og rétt að heyra í Jörundi sem er harður á rétti sinna manna. Hann liggur ekki á skoðunum sínum. „Rétturinn til að veiða í net byggir á heimild í sérlögunum um lax- og silungsveiði. Lögboðin nýtingaráætlun Veiðifélags Árnesinga byggir á því að félagsmenn veiði hver fyrir sínu landi en það er ólíkt því sem algengast er að veiðifélög ráðstafi veiðinni til leigutaka en ekki félagsmanna.“ Jörundur, sem er lögmaður, segir ýmislegt fara á milli mála í staðhæfingum þeirra sem vilji rífa upp öll net úr Ölfusá. Jörundur segir félagsmenn sína án þekktra undantekninga mjög ánægða með þessa skipan enda einstakt að þeir fái að njóta þess sjálfir að veiða eða ráðstafa veiðinni eftir sínu höfði. „Hér á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár var það fyrst á árinu 2006 sem gerðir voru samningar um að veiða ekki lax í net og voru það eigendur þriggja öflugra netaveiðijarða sem veiddu ekki í 5 ár gegn greiðslu en þó var þeim í einhverjum tilvikum heimilt að veiða lax í matinn í nokkra daga. Síðan varð hlé á samningum sem þessum en allmargar netaveiðijarðir hafa undanfarin ár gert slíka samninga þar á meðal stærstu netaveiðijarðirnar en Veiðifélag Árnesinga hefur ekki upplýsingar um fjölda samninga sem í gildi eru.“ Hafnar því að Auðholtshjáleiga fari ekki að reglum En Vísir hefur heimildir fyrir því að eftir að net voru keypt upp hafi þeir Auðsholtshjáleigumenn færst í aukana með sinn netaveiðirétt, þeir leggi út troll og loki álum. Ekkert sleppi. Að netin séu meiri vöxtum og þau séu lengur útí en leyfilegt er. Þetta stangist á við lög? „Eigendur Auðsholtshjáleigu veiddu í sumar með hefbundnum hætti með eitt net og nýta ekki nema hluta þeirra heimilda sem þeir hafa að lögum til að netaveiða. Það er aðeins einn áll sem væri hægt að loka fyrir landi Auðsholts og Auðsholtshjáleigu og hafa þeir ekki lokað honum enda óheimilt. Þeir sem saka landeigendur um brot á veiðilöggjöfinni verða að sýna ábyrgð og upplýsa veiðieftirlitsmann eða lögreglu um það í stað þess að gapa um það úti í bæ,“ segir Jörundur. Hann vill ekki kannast við nein lögbrot í tengslum við netaveiði í Ölfusi. Nú er fullyrt að lax sé nánast ekki sjáanlegur lengur til að mynda í Soginu, hann gangi ekki upp til hrygningar og netaveiðin sé að taka allt sem af gengur. Útrýming er orðið sem notað var og að árnar séu ekki sjálfbærar? „Eins og á landsvísu hefur dregið úr laxagengd undanfarin ár en sjóbirtingsgengd hefur aukist verulega hér á okkar vatnasvæði. Til þess að tryggja sjálfbærni laxastofna á okkar vatnasvæði setur Veiðifélag Árnesinga sér nýtingaráætlun sem byggir á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og rannsóknum,“ segir Jörundur. Telur virkjunina hafa allt um fiskigengd í Sogið að gera Hann segir jafnframt rannsóknir undanfarinna áratuga hafi leitt til þess að Veiðifélag Árnesinga byggir á veiðistjórnun, fyrst allra veiðifélaga á Íslandi, á seiðaþéttleikamælingum sem Hafrannsóknarstofnun hefur annast fyrir félagið. Hundur Jörundar stendur í stafni en hér má sjá góðan feng í báti Jörundar. „Er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem ekki er lengur hægt að byggja veiðistjórn á veiðitölum þar sem netaveiði er meira og minna aflögð en var uppistaða veiðinnar. Í október ár hvert koma niðurstöður seiðaþéttleikamælinga og af þeim ræðst hvort þurfi að grípa til frekari friðunar eða hvort megi auka veiðiheimildir félagsmanna.“ Jörundur rekur að gildandi nýtingaráætlun kveði á um meiriháttar takmarkanir á heimildum til laxveiða frá því sem kveðið er á um í lögum og þá fyrst og fremst takmarkanir á netaveiði sem má ekki byrja fyrr en í fyrsta laga fyrsta júlí ár hvert en þá hefur stærsti hluti stórlaxins þegar gengið og dreift sér um vatnasvæðið. „Hvað varðar Sogið sérstaklega þá hefur dregið úr veiði þar undanfarin ár og þær sveiflur meiri en oft áður og meiri en í öðrum ám á vatnasvæði okkar. Minni fiskigengd þar og sérstaða Sogsins kann að skýrast af rennslisveiflum virkjana en virkjanir eru enn ekki í öðrum ám á okkar vatnasvæði.“ Netaveiðar ánægjuleg viðbót Og Jörundur fullyrðir að ef rýnt er í veiðitölur liðinna áratuga þá hafi netaveiði engin áhrif haft á veiði í Sogi. Jörundur er stoltur netaveiðibóndi og telur fráleitt að netaveiðin sé að ríða stofninum á slig. „Nú er svo komið að aðeins þrjú net eru í Ölfusá á leið laxins í Sogið og lágu þau í 3-15 daga í sumar og veiddust um 350 laxar en heildarveiðin í Ölfusá ætti að vera, ef menn væru að stunda netaveiðina, um 1.500 og miklu meira ef litið yrði á tímann fyrir 1980 en eftir það minnkaði netaveiðisóknin mikið.“ Gott og vel. En nú er sagt að þú sért persónulega mjög áfram um að netaveiði sé stunduð þrátt fyrir snarminnkandi laxagengd. Þú ert sakaður um íhaldssemi, hvað viltu segja við því? „Ekki þarf lengur að ræða um að netaveiðin á okkar vatnasvæði skýri minnkandi laxagengd enda nánast engin netaveiði stunduð. Engu að síður eru miklar takmarkanir á henni í okkar nýtingaráætlun. Í mínum huga væri það mjög miður ef netaveiðar leggðust af með öllu enda ánægjulegar veiðar sem miða að því að menn fái að njóta þess að borða villtan lax og stunda veiðiaðferð sem ber að varðveita enda menningarverðmæti.“ Netaveiði skýri ekki minnkandi gengd Jörundur segir jafnframt að þegar netaveiði var stunduð af fullum þunga veiddust um 85 prósent af laxinum í net en nú heyri það sögunni til. „Þrátt fyrir litla netaveiði og stóraukið stangveiðiálag hefur stangveiðin lítið aukist. Skýrist það fyrst og fremst af því að laxinn hrygnir að stærstum hluta í jökulvatninu og veiðist þar af leiðandi ekki á stöng í bergvatnsánum. Starf stjórnar Veiðifélags Árnesinga byggir á að tryggja sjálfbærni laxastofnanna og hefur hún verið sammála um leiðir í veiðistjórnun en í stjórninni sitja sjö bændur þar af tveir kosnir úr röðum netaveiðimanna.“ Jörundur segir stjórnina styðja, eins og aðrir félagsmenn, að á svæðinu veiði hver fyrir sínu landi og hann leggur áherslu á rannsóknir séu grundvöllur veiðistýringar. „Félagið hefur ekki afskipti af því hvernig félagsmenn kjósa að nýta sinn rétt. Stjórnin hefur ekki fengið tillögur um breytingar aðrar en þær sem samrýmast ekki ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og falla því um sjálfar sig. Þeir sem vilji fara styðji ólömæta fiskirækt En varðandi það sem Esther segir, að rúmlega 40 veiðiréttahafar í Stóru-Laxá séu að ganga úr félaginu. Og sennilega fleiri til, er félagið að liðast í sundur? „Stóra-Laxárdeild óskaði eftir því við Fiskistofu að fá að stofna sjálfstætt veiðifélag en var synjað um það. Fiskistofa telur hins vegar að lagaskilyrði séu fyrir því að aðalfundur Veiðifélags Árnesinga geti skipt félaginu upp í fleiri félög og því ekki ólíklegt að komi fram ósk um það til dæmis frá Stóru-Laxárdeild. Kann því að vera að Veiðifélag Árnesinga liðist í sundur í núverandi mynd. Vænn lax sem fékkst í net í Ölfusá. Ef það gerist mun reyna mikið á Fiskistofu að gæta þess að ekki verði samþykktar nýtingar- og fiskræktaráætlanir fyrir ný veiðifélög sem stofna sjálfbærni laxastofnanna í hættu. Þegar eru mörg dæmi um það af okkar vatnasvæði að Fiskistofa hafi ekki fylgt lögbundinni ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar eða sleppt að afla hennar.“ Jörundur segir ekki alveg ljóst af hvaða ástæðum Stóra-Laxárdeild vilji stofna sjálfstætt félag en líklega er það vegna þess að Veiðifélag Árnesinga hafi hafnað ólögmætri fiskrækt sem stunduð hefur verið af deildinni og leigutaka hennar sem og ýmsum öðrum brotum þeirra á veiðilöggjöfinni. Þau brot sæta að sögn Jörundar opinberri rannsókn. Hann bítur frá sér: „Rétt er að minnast á það í lokin varðandi hvort félagið kann að liðast í sundur að sami fámenni hópur stóð fyrir því að formaður Tungufljótsdeildar gerði að tillögu sinni á aðalfundi Veiðifélags Árnesinga fyrir nokkrum árum að bönnuð yrði öll netaveiði og með því 85 prósent félagsmanna útilokaðir frá því að veiða eða hafa tekjur af veiði en sjálf fer hún með 0,03 prósenta hlut í félaginu.“ Segir hér ekki allt sem sýnist Jörundur segir þetta netaveiðibann hafi verið samþykkt á aðalfundinum í krafti umboða sem þessi hópur hafði aflað með blekkingum um hvað stæði til: „Kostaði það félagið og félagsmenn 8.000.000 krónur að vinda ofan af þessari lögleysu sem byggði á því að allur laxinn ætti rétt á að komast óáreittur til heimkynna sinna í bergvatnsánum og veiðast þar og skipti í því sambandi engu máli að stærsti hluti laxins hrygni í jökulvatninu.“ Jörundur segir þá atlögu mestu aðför að lögvörðum veiðihagsmunum í sögu veiðifélaga. „Hugmyndir þessa fámenna hóps byggja ekki á vernd laxins og að taka beri tillit til veiðihagsmuna sameigenda sinna í lögbundnu sameignar- og skylduaðildarfélagi heldur á fjárhagslegum hagsmunum þeirra sjálfra og leigutaka þeirra.“ Af þessu má heyra að Jörundur er fastur fyrir. Árni Baldursson segist hins vegar vilja finna á þessu ástandi lausn sem allir geti við unað. „Við veiðiréttarhafar og landeigendur höfum tekið okkur saman og drepum engan lax, veiðum bara og sleppum til að reyna að tryggja einhverja hrygningu. Við drepum engan lax en á sama tíma eru öll þessi net úti að murka þessa fáu laxa sem eftir er. Þetta er sorglegt ástand og að netaveiðimenn vilji ekki leggja sitt að mörkum og bjarga þessu.“ Jörundur verður að skipta um skoðun Árni segir um að ræða bændur og ágætis fólk en þau líti á þetta sem sinn rétt. Sem enginn efist um en það sé eins og þau skilji ekki alvöru málsins. Hið grálega er að um leið og net færist aðrir í aukana. Árni og Esther segja að allir veiðimenn á þeirra snærum sleppi öllu sem þeir veiði í þeirri von að það verði til að laxinn viðhaldi sér en það sé eins og að pissa í skóinn sinn þegar netaveiðibændur drepa lax í stórum stíl. „Við verðum að koma okkur saman og leysa þetta vandamál í eitt skipti fyrir öll. Við verðum að bjarga þessu stærsta vatnasvæði Norður-Atlantshafslaxins. Það eru svo margir sem koma að þessu, fáir netabændur, örfáir en því miður eru þeir að ganga að auðlindinni dauðri. Og þar með að eyðileggja lífsgleði fólks sem vill vita til þess að árnar séu fullar af laxi,“ segir Árni. Og hann vill biðla til Jörundar: „Það er eins og að tala við gamlan traktor að snúa Jörundi, en hann þarf að skipta um skoðun. Hann á að bera hag félagsins fyrir brjósti og honum ber að standa vörð um svæðið. En hann gerir það ekki. Þetta er örugglega ágætis fólk en það þarf að breytast, það þarf að segja ók: Við getum ekki veitt í net lengur, það er of lítið af laxi. Það er liðin tíð.“ Árni segir að það muni örugglega kosta mikla peninga að kaupa upp net en það sé þess virði og það sem meira er - það þoli enga bið.
Lax Ölfus Grímsnes- og Grafningshreppur Stangveiði Umhverfismál Árborg Nágrannadeilur Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Allsvakalegt laxadráp á veiðisvæði Iðu Finnur Harðarson, umsjónarmaður Stóru Laxár, á í stökustu vandræðum með veiðimennskuna eins og hún er stunduð á Iðu I og Iðu II. Þar ríkir villta vestrið, að hans sögn. 8. nóvember 2023 09:13 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Allsvakalegt laxadráp á veiðisvæði Iðu Finnur Harðarson, umsjónarmaður Stóru Laxár, á í stökustu vandræðum með veiðimennskuna eins og hún er stunduð á Iðu I og Iðu II. Þar ríkir villta vestrið, að hans sögn. 8. nóvember 2023 09:13